Úrval - 01.12.1979, Síða 26
24
ÚRVAL
samband okkar (hjónaband), — svo
sem um fjárhagsafkomu okkar,
menningarstig, stétt, ástina okkar í
milli og svo framvegis?
7. Fjármál:
Hve miklar tekjur hefur hvort
okkar?
Hvort eyðir þeim?
Hvort er fjármálastjórinn?
Hver annast bókhaldið?
Lít ég (við) á peninga sem vald?
Lít ég (við) á peninga sem ást?
Kynlíf:
Lítum við bæði á kynlíf sem gleði-
gjafa eða aðeins til að eignast börn,
eða sem skyldu við hitt?
Greinir okkur á um hve oft við
ættum að njóta kynlífs?
Hvort á frumkvæðið til þess?
Höfum við mismunandi skilning á
kynlífi, hvernig við getum náð eða
auðgað hámark þess? Erum við
sammála um gildi kynferðislegrar
tryggðar?
Hvernig snertir skilningur minn
(okkar) á ást skynjun mína (okkar) á
kynmökum og fullnægju þeirra?
9. Gildi.
Erum við almennt sammála um
fjármál, menningu, skóla, heimiii,
persónulega siðfræði, trúmál,
stjórnmál og önnur mál okkar í milli?
10. Vinir.
Hvaða afstöðu höfum við hvort til
annars vina?
Hvers væntum við hvort um sig af
vinum okkar?
Getum við átt sameiginlega vini og
einkavini þar fyrir utan?
Hverjar eru grundvallarreglur
okkar í umgengni við vini í vinnunni,
persónulega einkavini, vini af
gagnstæðu kyni?
Getum við bæði skilið, að við
getum ekki fullnægt öllum
tilfínningalegum og félagslegum
þörfum hvors annars?
11. Hlutverk.
Hvaða ábyrgðar væntum við hvort
af öðru?
Hvort annast um heimilisstörfín,
sér um innkaupin?
Hvort tekur á sig þá ábyrgð að afla
fjár til rekstrar heimilinu, að annast
um börnin, að sjá fyrir ieyfum og
tómstundagamni, skemmtunum,
fjárhagsáætlunum í stórum dráttum?
Skipum við hlutverkum eftir hefð-
bundnum kynhugmyndum eða
getum við gripið hvort inn í annars
verk, deilt þeim með okkur, eða
erum við nógu sveigjanleg til þess að
skipta hlutverkum eftir þörfum,
þegar þannig stendur á?
Hvernig tökum við ákvarðanir um
það sem rætt hefur verið hér að ofan?
12. Áhugamál:
Ef annaðhvort okkar hefur áhuga á
einhverju efni, gerir það þá kröfu til
að hitt taki einnig þátt í því? Finnum
við til kvíða, sektar eða ósamræis, ef
áhugamál okkar fara ekki saman?
Virðum við eða gremst okkur
mismunur á áhugamálum okkar í
störfum eða tómstundastörfum?
Hvaða áhugamál hvors okkar er vís-
bending um sjálfstæði, hvaða
áhugamál gefa vísbendingu um þörf