Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 27
SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR:
ÞANKAR UM BARNABÆKUR
Ekkí er mér allsendis Ijóst, þegar ég sest við
ritvélina, hvað ég á að segja um barnabækur
síðastliðins árs. Eg hef af gæsku minni nú um
nokkurt skeið skrifað um barnabækur fyrir
eitt dagblaðið í borginni, og gekk allt vel í
fyrsm. Utgefendur voru óðfúsir að senda mér
bækur sínar til umsagnar. En brátt fór að
bera á tregðu. Eg fékk á mig slæmt orð. Og
nú eru sumir útgefendur hættir að senda mér
bækur sínar, sumir velja mér þær bækur, sem
þeir halda að mér falli í geð, en aðrir bjóða
skrattanum enn birginn. I ofanálag hefur mér
ekki tekist enn að þrælast gegnum allan bunk-
ann, sem mér þó var sendur fyrir síðustu jól.
Þetta verður því ekki tæmandi yfirlit heidur
aðallega athugasemdir um nokkrar íslenskar
bækur sem komu út 1973.
Barnabækur finnst mér eiga að gegna þrí-
þætm hlutverki. Þær eiga að þroska með börn-
unum góðan bókmenntasmekk, sem fylgir þeim
síðan ævilangt. Þær eiga að hjálpa börnum tii
að skilja samfélagið, sem þau búa í, vekja
þau til umhugsunar um það sem illa fer þar og
efla með þeim skilning og ást á mannfólkinu.
Og þær eiga að vera börnunum til yndis og
skemmrnnar, síðast en ekki síst.
Enn sem fyrr er dreifbýlislíf í þátíð ríkjandi
í íslenskum barnabókum. Endurútgáfur áHjalta-
bókunum, Undraflugvélinni og Skemmtilegum
skóladögum valda hér nokkru um, en auk
þeirra bóka má nefna bækurnar um Siggu og
skessuna, Sumardaga í Stóradal og Púkana á
Patró. Aðeins þrjár af fjórtán íslenskum bók-
um, sem ég hef undir höndum, gerast í þétt-
býli í nútíðinni. Og líf nútímabarns í borg er
efni aðeins einnar bókar beinlínis. Það er sagan
Úlla horfir á heiminn eftir Kára Tryggvason.
Úlla er á barnaheimili og á einstæða móður;
sagan segir í smáþáttum frá daglegu lífi henn-
ar.
Tvær sögur, Asta og eldgosið í Eyjum eftir
Rúnu Gísladóttur og Þóri S. Guðbergsson og
Niður um strompinn eftir Ármann Kr. Einars-
son, sækja efni sitt í atburði sama árs og þær
komu út, eldgosið á Heimaey. Þetta er lofs-
vert framtak, en þó mætti örlítið að því finna.
Þegar atburðir eru nýafstaðnir eins og Heima-
eyjargosið, hlýtur menn að skorta yfirsýn til að
gera því verulega vandleg skil. Það liggur við
að manni detti í hug, að verslunarsjónarmið
hafi einhverju ráðið um, að höfundar flýttu sér
svona voðalega að koma þessum bókum frá sér.
Um vanda barna frá Vestmannaeyjum, sem
skyndilega voru rifin upp án þess að hirða um
ræturnar, þyrfti að fjalla af nærfærni og næmri
tilfinningu og fylgja efninu eftir lengur en
nokkra daga eftir byrjun gossins.
Tvær sögur enn gerast í nútímanum, en
hvorug þeirra fjallar um daglegt líf barna í
landinu, eða það ætla ég að vona. Hljóðin á
heiðinni eftir Guðjón Sveinsson gerist uppi á
öræfum og fjallar um viðskipti unglinga og
forhertra sauðaþjófa. Hin sagan er Rikki og
Nikki berjast við eiturlyfjasmyglarana eftir
Einar Loga, og segir titill allt sem segja þarf
um efnið. Sagan gerist í þorpi úti á landi.
Þangað sendir höfundur söguhetjur sínar, þótt
þeir búi annars í Reykjavík. Þorp úti á landi er
viðráðanlegra umhverfi en höfuðborgin. Báðar
þessar sögur eru eftirlíkingar á útlendum glæpa-
27