Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 94
92
ÚRVAL
meira af ótta við að Vampíran
„stollaði”, en ég setti lofthemlana á.
Þotan nötraði þegar hemlarnir
lögðust í loftstrauminn en hægði svo
ásér niðurl 280hnúta.
Þá kom hinn flugmaðurinn til
móts við mig, sveigði upp að væng-
broddinum hjá mér vinstra megin.
Við réttum okkur af saman. Tunglið
var hægra megin við mig og skugginn
af minni vél lagðist yfir hans, en samt
sá ég glitra á tvær skrúfur framan á
vængjunum hjá honum. Auðvitað
gat hann ekki flogið á sama hraða og
ég. Ég var á orrustflugvél með þotu-
hreyfli, hann á bulluknúinni skrúfu-
vél af eldri gerð.
Hann hélt sömu stefnu fáeinar
sekúndur, en sveigði síðan lítið eitt tii
vinstri. Ég fylgdi. Af afstöðunni til
tunglsins vissi ég, að við stefndum
aftur upp að Norfolk ströndinni, og í
fyrsta sinn sá ég hann nokkuð greini-
lega. Mér til undrunar sá ég, að hirðir
minn var De Havilland Mosquito,
sprengju- og orrustuflugvél síðan úr
heimsstyrjöldinni fyrri. I flug-
klefanum sá ég móta fyrir flugmann-
inum. Hann var með hægri höndina
úti við gluggarúðuna, lófann niður.
Nú benti hann snöggt fram og niður
nokkrum sinnum, sem þýddi:
,,Lækkum okkur.”
Ég kinkaði kolli og lyfti vinstri
höndinni svo hann gæti séð hana,
benti með vísifingrinum fram á
mælaborðið hjá mér glennti svo fimm
fingur út 1 gluggann og endaði með
að draga vísifíngurinn yfír barkann á
mér. Þetta er merkjamál, sem þýddi
að aðeins væru fímm mínútur þangað
til vélin hjá mér dræpi á sér af
eldsneytisleysi. Ég sá höfuðið með
þéttsniðinni leðurhúfu, gleraugum
og súrefnisgrímu, þegar hann kinkaði
kolli til merkis um að hann skildi
mig. Svo stungum við okkur niður að
þokunni. Hann jók hraðann og ég
tok lofthemlana af aftur.
Hann rétti af aftur í 300 fetum.
Þokan var enn fyrir neðan okkur.
Líklega lá þokan alveg við jörð en
náði ekki nema svo sem hundrað fet
upp, en það er líka meira en nóg til
að koma í veg fyrir lendingu án
stýringar frá jörð. Ég gat vel ímyndað
mér upplýsingastreymið frá radar-
stofunni inn í heyrnartækin hjá
manninum, sem flaug við hliðina á
mér. Ég hafði ekki augun af honum,
því ég óttaðist að missá af einhverju,
starði nær sífellt á höndina á honum
og beið eftirmerki.
„Fljúgðu áfram og lentu"
Eftir svo sem tvær mfnútur hélt
hann krepptum hnefa upp að glugg-
anum með fíngurna niður. Svo
glennti hann út fingurna upp við
rúðuna. Þetta þýddi: ,,Settu hjólin
niður.” Ég ýtti handfanginu fram og
fann rykkinn þegar hjólin þrjú fóru
niður. Sem betur fer var þeim
stjórnað með vökvaafli, en ekki raf-
kerfínu bilaða.
Flugmaðurinn í hinni vélinni benti
niður aftur, til merkis um að lækka