Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 23
Sennilegt þykir mér, að það sé tilviljun, að
Bandle skuli ekki nefna þgf. legi af lögur, en
hins vegar er það ósennilega tilviljun með hin
orðin þrjú. Flest önnur orð, sem Bandle nefnir,
að hafi þgf. endingarlaust, sýnir hann líka með
endingu.1
} Ekki er hægt að svo stöddu að segja neitt
ákveðið um það, í hvaða gerð orða endingar-
lausa þgf. er mest áberandi, þó gefur það e. t. v.
einhverja bendingu, hversu mikill hluti af þeim
dæmum, sem Bandle telur upp, er í orðum
(auk íimur, litur og siður), sem ekki hafa sér-
hljóðatilbrigða í stofni, en þau orð eru senni-
lega talsvert fátíðari almennt en þau, sem hafa
sérhl j óðati lbrigði.
Runólfur Jónsson2 sýnir þgf. nokkurra u-
stofnaorða með ö og jö í rót nefnifalls, og eru
það allt saman myndir með -i (-j- i-h'ljv.). Hins
vegar minnist hann á orðið siðm og telur það
meðal orða, sem ekki taka -e í þgf. et.
Jón Magnússon telur upp (bls. 34—35) all-
mörg orð, sem hann segir, að beygist eins og
54 bragur þgf. brag, og meðal þeirra eru orðin
friður, litur, kviður (gefur ekki merkingu) tug-
ur, vegur, verður og viður. Af þessu virðist
mega álykta, að Jón telji venjulega beygingu
þeirra vera án -i í þgf. Nokkrum blaðsíðum
síðar (bls. 38—39), þar sem hann telur upp orð,
sem enda eiga á -s í ef. en hafa þgf á -e, er
þar í flokki aftur orðið kviður og líka orðin
kvistur og þröstur. Hann getur þess þó á eftir
upptalningunni, sem er alllöng, að mörg þess-
ara orða komi fyrir endingarlaus, sérstaklega
„simplicia sine Affixis” (þ. e. án greinis), en
varla nokkurn tíma með greini. I beygingar-
dæmum um u-stofnaorð með sérhljóðatilbrigð-
um í rót minnist Jón hvergi, svo ég hafi rekið
augun í, á endingarlaust þgf. et., nema hvað hann
gefur þgf. dör af dör, sem, eins og áður segir,
Finnur Jónsson telur hið forna hgk. orð darr,3
I fljótu bragði virðist mega álykta, að staða
þgf. et. í upprunalegum u-stofna orðum hjá
Jóni Magnússyni sé svipuð og í nútímamáli.
Hið forna þgf. virðist ríkjandi í orðum með
sérhljóðatilbrigðum í rótinni, (þó gæti þetta
verið fyrning), en í hinum orðunum virðist
þetta nokkuð á reiki, og er ekki að sjá, að
fornir u-stofnar með óbreytilegu stofnsérhljóði
séu til muna frábrugðnir hinum fornu i-stofnum
að því leyti.4
Um endingarlaust þágufall orða með ö, jö eða
á í rótinni t. a. m. Hörð (f. Herði) nefnir Valtýr
fáein dæmi, en slíkar myndir eru sennilega
ekki mjög algengar miðað við hinar.
Sú tilhneiging, sem þrátt fyrir allt kemur
fram í þá átt að gera þgf. endingarlaust, er ef-
laust að fyrirmynd þeirra orða, sem höfðu sömu
beygingarmynd í þf. og þgf. et., en helzt munu
það vera fornir i-stofnar, sem slíkt mynztur
höfðu (og hafa). Hins vegar virðist þgf. með
endingu hafa unnið afmr á í orðum með sér-
hljóðatilbrigðum, sennilega fyrir fornmálsáhrif
og málvöndun.
3.3 í 1.2. hér að framan er minnzt noldtuð
á frábrigði í ef. et. hinna fornu u-stofna í fornu
máli. Skal nú reynt að tína saman þann fróð-
leik, sem um það finnst í fljótu bragði í bókum
um yngri málstig.
Björn K. Þórólfsson nefnir, að á 14. og 15.
öld hafi mannanöfnin Gizur og Björn getað
haft eignarfall á -s, þegar þau eru höfð sem
föðurnöfn: Gizursson, Björnsson og á 15. öld
hafi Björn getað haft -s endingu í ef. eitt sér.5
Ur Nýja testamenti Odds nefnir Jón Helga-
son ef. myndirnar grundvölls og flöts auk mynd-
arinnar drœttar.& (Ekki er Jón viss um, að mark
sé takandi á síðast nefndu myndinni, nefnir
1 Um orSið bógur nefnir Bandle engin dæmi með
i-endingu í þgf. et.
2 Grammat. isl. rudimenta, bls. 46—47.
3 Isl. gramm. hist., bls. 30 o. áfr.
4 Aður en hægt er að gera sér almennilega grein
fyrir sérstöðu fornra u-stofna, með tilliti til þágu-
falls, í nútíðatmáli og á síðustu öldum, þyrfti með
einhverju móti að reyna að fá skýxari hugmynd
en nú er um þgf. et. yfirleitt í sterkum kk. orðum.
Reyndar er ég ekki viss um, að úr því verði frjó-
söm rannsókn, þvi þetta er yfirleitt mjög á reiki.
5 Um ísl. orðm., bls. 22.
6 Málið, bls. 57—-58.
>
23