Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 13

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 13
eru rök mín ljósari og meira sannfærandi en ykkar. Setninguna: „Þetta hefir mér aldrei dott- ið í hug áður'' á Vilmundur. A þessari sögu læt eg Bréf tii Láru enda. Hún getur þénað þar sem storkandi afsökun fyrir syndum þeim, sem eg hefi drýgt í bréfinu.’ En hvort sem um er að ræða yfirskilvitleg rittengsl eður ei, eru þau augljóslega fyrir hendi, og víst er, að Þórbergur dáði mjög Oscar Wilde; og níu árum síðar þekkir hann þetta órímaða Ijóð Wilde. Þá segir Þórbergur: ’Þessari málaleitan yðar þykir mér hæfiiegast að svara fyrir munn drengsins með smásögu eftir enska skáldið Oscar Wilde. Syndug sál kom eitt sinn fyrir dómstól drottins allsherjar, og drottinn dæmdi hana til helvítis. En veslings sálin svaraði guði og sagði: Eg get ekki farið til helvítis, af því að ég hef alltaf verið í helvíti. Og drottinn allsherjar var svo greindur, að hann setti hljóðan.’ (Lýrisk vatnsorkusálsýki. Pistilinn skrifaði... Rv. 1933, bls. 40.) Ekki er ætlunin að fjölyrða um þessi tvö ritverk, heldur prenta þau í framhaldi af þessu spjalli, svo að menn geti séð og sannfærzt. Letur- breytingar eru undan mínum rifjum runnar, til þess ætlaðar að auðvelda tímabundnum lesara að finna orðalagslíkingar. Þó er skáletrun á þínar og ekki í 9- hnu Morgtms hins efsta dags Þórbergs.2 Vonandi kemur þessi ábending einhverjum starfsbróður mínum að gagni, og hann gemr sýnt nemendum kunnusm sína í heimsbókmennt- unum með því að benda þeim á fyrrnefnd rit- tengsl. Það skal að lokum tekið fram, að greinar- stúfur þessi er einkum að þakka Eiríki Guðna- syni viðskiptafræðingi hér í borg, sem benti mér á líkingu þessara tveggja verka; og þó e. t. v. enn frekar Guðfinni Ottóssyni verkamanni á Stokkseyri, sem benti Eiríki á líkinguna. MORGUNN HINS EFSTA DAGS3 Það var morgunn hins efsta dags. Eg kom nakinn fyrir dómstól drottins alls- herjar, laut honum og sagði: „Dýrð sé Guði föður, Syni og Heilögum anda!" Og umhverfis hásæti hans stóðu skínandi hersveitir, er sungu Guði hósíanna. Drottinn attsherjar leit til mín, opnaSi ttfsins bók og sagSi: „Þú hefir syndgað, sonur minn. Syndir þínar verða þér ekki fyrirgefnar." „Vissulega hefi ég syndgað," svaraði ég. „Fyr- ir því ber mér vist í ríki þínu." En Drottinn dómsins sagði: „Eg sendi þig til Heljar. Til Heljar dœmi ég þig fyrir afbrot þín á jörðinni." Og hann benti mér í myrkrið fyrir utan, en þaðan heyrðist grámr og gnístran tanna. Og ég ávarpaði Drottin spekinnar og sagði: „Þú hefir talað svo fyrir munn postula þinna: „I vöggugjöf féksm tvær náttúrur, góða og vonda." Hin góða náttúra mín var verk þinna handa, og hún framdi aldrei neina synd á jörð- inni. Hin illa náttúra var frá Hinum vonda, og hún drýgði allar syndir mínar meðal mannanna. Sjálfur er ég ekkert annað en þessi andstæðu eðli. Ég veit, að þú ert réttlámr dómari. Ef þú dæmir mig til Heljar, líður hin góða náttúra mín fyrir syndir, sem hún átti enga hlutdeild í. Og hin vonda náttúra, sem var orsök synda minna, nýtur þar friðar og fagnaðar, því að í Helju á hún ætt og óðul. En með englum og útvöldum hlýmr hún verðuga refsingu, því að meðal heilagra í ríki himnanna er víti hins vonda. Sjá! Fyrir því ber mér vist í ríki þínu." Og Drottinn réttlætisins hneigði sig og sagði: „Satt segir þú, sonur minn! Þetta hefir mér aldrei dottið í hug áður. Gakk inn í fögnuð herra þíns." Og það varð þögn umhverfis há- sceti Drottins allsherjar. En hann mælti til hinna skínandi hersveita: „Vér breytum skipulaginu." Og það varð bylting í ríki útvaldra. 2 The House of Judgement er hér prentað eftir The Works of Oscar Wilde. Edited, with an lntroduction, by G. F. Maine. New Collected Edition, London 1948, bls. 845—46. Morgunn hins efsta dags er prentaður eftir Bréfi til Láru, 5. útg., Rv. 1950, bls. 205—206. 3 I Bréfi til Láru er engin fyrirsögn önnur en kapí tulanúmer, XXXV. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.