Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 24

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 24
m. a., að í Guðbrandsbiblíu sé þetta leiðrétt yfir í dráttar, en ef hún sé ekta, segir Jón að æ sé komið frá þágufalli.) I Guðbrandsbiblíu enda, að sögn Bandles, nokkur orð á -s í ef.,1 og segir hann, að flestar s-myndirnar séu í síðari lið samsettra orða. Ekki treysti ég mér til þess að draga neina ályktun af dæmunum, sem Bandle nefnir, um það, hvers konar u-stofnaorð það eru helzt, sem taka þessa endingu. Þegar s-ending er á orðum með ö eða jö í rót í nefnifalli, er sama sérhljóð í ef., t. a. m. vöUs, og þá gæti fyrirmynd- in verið orð eins og dagur: dagur — dags völlur — X = völls2 Af Runólfi Jónssyni er það að segja, að hann gefur á einum stað (bls. 50) eignarfall orðanna stSm og liður: siðs, liðs. Enn skal vitnað til Jóns Magnússonar. Ekki er gott að segja, hvaða ályktun ber að draga um beygingu orðanna friður, Utur, kviður, tug- ur, vegur, verður og viður af upptalningunni, sem vitnað er til í 3.2,3 en þar segir Jón, að þau beygist eins og bragur, ef. bragar. Með hliðsjón af þeim efasemdum, sem látnar eru í ljós hér að framan, leyfist ekki að álykta, að þau hafi öll endað á -ar í ef. (eins og bragur) í talmáli 18. aldar. Eins og áður segir, eru orðin kviður, kvistur og þröstur^ talin upp með orð- um, sem sögð eru hafa -s í ef. eins og bingur (bings) að undanskildu þgf. et.r> Gömul u-stofna orð, sem hafa sérhljóðatil- brigði í rótinni, virðist Jón gera ráð fyrir, að hafi yfirleitt eignarfall á -ar, t. a. m. dráttar, galtar, bjarnar o. s. frv. Undantekningar eru áður nefnt orð dör, ef. dörs, spónn, ef. spóns og þröstur, ef skilja má Jón svo (bls. 39-), að það beygist eins og bingur. (Spónn beygist reyndar hjá Jóni alveg eins og Valtýr Guðmundsson (bls. 60.) segir, að það beygist í nútímamáli.) Auk þess telur Jón upp (bls. 35.) þessi orð, sem hann segir, að annars beygist eins og fjöður og göltur: böltur, kjöltur(\), mökkur, mölur, völur og ökkur, en hafi -s í eignarfalli. Sennilegt er, að s-eignarfallið sé í nútíma- máli fátíðara í u-st., a. m. k. í þeim orðum, sem hafa sérhljóðatilbrigði, en það hefur verið á fyrri tíð, þótt þess sjáist reyndar nokkur dæmi.6 Sennilega stafar það af meiri reglufestu (norm- alíseringu) málsins, málvöndun og fornmáls- áhrifum. 3.4 Orðið sonur er svolítið sérstætt meðal u- stofna. Eins og sást í gr. 2.0 setur Valtýr Guð- mundsson upp sérstakt beygingardæmi fyrir það, en þar er reyndar drepið á þann möguleika að sameina það sniði III, háttur. Eins og áður get- ur, teija handbækur, að í elzta máli komi fyrir, að orðið sé endingarlaust í nf. et. Þess fundust ekki dæmi í elztu hdr. samkvæmt Larsson, en hins vegar hefur orðið þar ýmsar aðrar myndir, sem sumra er ekki getið í handbókum, og skal nefna hinar helztu. (Stafsetning er hér sam- ræmd, þannig að /, s = s; u, v = u og i, e í áherzlulausu atkv. = i, auk þess sem banda er ekki getið): Nf. et.: sonr (Meðtaldar 3 orðmyndir með 'ó’ í AM. 645 4°: sónr. Er þetta algengasta fall- myndin.) sonrinn (1 d.) sunr (11 dæmi í Hólm. og 1 dæmi í 645 4°)spnr (5 dæmi í 645 4°) sjnr (2 dæmi í 645 4°) sQnr (1 dæmi í 645 4°). Þf. et.: son (Algengast. Hér með talin nokk- ur dæmi með 'ó’.) konungsoneN, sonr (svo!) (645 4° 104:3) sun (Algengt. Eitt dæmi: sún (Hóm.)) spn (645 4°, 1 d.) sfin (645 4°, 1 d.) Þgf. et.: syni (Algengast. Eitt dæmi sýni í 645 4°) seoni (5 dæmi í Hóm.) stþni (3 dæmi í Hóm. og eitt í Elúcidaríus.) spni (645 4°, 1 d.). 1 Die Sprache, bls. 239—40. 2 Tímans vegna gefst þess ekki kostur að athuga samband endingarlauss þgf. et. og s-endingar í ef., en slík athugun gæti etv. leitt eitthvað í ljós. Hins vegar veldur óstöðugleiki i-þgf. yfirleitt efasemd- um um árangur hennar. 3 Isl. gramm. hist., bls. 34—35. 4 Ibid, bls. 38—39. ■> Ekki er gott að segja, hvor kviðminn er á hvorum stað. *> Sbr. V. G. Isl. gramm. bls. '60. og Bandle, Die Sprache, bls. 239- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.