Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 28

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 28
reyfurum fyrir unglinga. Guðjón leggur sig þó mun meira fram við að gera heillega og spennandi sögu en Einar Logi. Bók Einars er sorglegt dæmi um þá lágkúru, sem oft vill verða áberandi í barnabókaútgáfu. Einar getur ekki komist skammlaust frá því að segja sögu án þess að lausir endar flækist fyrir lesanda í bókarlok. Honum liggur ekkert á hjarta, og honum er ósýnt um að skrifa svo sæmilega fari. Ekki vil ég álasa Einari og hans líkum fyrir að skrifa bækur, en hvers vegna þarf að gefa þær út? Lífi barna — eða öllu heldur drengja — á árunum fyrir seinna heimsstríð eru gerð allgóð skil í bók Jónasar Jónassonar, Polli, ég og allir hinir, sem gerist í Skerjafirðinum. Jónas er hér ef til vill undir einhverjum áhrifum frá Hendrik Ottóssyni, að minnsta kosti svipar bók Jónasar mjög til bókar Hendriks um Gvend Jóns og félaga í Vesturbænum. Sögur Hendriks eru að sönnu betur sagðar, mergjaðar og persónusköp- un fjölbreytilegri, en saga Jónasar hefur þó framyfir þær meiri yfirsýn yfir samfélag sitt, Skerjafjörðmn, enda er það sjálfsagt miklu minna en Vesturbæinn. Sagan um Polla er oft reglulega fyndin, þótt sumir brandararnir séu endurteknir helst til oft, en húmor ber öðru fremur að fagna í íslenskum barnabókum, svo sjaldgæfur er hann. Onnur prakkarabók í endurminningaformi er Púkarnir á Patró eftir Kristján Halldórsson; hann var strákur á Patreksfirði um sama leyti og Jónas var strákur í Skerjafirðinum og saga hans gerist því einnig í þátíðinni. Sögurnar í bókinni eru ofurvenjulegar yfirleitt, en stíllinn er svolítið sérkennilegur, líttheflaður og stund- um ailt að því klúr talmálsstíll, sem ég hef aldrei rekist á fyrr í barnabók. Mér þótti þetta þó fremur hressilegt aflestrar, enda vonast ég tii að vera að mestu kornin yfir fordóma ís- lenskukennarans gagnvart „vitlausu" máli. Eg er ekki frá því að bókin hefði misst eitthvað óútskýranlegt, ef málfarið hefði verið leiðrétt eftir öllum kúnstarinnar reglum. Af þeim bókum, sem útgefnar voru á árinu, bar langhæst endurútgáfu sagnanna um Hjalta litla eftir Stefán Jónsson, eina óvéfengjanlega snillinginn meðal barnabókahöfunda okkar. Þetta eru undarlega seiðandi bækur og erfitt að segja með orðum hvað það er, sem skilur þær frá öðrum sögum af íslenskum börnum í sveit og bæ. Eitt er það, að Stefán flýtir sér aldrei, og þó gerist margt hjá honum. Sögurn- ar líða áfram eins og djúpt og straumþungt fljót, ekkert gleymist, allt flýtur með, stundum sést til botns en oftast órar mann aðeins fyrir dýpinu. Enga persónu skilur Srefán við hálf- karaða. Hann gefur sér góðan tíma til að sýna okkur þetta fólk við fjölbreytilegar aðstæður, við kynnumst öllum hliðum þess, góðum og illum. I bókarlok er heimur sögunnar einnig okkar heimur. Já, ég gæti haldið áfram að ausa Stefán lofi lengi enn, allt þar til lesend- um mínum færi að verða illt innan um sig, og þó hefði ég ekki sagt orð um of. Auðvitað er margt í sögum Stefáns, sem fullorðinn skilur betur en barn. En börn eru vön að skilja ekki allt í þeim margbrotna heimi, sem þau lifa í, og þær mörgu barnabækur sem gera lífið ein- falt og auðskilið falsa það líka um leið. Þessar sögur uppfylla einar hér nefndra bóka ísienskra öll þrjú hlutverk barnabóka, sem ég nefndi í upphafi. Sagan hans Hjalta litla og Mamma skilur allt eru myndskreyttar af rússneskum listamanni, Orest Vereiskí. Myndir hans eru í gæðaflokki, sem ekki er algengur í íslenskum barnabókum, gerðar af smekkvísi og vandvirkni, þótt nokkurn rússneskan svip megi e. t. v. sjá á fólkinu. Undraflugvélin eftir Armann Kr. Einarsson var einnig endurútgefin á árinu. Bækurnar um Árna í Hraunkoti voru meðal fyrstu bóka Armanns, og skortir mikið á að þær geti talist verulega góðar. Þær eru sviplitlar að yfirbragði, persónusköpun einhæf og lýsingar orðmarg- ar en ekki að sama skapi lifandi og lýsandi. Til dæmis kemst höfundur hjá því að segja frá námi Arna í flugi með því að skjóta sér á bak við setningar á borð við þessar: „Arni vissi ekki, hvernig tíminn leið. Hann rankaði fyrst 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.