Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 37
kæmi lífsviðhorf svarandans, með því að láta
hann taka afstöðu til persóna og boðskapar
höfundarins.
Einstakar spurningar
(Sjá spumingalista á nœstu síðu)
Spurning A miðaði að því að fá fram bók-
menntasmekk, hvort slíkar bókmenntir höfði
á mismunandi hátt til hópanna.
Spurningar B og C miðuðu að því að fá fram
viðhorf til þeirrar kynslóðar, sem bókin fjallar
um og þeirrar, sem nú lifir og hvort fólk telji,
að um breytingu sé að ræða. Ennfremur ætti
spurning B að leiða í Ijós, hvort sagan virðist
trúverðug.
Spumingar D og E voru til að kanna lífsviðhorf
fólks, það er látið taka afstöðu til gerða Bene-
dikts.
7 spmningu F var fólk látið taka afstöðu til þess,
sem höfundur telur tilgang lífsins.
Framkvœmd
Skólarnir, sem tóku þátt í könnuninni voru
Gagnfræðaskóli Garðahrepps (landsprófsdeild),
Héraðsskólinn á Eiðum (landspr.). I bekk Gagn-
fræðaskóla Garðahrepps voru 15 stúlkur og 12
piltar, á Eiðum 15 stúlkur og 5 piltar.
Tvær af 15 stúlkum í Eiðaskóla voru af
Stór-Reykjavíkursvæði og bættum við þeim í
hóp Gagnfræðaskólans í Garðahreppi, þannig
að tölurnar breytast í 17 stúlkur fyrir Garða-
hrepp og 13 stúlkur fyrir Eiða.
Islenskukennarar bekkjanna dreifðu bókum
til nemendanna og lögðu síðan fram spurninga-
listana í kennslustund og létu svara.
Hjá eldra fólkinu, sem var 20 manna hópur
úr Kópavogi, 6 karlar og 11 konur, en 3 svör-
uðu ekki, urðum við að hafa þann hátt á að
dreifa samtímis bókum og spurningalistum. FÓr-
um við á skemmtun, sem Félagsmálastofnun
Kópavogs hélt fyrir eldri borgara, kynntum
málið og báðum fólk að gefa sig fram. Ekki
fengum við nógu stóran hóp þannig, svo ekki
var um annað að ræða en að ganga á milli
fólks og biðja um aðstoð. Voru þá flestir fúsir
til samstarfs. Fékk þessi hópur tæpar tvær vik-
ur til umráða.
Síðan var úrlausnum safnað saman og unnið
úr þeim á þann hátt, sem sést á meðfylgjandi
töflu.
Gallar
Eins og við var að búast kom ýmislegt fram,
sem betur hefði mátt fara, þegar farið var að
vinna úr úrlausnunum.
Það hefði t. d. verið forvitnilegt að spyrja
fólk hvort það hefði lesið bókina áður.
I spurningu D slæddist meinieg villa. Þar átti
að standa innan sviga: Krossið í þá reiti, sem
með þarf.
Fjórði liður í þessari spurningu er ekki alveg
nógu skýr, hann getur orkað tvímælis. Enn-
fremur hefði verið betra að raða liðum þessarar
spurningar öðru vísi upp.
I spurningum E og E hefði einnig þurft að
vera valfrjálst svar. Að vísu ætti G liður að
bæta nokkuð úr skák, en hitt hefði verið greini-
legra.
Að lokum ber svo að geta þess, að hópar
þessir era ekki nógu stórir til að verulegar
ályktanir sé hægt að draga af könnuninni, en
slíkt hið sama gildir um flestar kannanir af
þessu tæi.
Nokkrar skýringar og athugasemdir
Á spurningablaðinu var í D-lið gefinn kostur
á öðru svari. Þau svör eru prentuð hér. Fyrst
frá eldra fólki:
„Haft ánægju af dýrum." / „Af samúð og
þörf til að hjálpa þeim, sem eru í nauðum
staddir." / „Til að bjarga lífi fjárins." / „Af
eigin metnaði." / „Hann fann sjálfan sig." /
Yngra fólk sagði: „Af hjálpfýsi." / „Líka til
að geta verið einn með sínum bestu vinum, og
honum líður vel í kyrrðinni inni á milli fjall-
anna." / „Hann kunni einverunni vel, og að
vera innan um dýr." / „Að bjarga kindunum." /
„Vegna trúar sinnar."
37