Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 41

Mímir - 01.02.1974, Blaðsíða 41
í hugsunum Önnu, þar sem hún rifjar upp for- tíðina, sjáum við, hvernig hún hefur orðið eins og við hittum hana fyrir tómláta, sljóa og kald- lynda. Anna er fjórtán ára, þegar herinn kemur. Afi hennar tekur sig til og hyggst græða á her- mönnunum með því að kaupa hesta, sem hann leigir til útreiðar. Þegar fram líða srundir læmr gamli maðurinn barnabarnið fara með hermönnunum í útreiðartúrana: „Við drukkum bjór úr dósum. Það var anzi skemmti- legt. Síðan féll áhuginn niður, sagði hún og yppti öxlum." (40) Amma Önnu er gegn vilja sínum farin að þjóna Ameríkananum, þvo þvotta o. s. frv. og Anna, fimmtán ára, verður ástfangin. Og svo fara hermennirnir. „Hann hafði skilið eftir tvo dunka fulla af kaffi og eitthvað, sem líktist heimilisfangi og Hermann í kviði mínum." (75) Gamanið er sem sagt búið. Maðurinn sendir Önnu mynd af sér, eiginkonunni og börnunum og hún fær sent meðlag frá útlöndum. Svívirð- ingarnar ganga yfir hana stanslaust úr öllum átt- um. Fljótlega giftist hún Má (hálfbróður sínum skv. ókunnugu konunni) og þau eiga saman eina dóttur, sem er fáviti. Már er gallagripur og hjónaband þeirra er ekki eftirminnilegt fyrir Önnu. Þannig er æviferill Önnu, ég kem að umhverfi hennar síðar. Barnið, sem Ameríkaninn skilur eftir er skírt Hermann. Lýsing hans er feikilega vel gerð. Hermann er gamalt barn, ef svo mætti að orði komast. Hann hefur hina stutm ævi sína verið í stöðugri sjálfsvörn, gegn umhverfi sínu. Sjálfsvörn, þar sem öllum brögðum er beitt til þess að ná yfirhöndinni í hinu grimmd- arlega samfélagi barna í þorpinu. Eina tilfinn- ingasambandið, sem hann hefur, er við Dídíju, systur sína — fávitann. Hún hefur verið vörn hans og stolt um leið... „Eftir að hann lét Dídí leika listir sínar fyrir þá, hættu þeir að hrekja hann heim með grjótkasti," (135) ... og þegar hún hættir að vera það, þegar drengurinn er að missa hana ofan í siðblindu- forað fullorðnu mannanna fyllist hann djúpri en kaldri örvæntingu: „Þá braut hann niður kofann og jafnaði hann við jörðu. Engu að síður týndist hún næstum því á hverjum degi. Hann horfði á hana og hugsaði. ég verð að ræna tvíhleypu haglabyssu og skjót’ana" (150) Hermann er átakanlegasta dæmið um það sjúka samfélag, sem lýst er í bókinni. Og það er samfélagið, sem mestu máli skiptir í þessari bók, því að einstaklingarnir eru, í orðsins fyllstu merkingu, samdauna umhverfi sínu. I frásögn ókunnugu konunnar kynntumst við því, sem var fyrir stríð. Þessir kumbaldar við sjóinn voru engan veginn neinn sælureitur og fólkið, sem þar bjó, var sóðalegt og fáfrótt. Svo kom stríð- ið og stríðsgróðinn og herinn. Lítið og ljótt þorp með beina- og lýsisverksmiðju sprettur upp úr jörðinni, og til hliðar við það er herstöð- in. Áhrif amerísku herstöðvarinnar á hið frum- stæða samfélag, sem fyrir er láta ekki á sér standa: „... en þeir gengu í tjöldin og sátu þar. már var þar. allir vo.ru þar og biðu eftir gjöfum." (58) Sumir reyna að græða á hermönnunum og svíf- ast einskis (sbr. afa Önnu) aðrir standa varnar- lausir, kunna ekki hermannamál og geta þar af leiðandi ekki sagt þeim að fara (sbr. ömmu Önnu). Að lokum fara þessir hermenn og þess- ari herstöð er lokað, en eftir stendur lítið og ömurlegt þorp, fýlu- og reykspúandi verksmiðja og spiilt samfélag. Efnahagur manna heldur áfram að blómgast eftir stríð. Þorpsbúar eiga margir hverjir hús og allir eiga bíla, en það er óþefur af öllu saman. Sóðaskapur er fólkinu eiginlegri en hreinlæti, í börnunum speglast viðhorf hinna 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.