Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 26

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 26
Þessi samtíningur verður að nægja um orðið sonur, þótt hér sé aðeins tæpt á hlutum, sem verðir eru nánari athugunar. IV Lokaorð Ef draga ætti saman einhverja niðurstöðu af því, sem tekið er saman hér á undan, verður fyrst fyrir að nefna það, að af þeim fornu u- stofnum, sem aðallega er fjallað um hér, þ. e. þeim, sem ekki hafa viðskeytið -að/-uð, hefur stór hluti nú fallbeygingu, sem ekki er frábrugð- in beygingu fjölda annarra karlkynsorða, aðal- lega fornra i-stofna. Eru þetta orð, sem annað hvort höfðu ekki morfófónemisk tilbrigði í rót- arsérhljóðum að fornu eða hafa glatað þeim. Orð, sem hafa morfófónemisk sérhljóðatilbrigði í rótinni, mega hins vegar teljast sérstakur beyg- ingarflokkur eða undirflokkur.1 Mesta breytingin, sem orðið hefur á beyg- ingu fornra u-stofna er sú, að nú endar þol- fall fleirtölu oftast á -i, sem veldur i-hljóð- varpi. Þessi breyting hefur líklega náð loka- marki sínu á 17. öld, þótt engan veginn teljist það sannað hér. Einkenni á þessari breytingu HELZTU HEIMILDARRIT: Alexander ]óhannesson: Islenzk tunga í fornöld, Reykjavík, 1923—24. Oskar Bandle: Die Sprache der GuSbrandsbiblía. Bibliotheca Arnamagnæana Vol. XVII, Hafniæ 1956. Björn K. Þórólfsson: Um íslenzkar orðmyndir á 14. og 15. öld og breytingar þeirra úr fornmálinu, Reykjavík 1925. Finnur Jónsson: Den islandske grammatiks historie til o. 1800, Kpbenhavn 1933. Vinnur Jónsson: Det norsk-islandske skjaldesprog omtr. 800—1300, Kpbenhavn 1901. Ludvig Holberg: Nikulás Klím, islenzk þýðing eftir Jón Ólafsson úr Gxunnavík (1745). Jón Helgason bjó til prentunar. Islenzk rit síðari alda 3., Kaup- mannahöfn 1948. Anne Holtsmark: Ordforrádet i de eldste norske hánd- skrifter til ca. 1250, Oslo 1955. Homiliu-bók: Islándska Homilier utgifna af Dr. Theo- dor Wisén, Lund 1872. virðist vera, að hún er lengi að gerast, sbr. það, að í handriti, sem talið er vera frá fyrri hluta 13. aldar, finnst eitt dæmi um hina nýju fáll- mynd. Það eru því a. m. k. fjórar aldir, sem breytingin hefur verið að ganga yfir, eflaust misfljótt eftir mállýzkum. E. t. v. væri vert að athuga, hvort hin forna ending hafi haldizt lengur á Vesturlandi en annars staðar, þar sem þeir nafnar Jón Magnússon og Olafsson voru báðir að vestan og sýna hina fornu endingu (ef það er þá ekki fyrnska hjá þeim), en Run- ólfur Jónsson, Eyfirðingur að uppruna, nefnir ekki u-endingu í málfræðibók sinni, þótr tals- vert eldri sé. Aðrar breytingar, sem skjóta upp kollinum í u-stofnum, virðast óreglulegri og ná ekki veru- lega langt. 1 Þessi hugtök eru tæpast nógu skýr, en það er ekki hlaupið að því að skilgreina nákvæmlega hug- takið „beygingarflokkur nafnorða í nútímaíslenzku" á því stigi, sem rannsóknir á þessu sviði eru nú. Islandska Handskriften No. 645 4° i den arnamag- næanska samlingen, I. Handskriftens áldre del af Ludvig Larsson, Lund 1885. Jón Helgason: Málið á Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar. Safn fræðafélagsins um Island og Is- lendinga. VII, Kaupmannahöfn 1929. Ludvig Larsson: Ordförrádet i de álsta islánska hand- skrifterna, leksikaliskt ock gramatiskt ordnat, Lund 1891. Adolf Noreen: Altnordische Grammatik I. Altislánd- ische und altnorwegiche Grammatik, 5., unverán- derte Auflage, Túbingen 1970. (Ljósprentuð 4. útg. frá 1923.) Runólfur Jónsson: (Runolphus Jonas): Grammaticæ islandicæ rudimenta, Hafniæ MDCLI. Stefán Karlsson: Islandske originaldiplomer indtil 1450, tekst. Editiones Arnamagnæanæ Series A, vol. 7, K0benhavn 1963. Valtýr GuÖmundsson: Islandsk grammatik, islandsk nutidssprog, Kpbenhavn 1922. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.