Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 119
DA UÐINNI HEILANUM
11
Þeir stóðu upp og tókust i hendur.
Starf Brockmans var orðið að arf-
leifð. Bæði pabbi hans og afí höfðu
verið læknar, skurðlæknar, prófessor-
ar í skurðlækningum, yfírlæknar á
sínum deildum. Þegar þessi lágvaxni
maður 161 sm á hæð, sem nú var 63
ára, kom inn í skurðstofu, gerði hann
það að frumskilyrði, að þar væri
enginn tími, engin truflun, enginn
yrði svangur eða innantómur. ,,Það
er ekkert sem krefst eins mikillar ein-
beitingar og nákvæmni og heila-
skurður,” sagði hann. ,,Engin önnur
skurðaðgerð krefst eins mikillar
ábyrgðar og þess að hver maður leggi
sig allan fram, enginn annar sem
felur í sér jafnmargar ákvarðanir. sem
hver og ein skilja milli lífs og dauða.
Þegar Brockman ræddi um skurð-
lækningar, komu hvað eftir annað í
ljós tvö aðskilin en þó samofín tema:
Hið frumstæða og kynmettaða á
annan bóginn, en „stjórnin á
valdinu” hins vegar. „Skurðlæknar
eru innbrotsmenn, þeir grípa fram í.
Þeir eru að eðlisfari atorkumenn,
menn sem leita lausna. Við fáumst
við hættu, blóð, vald, sigmmst á
karlinum eða konunni á skurð-
borðinu. Það er ekki af tilviljun, sem
svo margar eiginkonur sjúklinga
verða ástfangnar af skurðlæknunum.
Erum við ekki karldýrin sem sigra
þeirra karldýr?”
HJÚKRUNARKONA Á KVÖLD-
VAKT var nýfarin frá Charlie, þegar
Brockman leit til hans.
,,Ertu hræddur?”
,,Já, nokkuð.”
,,Þú ert hræddur um að deyja.
Ekki vera það. Við vitum hvað við
erumaðgera.”
,,Gott,” svaraði Charlie og hló við.
Brockman tók í höndina á honum
og sagði: ,,Meðan þú getur hlegið er
þéróha-tt.”
Charlie reyndi að horfa á sjónvarp
um kvöldið, en það var tilgagnslaust.
Skelfingin reis í honum, hann sá fyrir
sér hryllingsmyndir af sjálfum sér
með höfuðið skorið í tvennt,
hendurnar á Brockman upp að úln-
liðum innan í höfðinu á honum. Um
níuleytið fékk hann Valium, og hálf-
tíma seinna kom vakthafandi skurð-
læknir, Benny Richmond, til að raka
af honum hárið.
Valíumið dugði. Charlie svaf vel
þangað til hann var vakinn snemma
næsta morgun. Það var talsverð vinna
að búa hann undir. Fyrst var holnál
sett í hægri úlnliðinn á honum og
byrjað að láta stereoída drjúpa í æð til
þess að minnka þrýstinginn innan í
hauskúpunni. Hann var látinn gleypa
Dilantin og fenobarbitone gegn
krampa, Nembutal til að róa hann.
Svo kom starfsmaður skurðstofunnar
og trillaði Charlie í hjólarúminu fram
ágang.
KLUKKAN VAR HÁLF átta og allt
til reiðu í skurðstofunni. Hjúkrunar-
konurnar Millie Yeats og Esther
Woolf höfðu komið klukkan sjö tii að