Mímir - 01.02.1974, Side 24

Mímir - 01.02.1974, Side 24
m. a., að í Guðbrandsbiblíu sé þetta leiðrétt yfir í dráttar, en ef hún sé ekta, segir Jón að æ sé komið frá þágufalli.) I Guðbrandsbiblíu enda, að sögn Bandles, nokkur orð á -s í ef.,1 og segir hann, að flestar s-myndirnar séu í síðari lið samsettra orða. Ekki treysti ég mér til þess að draga neina ályktun af dæmunum, sem Bandle nefnir, um það, hvers konar u-stofnaorð það eru helzt, sem taka þessa endingu. Þegar s-ending er á orðum með ö eða jö í rót í nefnifalli, er sama sérhljóð í ef., t. a. m. vöUs, og þá gæti fyrirmynd- in verið orð eins og dagur: dagur — dags völlur — X = völls2 Af Runólfi Jónssyni er það að segja, að hann gefur á einum stað (bls. 50) eignarfall orðanna stSm og liður: siðs, liðs. Enn skal vitnað til Jóns Magnússonar. Ekki er gott að segja, hvaða ályktun ber að draga um beygingu orðanna friður, Utur, kviður, tug- ur, vegur, verður og viður af upptalningunni, sem vitnað er til í 3.2,3 en þar segir Jón, að þau beygist eins og bragur, ef. bragar. Með hliðsjón af þeim efasemdum, sem látnar eru í ljós hér að framan, leyfist ekki að álykta, að þau hafi öll endað á -ar í ef. (eins og bragur) í talmáli 18. aldar. Eins og áður segir, eru orðin kviður, kvistur og þröstur^ talin upp með orð- um, sem sögð eru hafa -s í ef. eins og bingur (bings) að undanskildu þgf. et.r> Gömul u-stofna orð, sem hafa sérhljóðatil- brigði í rótinni, virðist Jón gera ráð fyrir, að hafi yfirleitt eignarfall á -ar, t. a. m. dráttar, galtar, bjarnar o. s. frv. Undantekningar eru áður nefnt orð dör, ef. dörs, spónn, ef. spóns og þröstur, ef skilja má Jón svo (bls. 39-), að það beygist eins og bingur. (Spónn beygist reyndar hjá Jóni alveg eins og Valtýr Guðmundsson (bls. 60.) segir, að það beygist í nútímamáli.) Auk þess telur Jón upp (bls. 35.) þessi orð, sem hann segir, að annars beygist eins og fjöður og göltur: böltur, kjöltur(\), mökkur, mölur, völur og ökkur, en hafi -s í eignarfalli. Sennilegt er, að s-eignarfallið sé í nútíma- máli fátíðara í u-st., a. m. k. í þeim orðum, sem hafa sérhljóðatilbrigði, en það hefur verið á fyrri tíð, þótt þess sjáist reyndar nokkur dæmi.6 Sennilega stafar það af meiri reglufestu (norm- alíseringu) málsins, málvöndun og fornmáls- áhrifum. 3.4 Orðið sonur er svolítið sérstætt meðal u- stofna. Eins og sást í gr. 2.0 setur Valtýr Guð- mundsson upp sérstakt beygingardæmi fyrir það, en þar er reyndar drepið á þann möguleika að sameina það sniði III, háttur. Eins og áður get- ur, teija handbækur, að í elzta máli komi fyrir, að orðið sé endingarlaust í nf. et. Þess fundust ekki dæmi í elztu hdr. samkvæmt Larsson, en hins vegar hefur orðið þar ýmsar aðrar myndir, sem sumra er ekki getið í handbókum, og skal nefna hinar helztu. (Stafsetning er hér sam- ræmd, þannig að /, s = s; u, v = u og i, e í áherzlulausu atkv. = i, auk þess sem banda er ekki getið): Nf. et.: sonr (Meðtaldar 3 orðmyndir með 'ó’ í AM. 645 4°: sónr. Er þetta algengasta fall- myndin.) sonrinn (1 d.) sunr (11 dæmi í Hólm. og 1 dæmi í 645 4°)spnr (5 dæmi í 645 4°) sjnr (2 dæmi í 645 4°) sQnr (1 dæmi í 645 4°). Þf. et.: son (Algengast. Hér með talin nokk- ur dæmi með 'ó’.) konungsoneN, sonr (svo!) (645 4° 104:3) sun (Algengt. Eitt dæmi: sún (Hóm.)) spn (645 4°, 1 d.) sfin (645 4°, 1 d.) Þgf. et.: syni (Algengast. Eitt dæmi sýni í 645 4°) seoni (5 dæmi í Hóm.) stþni (3 dæmi í Hóm. og eitt í Elúcidaríus.) spni (645 4°, 1 d.). 1 Die Sprache, bls. 239—40. 2 Tímans vegna gefst þess ekki kostur að athuga samband endingarlauss þgf. et. og s-endingar í ef., en slík athugun gæti etv. leitt eitthvað í ljós. Hins vegar veldur óstöðugleiki i-þgf. yfirleitt efasemd- um um árangur hennar. 3 Isl. gramm. hist., bls. 34—35. 4 Ibid, bls. 38—39. ■> Ekki er gott að segja, hvor kviðminn er á hvorum stað. *> Sbr. V. G. Isl. gramm. bls. '60. og Bandle, Die Sprache, bls. 239- 24

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.