Mímir - 01.02.1974, Page 20

Mímir - 01.02.1974, Page 20
koxni fyrir þegar í elzta máli í nokkrum orðum: limr, sonr / stmr, (þf. flt. sfine, syne), órr (ære), óss (cese).1 Eins og áður getur, fær þetta stuðn- ing af einu dæmi hjá Larsson, ?fe af orðinu óss, sem reyndar er sagt, að hafi einnig a-stofna- beygingu í fornmáli (áss, nf. flt. ásar).2 Björn K. Þórólfsson telur, að -i í þolfalli komi ekki fyrir fyrr en á síðari hluta 13. aldar, en u-stofnar haldi yfirleitt hinni fornu mynd fram yfir 1500.3 Stefán Karlsson hefur bent mér á nokkur dæmi úr frumbréfaútgáfu sinni4 um þolf. flt. u-stofna, og hafa þau öll hina fornu u-endingu: vestfiordu (333-2—3) Barð. 1450; Rettu (113.30) Eyjafj. 1401; Retthu (113-37) Eyjafj. 1401; farueghu (42.9) Skag. 1371; vidu (91.5) Skag. 1393; vido (289-22) Skag. 1442; torf- uollu (74.8) Hörgárdalur 1387; steinauollu (bæjarnafn) (154.3) Fljót 1416; huit'ár vollu (308.9—10) Hún. 1445. Stefán telur þessi dæmi sín benda frekar til þess, að i-endingin í þf. hafi ekki verið algeng í þeim bréfum, sem í útgáfunni eru, því sennilega hefði hann rekið augun í það, ef beygingin hefði verið á reiki. I Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar er að sögn Jóns Helgasonar5 hin forna beyging u- stofna að mestu leyti enn við lýði. Hann nefnir fjögur dæmi um þf. flt. á -i, og eru þrjú í orðinu sonur, en hann nefnir líka dæmi um þf. flt. sonu (bls. 54.). Auk þess nefnir hann orðmyndina sofnudina (bls. 62.). Orðin með -að/-uð viðskeytinu höfðu þegar í fornu máli i-end. í þf. flt. sbr. t. a. m. fagnaþe hjá Larsson (Hómilíubók 54:4; 178:5). Orðið siður, sem í elztu hdr. er endingarlaust í þgf. et. nefnir Jón að hafi hér þf. flt. siðu, en nefnir ekki, að það endi á -i f Nýja testamenti Odds. Oskar Bandle segir, að þf. flt. endi í Guð- brandsbiblíu ýmist á -i eða -u, en -u sé enn töluvert (bedeutend) algengara. Telur hann hins vegar, að -i endingin sé í sókn á síðari hluta 16. aldar.0 Dæmi þau, sem Bandle nefnir um i- þf. flt. í Gb., eru allmiklu fleiri en þau, sem Jón Helgason nefnir, og virðist af þeim ekki sjáanlegt, að það fari neitt eftir stofnsérhljóði, hvor fallmyndin er. T. a. m. koma fyrir tvímynd- irnar vide og vidu af viður, Grunduelle og Vfittu af völlur og Skillde og Skifilldu af skjöldur. Björn Karel7 nefnir nokkur fleiri dæmi frá 16. öld um i-þf., og kemur það, sem hann segir, vel heim við það, sem áður var haft eftir Bandle um ástandið á 16. öld. Björn bætir því við á sama stað, að á 17. öld fái „þessi flokkur í heild sinni i-stofna fleirtölu”. I málfræðibók Runólfs Jónssonar, sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1651,8 er gefin þessi regla á bls. 54.: „Accusativus Pluralis Masculin- orum formatur á Nominativo Plurali, rejecto R finali, ut ab hestar est hesta... Sic á Daler Dale / hvaler hvale / Saler Sale / Vetter Velle / etc." Þarna slæðist með u-stofnaorðið völlur. Hvort óhætt er að túlka þessa reglu Runólfs svo, að þf. flt. í upprunálegum u-stofnum hafi yfirleitt endað á -i í hans máli, skal ósagt látið, enda hefur málfræði hans yfirleitt ekki talizt til hinna traustari heimilda. I málfræði Jóns Magnússonar, Grammatica Islandica, sem samin er á árabilinu 1733—38, 1 Altn. Grammat., bls. 274. Rétt er að geta þess í þessu samhengi, að við lauslega athugun á orða- safni Onnu Holtsmark (Ordforrádet i de norske hándskrifter til ca. 1250, ved Anne Holtsmark, Oslo 1955),fannst eitt dæmi um þf. flt. á -i: ttmi (af limur) við hlið limu. 2 Sjá Finnur Jónsson, Skjaldesprog, bls. 55. (Dæmið er reyndar úr Laufáss-Eddu.), Noreen, bls. 273. og Isl. tunga í fornöld, bls. 207. Ennfr. A. M. Sturtevant, Scandinavian Studies, 19-, bls. 82. 3 Um ísl. orðm., bls. 22. Sjá áður tilvitnuð ummæli Bandles, gr. 1.2.4. 4 Stefán Karlsson: Islandske orginaldiplomer indtil 1450, Ed. Arnamagnæanæ, Ser. A. vol. 7., Khöfn. 1963. 5 Jón Helgason: Málið á Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar, Safn Fræðafélagsins VII, Khöfn. 1929, bls. 53. o. áfr. 6 Die Sprache, bls. 241—242. 7 Um ísl. orðm., bls. 84. s Grammaticæ islandicæ rudimenta... per Run- olphum Jonam, Hafniæ 1651. 20

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.