Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 17
uð Arnóri jarlaskáldi, en handritið, sem hún
finnst í, A. M. 743 4°, er frá 17. öld með
hendi Ketils Jörundssonar, og verður því að
treysta þessari heimild varlega. Hitt dæmið,
sem Finnur nefnir og virðist verðugt athug-
unar, er í vísu, sem Snorri Smrluson segir
vera eftir Eystein Valdason: Vllz mag[s] hnefar
skvllv.1 Eysteinn þessi er sagður hafa verið
uppi um 1000. Ekki treysti ég mér til að vé-
fengja þetta dæmi að svo komnu máli, en þess
má geta um goðsafnið Ullur, að samkvæmt
reglulegri beygingu u-st. hefði þgf. et. átt að
vera *Ylli, en heldur þykir mér ósennilegt, að
sú mynd sé til í fornu máli. Ef þgf. mynd forn-
máslins er Ulli, eins og mér þykir líklegast,
hefur orðið, þegar að því leyti, haft óreglu
nokkra miðað við orðið sonr (sunr), þgf. syni.
l. 2.3 Endingarlaust þgf. et. (vgnd) telur Nor-
een nokkru yngra en i-end. (+ i-hljv.) og aðeins
í vissum orðum.2 Eftirfarandi dæmi fundust
hjá Larsson um endingalaust þgf. (Skammstaf-
anir Larssons á heimildum eru hér látnar halda
sér.): lit: H (Hómilíubókin) 7:7, (ekkert dæmi
umþgf.með-i); Jiþ: H 128:18; 133:7; 203:30;
211:25; 645 (AM. 645 4°) 35:10; 41:20;
119:4; siþnow. H 131:19 (ekkert dæmi um
þgf. með -i); af rætt: Grg. (AM 315 fol. D,
Grágás) 3:25. (Þótt Larsson telji hér af rætt
vera þgf. af kk. orðinu afréttur, getur hér allt
eins verið um að ræða kvk. orðið afrétt, sem
dæmi eru um í fornu máli,3 svo þetta dæmi
verður að afskrifa.)
Finnur Jónsson telur, að endingarlausar þgf.
myndir í et. komi fyrst upp á 12. öld nema
í orðum með i í rótinni.4 Virðist helzt að skilja
orð hans svo, að síðarnefndu orðin finnist fyrr
endingarlaus í þgf., sbr. það, að hann nefnir
m. a. eftirfarandi dæmi úr vísu, sem tilfærð
er í Heimskringlu og sögð vera eftir Sighvat
Þórðarson: dagr náðit lit fpgrum.5 Kemur
þetta að því leyti heim við vitnisburð elztu
hdr., að endingarlaust þágufall er alls ráðandi
í heimildum Larssons í orðunum siþr og litr.
Hins vegar hafa orðin friþr, kviþr (== magi)
og liþr einungis i-þgf. í elztu hdr. Þess má geta,
að orðið litr kemur ekki fyrir í elzm hdr. í þf.
flt., en að sleppm þgf. et. var þf. flt. *litu eina
fallið, sem skildi á milli beygingar þess og i-
stofna eins og vinr. Hins vegar hefur siþr ein-
ungis u-myndir í þf. flt. í elztu hdr.
Enn skal minnzt á endingarlausa þágufallið
kjgl í Háttatali Snorra Smrlusonar, sem Finnur
Jónsson tilfærir á bls. 55. í Skjaldesprog:
Haka skaka hraNir blavckvm
hliþar miþar vnd kiol niðri.0
Ef Snorri hefur ort þetta svona, er þetta
elzta dæmið, sem ég hef undir höndum, um
endingarlaust þgf. í orði með u-klofningu í
nefnifalli. Ftnnur Jónsson7 nefnir rímbundin
dæmi um þgf. skjaldi (af skjpldr) í kveðskap:
haldir fast ok skjaldi (eignað Kormáki);8 hjaldrs
á mínum skjaldi (eignað Þórarni svarta í Eyr-
byggju).9 Þessi tvö dæmi skortir mig lærdóm til
að geta véfengt, en í vísuorðinu: hjaldr urpum
þá skjaldi (Þormóður Kolbrúnarskáld, Lausa-
vísa l.),10 er myndin skalldi í AM. 142 fol.,
sem talið er vera frá um 1700, en í öðrum hdr.
er skildi, en hvergi skjaldi. Þó skal ekki fullyrt
hér, að skjaldi sé ekki upprunalegt, því ef hin
dæmin tvö mega teljast traust, gæti myndin á
þessum stað allt eins verið gömul.
Um þgf. et. í elzta máli má að lokum bæta
því við, að í orðasafni Larssons fundust dæmi
um þágufallsmyndanirnar Itysti (v/ hlið venjul.
t Edda Snorra Sturlusonar ved Finnur Jónsson,
Khöfn. MCMXXXI, bls. 95. (Vísuhelmingur sá,
sem hendingin er í, er ekki í Uppsalabók.)
2 Sjá Altnord. Grammat., bls. 274.
3 Sbr. Fritzner: Ordbog over det gamle norske
sprog og Hægstad og Torp: Gamalnorsk ordbok.
4 Skjaldesprog, bls. 55.
5 Sbr. Heimskringlu II, íslenzk fornrit, XXVII,
Rvík. MCMXLV, bls. 382.
6 Snorra Edda, F. J. bls. 232.
7 Skjaldesprog, bls. 56.
3 Sbr. Kormáks saga hrsg. Th. Möbius, Halle 1886,
bls. 15, 92. og 118.
9 Sbr. íslenzk fornrit IV, bls. 43.
1° Skjaldedigtning I. A, bls. 281.
17