Úrval - 01.12.1979, Side 101

Úrval - 01.12.1979, Side 101
HIRÐIRINN 99 RAF Lakenheath. Góða nótt og gleðileg jól.” Ég lagði tólið á og dró djúpt andann. Marham var 70 km í burtu, hinum megin í Norfolk. Lakenheath var meira en 70 km 1 suðvestri, í Suffolk. Það var ekki aðeins að mér hefði aldrei dugað eldsneytið til Mirriam St. George, heldur var þar allt lokað. Hvernig hefði ég þá átt að komast til Marham eða Lakenheath? Og ég hafði sagt flugmanninum á De Havilland Mosquito flugvélinni að ég ætti aðeins bensín í fímm mínútna flug eftir. Hann hafði staðfest að hann hefði skilið þau skilaboð. Þar að auki flaug hann allt of lágt eftir að við stungum okkur ofan í þokuna til að fljúga 70 kílómetra veg þannig. Maðurinn gat ekki hafa verið með öllum mjalla. Það var að byrja að renna upp fyrir mér að ég átti líf mitt ekki fyrst og fremst veðurflugmanninum frá Gloucester að launa, heldur Marks fluglautínanti, bjórhýrum, hvap- holda og gömlum, sem ekki vissi hvað var fram eða aftur á flugvél en hafði hlaupið 400 metra í þokunni til þess að kveikja á ljósunum á aflagðri flugbraut af því að hann heyrði í þotu sem flaug uppi í þokunni, allt of lágt. En flugmaður De Havillandvélar- innar hlaut að vera kominn aftur til Gloucester núna og hann átti skilið að fá sínar þakkir og vita að ég var á lífí. „Gloucester?” spurði stúlkan á símstöðinni. ,,Á þessum tíma sólar- hrings?” Það verður að segja veðurfólkinu til hróss, að það er alltaf á vakt. Vakthafandi veðurfræðingur varð fyrir svörum. Ég skýrði mál mitt fyrir honum. ,,Þetta hljóta að vera einhver mistök, flugstjóri,” sagði hann. ,,Þetta getur ekki hafa verið ein af okkar vélum. Við hættum að nota Mosquito fyrir þrem mánuðum. Við erum eingöngu með Canberra núna.” Ég starði með vantrú á símtólið. Svo datt mér nokkuð I hug: ,,Hvað varð um Mosquitoana?” spurði ég. Viðmælandi minn hlýtur að hafa verið af gamla skólanum, þjálfaður í kurteisi og þolinmæði, til þess að umbera þessar kjánalegu spurningar á þessum tíma sólarhrings — og hátíðar. ,,Ég held þær hafí verið rifnar, eða kannski líklegra að þær hafí verið sendar á söfn.” ,,Geta einhverjar hafa verið seldar einkaaðilum?” ,,Það getur svo sem vel verið,” svaraði hann eftir litla umhugsun. .. og gleðileg jól" Ég lagði símann frá mér og hristi höfuðið ruglaður. Hvílíkt kvöld, hví- líkt undrakvöld. Fyrst missti ég tal- stöðina og mælana. Svo villtist ég og var að verða eldsneytislaus. Svo tekur einhver sérvitringur mig í tog svo að segja, einhver sem er með fornflug-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.