Úrval - 01.12.1979, Side 36
34
ÚRVAL
þau og þau fylltust dimmu, meðan
hann skrifaði í flýti á spjaldið sitt:
, ,En systir ég þekki ekki nóturnar. ’ ’
Systir Mary Joseph brosti til hans.
„Gerðu þér enga rellu út af því,
vinur,” sagði hún. ,,Við guð skulum
sjáum það.”
Þótt ótrúlegt megi virðast breyttu
þau Drottinn, systir Maryjoseph og
Kirby hjúkrunarkona dauðvona
börnum, sem ekki höfðu neina sér-
staka tónlistargáfu, í frambærilegan
sönghóp á þremur vikum. Og litli
drengurinn sem gat hvorki talað né
sungið, fletti nótunum af fullkomnu
öryggi.
Það var kannski ekki minna undur,
að það tókst að halda þessu öllu
leyndu. Undmn Elizabethar var
ósvikin, þegar hún var leidd inn í
spítalakapelluna á afmælisdaginn
hennar og hún látin setjast í ,,önd-
vegi” (þægilegan hjólastól). Fallegt
andlitið varð rjótt af spenningi, og hún
laut fram til að hlusta betur.
Þótt aðrir tilheyrendur — tíu for-
eldrar og þrjár hjúkrunarkonur — sætu
aðeins örskammt frá söng-
pallinum, áttum við erfltt með að sjá
andlit söngvaranna skírt. En við
heyrðum vel til þeirra, meðan þeir
fluttu — ja, fremur ósamstæða —
söngskrá allt frá ,Jesús elskar mig”
til ,,Danny Boy.” Söngskráin réðst af
því af hvaða lögum Elizabeth hafði
dálæti á. „Munið bara að syngja
hátt,” hafði systir Mary Joseph sagt
með áherslu við litla sönghópinn,
áður en skemmtunin hófst. „Við
vitum að hún heyrir orðið afar illa,
svo þið megið ekkert draga af
ykkur. ’ ’ Og það gerðu þau ekki.
Söngskemmtunin var stórkostleg.
Elizabeth sagði að þetta væri besta
afmælisdagurinn, sem hún hefði
nokkurn tíma átt. Kórinn var næstum
að rifna af monti. Joseph ljómaði. Ég
er hræddur um að við hin höfum
aðallega úthellt meiri tárum.
Hver sá, sem ungengst fárveik börn
eða deyjandi finnur fljótlega, að það
er ekki vonleysið í aðstöðu þeirra, né
einu sinni líkamleg þjáningin, sem er
svo yfirþyrmandi. Það er dugnaður
þeirra, kjarkurinn, sem þau sýna
frammi fyrir því óumflýjanlega, sem
gengur manni næst hjarta.
Ég á enga prentaða söngskrá frá
þessari minnisverðustu söng-
skemmtun sem ég hef nokkurn tíma
verið viðstaddur. Engin hástemmd
gagnrýni var skrifuð. En ég hef aldrei
heyrt, né heldur býst ég við að heyra,
músík sem lætur betur í mínum
eymm. Ég þarf ekki annað en leggja
aftur augun til að heyra hana fyrir
innri eyrum.
Þessar sex ungu raddir em
þagnaðar fyrir mörgum ámm. Öll
börnin em sofnuð svefninum langa.
En ég veit að Élizabeth, sem nú er
gift kona og á gullinhærða,
græneygða dóttur, getur enn heyrt
með hugareymm sínum þessar ungu
raddir, sem vom eitt af því síðasta,
sem hún fékk að heyra. ★