Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 40

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 40
UM BÆKUR GuSbergnr Bergsson Það sefur í djúpinu Helgafell 1973 Ytri frágangur bókarinnar er slæmur. Hún er bundin í forljótt band, prófarkalestur fyrir neðan allar hellur og verðið hátt — næstum þúsund krónur. En snúum okkur að innihaldinu. Ytri sögutími verksins er mjög skýrt afmark- aður. Það gerist á nokkrum klukkutímum dag- parti. A þessum dagparti gerist næsta fátt og ekkert stórvægilegt. Hins vegar spannar innri tími bókarinnar um það bil þrjá áratugi aftur í tímann, og á þeim tíma gerast mikil tíðindi. Þessum aðdraganda er komið á fram- færi ýmist með hugsunum persóna (innri mónó- lógum), með samtölum eða gegnum sögumann. Ég er að tíunda þetta fram, af því að notkun Guðbergs á tíma skiptir gríðarlega miklu máli fyrir skilning bókarinnar. Allar þær upplýsing- ar, sem við fáum um fortíðina, gegna því hlut- verki að skýra nútíð persónanna og samfélags- ins, sem við kynnumst í þessari bók. Ef við tökum ókunnugu konuna sem dæmi, þá virðist hún nánast óvirk í nútíð bókarinnar, enda sefur hún hálfan bókartímann. Hins vegar fá- um við töluverðar upplýsingar úr fortíðinni frá þessari konu. Hún segir m. a. frá því, hvernig þessi staður var fyrir stríð, tvær bújarðir og nokkur hús við sjóinn. Þarna var stundað út- ræði og í einu húsinu voru ráðnar vinnukonur yfir vertíðina. Húsbóndinn barnar allar vinnu- konurnar og eiginkonuna sama veturinn. Hús- móðirin eignast síðan son, Má og ein vinnu- konan eignast dóttur, Onnu. Við vissum fyrir, að eiginmaður Önnu hét Már og á eftir þessu endurliti ókunnugu kon- unnar kynnumst við dóttur þeirra, Dídíju, sem er fáviti. Það er þetta, sem ég á við með því, að notkun tíma skipti miklu máli fyrir skilning á bókinni. Þegar lesandinn er búinn að tengja saman sögu ókunnugu konunnar, hugsanir Onnu, Magnúsar bróður Más og Her- manns litla, fortíð og nútíð, kemur fram skýr heildarmynd, þar sem hver þáttur er á sínum stað. Anna er „söguhetja" okkar. Hún er sjó- mannsekkja og tveggja barna móðir og býr í húsi töluverðan spöl frá þorpinu, rétt hjá fisk- hjöllunum. Anna vinnur ekki úti, en eyðir tím- anum við lestur alls þess lesmáls, sem hún nær í. Börn hennar ganga að mestu sjálfala og sam- band hennar við þau er ráðvillt og kuldalegt. Það sem mest er áberandi í fari Önnu er tóm- læti og uppgjöf: „I þau fáu skipti, sem Anna rifjaSi eitthvað upp af fortíðinni var það hvorki til þess að Ijúga að sjálfri sér né til þess að falsa eða skreyta hana. Hún reyndi ekki heldur að komast að neinni niðurstöðu. Hún reyndi ekki að finna tilgang í lífinu. Hún vildi ekki skilja fortíðina, svo að hún gæti skipulagt fram- tíðina í ljósi fortíðarinnar, heldur rifjaði hún hana upp til þess að hún gæti fundið örskamma stund óljósan og ófullkominn yl úr fjarlægð, þar sem hún flökti eins og þriðja persóna í sögu um sundurtætta minninguna, óskyld sjálfri sér, næstum því óþekkt og óþekkjanieg manneskja." (76) 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.