Mímir - 01.02.1974, Síða 19

Mímir - 01.02.1974, Síða 19
virðist hægt að gera grein fyrir stofntilbrigðum þeirra með morfófónemískum reglum, ef gengið er út frá grunnmynd með e. Eftir sniði III beygjast reglulega skv. Valtý Guðmundssyni 5 orð auk tveggja óreglulegra, ás og spónn. Þessi orð, sem hafa á í stofni, i nema spónn, hafa i-hljv. {ce) á undan i-hljóð- varpsendingum. Snið IV er heldur strjálbyggt, þar er sonur eina orðið, en það sýnir i-hljóðvarp í sömu föllum og snið III, svo e. t. v. má fella þessi tvö mynztur saman í eitt. III Sagan 3.0 Hljóðsögulegar breytingar í íslenzku hafa fæstar haft mikil áhrif á þróun hinna fornu u-stofna, t. a. m. tilkoma stoðhljóðsins, r “* ur /C— | f | í áherzlulausu atkvæði og breytingarnar 9, 0 > ö og i, y > I. Þessar breytingar ollu ekki samfalli neinna beygingar- mynda í u-stofnum. Hins vegar olli samfall löngu sérhljóðanna á:ó og ó:nefjað ó nokkurri röskun. Þá féllu saman stofnsérhljóðin í orðum, sem beygjast eins og háttur, í fornmáli hóttr (t. a. m. blóstr bólkr (< bplkr), dróttr. gróðr, hQttr, órr, Óss), í nf., þf. et. og þf., þgf. flt. annars vegar og ef. et. og flt. hins vegar. I orðinu spónn, í elzta máli spónn (nefjað <?) gerðist það, að í nf., þf. et. og þf., þgf. flt. kom upp ó, sem nýtt stofnsérhljóð í þessum beygingarflokki, en beyg- ingu þessa orðs að fornu hefur mér ekki gefizt tími til að rannsaka nægilega vel til að fullyrða neitt um hana, en þess má geta, að það hefur í nútíðarmáli reglulega ef.-myndina spóns (ekki spánar).Breytingin ó (nefjað),ó > ó er talin ger- ast á 11. og 12.öld og breytingin 9, á > á á svip- uðum tíma eða nokkra síðar.1 Þessar tvær breyt- ingar, og þó sérstaklega samfall ó og á, hafa á sínum tíma valdið nokkrum klofningi í beyg- ingarflokki u-stofnanna, þar sem skil mynduð- ust á milli morfófónemísks breytingamynzturs í stofni þeirra orða, sem samsvara I og III beygingarsniði í nútímamáli (köttur: kattar, háttur: háttar.) Hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir þróun u-stofnanna á síðari öldum, skal ósagt látið að sinni. Nokkuð er um það, samkvæmt handbókum, að útjöfnun eigi sér stað milli falla í sérhljóða- tilbrigðum rótar. Nokkur dæmi slíks í þgf. et. í fornmáli eru nefnd í 1.2.3 hér að framan. Þessar breytingar er ekki hægt að segja, að hafi verið mjög afdrifaríkar í sögu u-stofnaflokksins í heild. Myndir eins og ef. flt. björna og hjörta eða þgf. flt. birnum, skilldum, sem Bandle nefnir, að komi fyrir í Guðbrandsbiblíu,2 held ég ekki, að hafi skipt miklu máli í þróun beygingarflokksins. Hins vegar eru þess dæmi, að einstök orð hafi annað hvort klofnað í tví- myndir eða tekið upp eitt sérhljóð í stofni, þar sem áður voru fleiri. Afdrifaríkast var þetta í orðum, sem beygjast að fornu eins og fögnuður, en þar komu upp tvö beygingarsnið.3 Annars held ég, að í nútímamáli sé svona óregla í stofnsérhljóðum sjaldgæf. 3.1 Sú breyting, sem fyrst blasir við, ef borin era saman beygingardæmin í 2.0 og 1.1, er sú, að þf. flt. hefur fengið endinguna -i (+ i-hljóð- varp) í stað endingarinnar -u (-0) (+ u-hljv. eða klofning) í fornu máli. Ending þessi mun upprunalega hafa átt heima í i-stofnum (nf. staðir, þf. staði), en á þeim tíma, sem sennilegt er, að þessi breyting hafi orðið í u-stofnunum er endingamynztrið -ir, -i, -um, -a í flt. í nokk- urri sókn og útbreiddara en það var í fornu máli.4 Noreen telur, að endingin -i (+ i-hljóðvarp) 1 Sjá t. a. m. Hreinn Benediktsson: Early Icelandic Script as Illustrated in the Vernacular Texts from the Twelfth and Thirteenth Centuries, Rvík. 19'6 5, bls. 62. 2 Die Sprache, bls. 244., sbr. ennfr. Málið bls. 56., Isl. orðm., bls. 22. og myndina giallti af göltur hjá Jóni Magnússyni. Sjá gr. 3.1 hér á eftir. a Sjá t. a. m. Bandle: Die Sprache, bls. 242—46. Sjá ennfremur gr. 1.1. hér að framan, nmgr. 2. 4 Sjá t. a. m. Bandle: Die Sprache, bls. 192 o. áfr. 19

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.