Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 29

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 29
við sér, þegar kennslustundinni var lokið." Bæk- ur Armanns um félagana Ola og Magga eru mun betri og hefði fremur átt að gefa þær út aftur. Annars hefur Armann það aðallega sér til ágætis, að hann kann að segja sögu þannig að allt komist til skila, þótt ekki séu þær eins miklar á dýptina og lengdina. Af þýddum bókum hef ég ekki lesið mikið. Æsisögur eru enn áberandi meðal þeirra, og þær les ég ekki ótilneydd. Nokkrar afbragðssög- ur má þó nefna. Fyrsta bókin um Jósefínu eftir Maríu Gripe er með betri bókum, sem ég hef lesið. Jósefína eist upp við óvenjulegar aðstæður og er óvenju- legt barn, en þráir að verða venjulegt barn, þó án þess að gera sér grein fyrir því. Sagan ber með sér að hún er unnin af óvenjumikilli vandvirkni, persónum er lýst af mikilli nær- færni og manngæsku. Það skín út úr sögunni, hversu vænt höfundi þykir um fólkið sitt með kostum þess og göllum. Bækur Anne-Cath. Vestly um Aróru og Litla bróður og Stúf eru einnig óvenjulegar, einkum held ég að allir hafi gott af að kynnast Aróru og fjölskyldu hennar. Þetta eru merkilega for- dómalausar bækur og sjálfsagt ætlaðar til þess öðrum þræði að losa fólk við hefðbundna for- dóma. Og þegar ég minnist á fordóma sé ég, að ég gleymdi að geta um eina góða íslenska bók fyrir lítil börn, Rauða fiskinn eftir listamann- inn Sigrúnu Guðjónsdóttur. Þetta er ævintýri með félagslegum boðskap, smekklega gerður texti og frábærlega fallegar myndir. Mikið stefnuleysi er ríkjandi hér í sambandi við þýðingar, þótt úr því hafi ræst á allra- seinustu árum. Yfirleitt er ástandið mun skárra í barnabókum en unglingabókum, þótt árlega séu gefin út ævintýri Andersens svo útþynnt, að hann þekkti þau ekki sjálfur þótt hann læsi þau, og Doddabækur og annað þvílíkt dót, sem flytur glæpasöguna allt niður í rimlarúmið á firna lélegu máli. Og kannski mætti bæta við ævintýrum Andrésar andar og familíu, sem upp- fræða börnin í kænskubrögðum braskarans og auðjöfursins, sem alltaf fer með sigur af hólmi. En unglingabækurnar eru verr á vegi staddar. Kannski eru ekki skrifaðar góðar sögur fyrir unglinga í útlöndum? Þessar bækur eru vand- lega aðgreindar eftir kynferði og oftast er sögu- formúlan bundin við kyn söguhetju. Smá- heimiliserfiðleikar og ástarsorgir handa telpun- um, sem trúlofast helst ekki síðar en sextán ára, hetjudáðir og njósnastarfsemi handa drengj- unum, sem hafa aldrei augum barið kvenmann á ævi sinni — eða fara vandlega dult með, ef svo er. En á síðustu árum hefur kvenfólkið sótt æ oftar inn á svið karlmannsins, hér sem annars staðar, og stundar nú njósnir og glæpa- rannsóknir af krafti. Við þetta stand dvínar áhugi þeirra á trúlofunum, en piltarnir eru samt á sínum stað — við hlið þeirra. Eg vil endilega fá bók um stúlku, sem verður barns- hafandi 15 ára og fær fóstureyðingu. Og sú bók má einnig fjalla að jafnmiklu leyti um strákinn, sem stendur í þessu með henni. En nú er ég komin inn á hálar brautir og pistillinn líka orðinn nógu langur. Eg vil að lokum biðja þess í hljóði, að menn minnist þess, að barnabækur eiga líka að vera bók- menntir. Þær eiga að þroska börnin sem bók- menntafólk. Sá maður, sem álítur að hann geti skrifað fyrir börn, af því að hann þekkir börn vel (hefur kennt lengi) og vill ef til vill boða þeim einhvern boðskap, fer villur vegar. Það þarf meira til en viljann ef skapa á lifandi bók- menntir. Það þarf hæfileika, sköpunargáfu, elju- semi og sjálfsgagnrýni •— meðal annars! Silja Aðalsteinsdóttir. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.