Úrval - 01.12.1979, Síða 101
HIRÐIRINN
99
RAF Lakenheath. Góða nótt og
gleðileg jól.”
Ég lagði tólið á og dró djúpt
andann. Marham var 70 km í burtu,
hinum megin í Norfolk. Lakenheath
var meira en 70 km 1 suðvestri, í
Suffolk. Það var ekki aðeins að mér
hefði aldrei dugað eldsneytið til
Mirriam St. George, heldur var þar
allt lokað. Hvernig hefði ég þá átt að
komast til Marham eða Lakenheath?
Og ég hafði sagt flugmanninum á De
Havilland Mosquito flugvélinni að ég
ætti aðeins bensín í fímm mínútna
flug eftir. Hann hafði staðfest að
hann hefði skilið þau skilaboð. Þar að
auki flaug hann allt of lágt eftir að við
stungum okkur ofan í þokuna til að
fljúga 70 kílómetra veg þannig.
Maðurinn gat ekki hafa verið með
öllum mjalla.
Það var að byrja að renna upp fyrir
mér að ég átti líf mitt ekki fyrst og
fremst veðurflugmanninum frá
Gloucester að launa, heldur Marks
fluglautínanti, bjórhýrum, hvap-
holda og gömlum, sem ekki vissi
hvað var fram eða aftur á flugvél en
hafði hlaupið 400 metra í þokunni til
þess að kveikja á ljósunum á aflagðri
flugbraut af því að hann heyrði í þotu
sem flaug uppi í þokunni, allt of lágt.
En flugmaður De Havillandvélar-
innar hlaut að vera kominn aftur til
Gloucester núna og hann átti skilið
að fá sínar þakkir og vita að ég var á
lífí.
„Gloucester?” spurði stúlkan á
símstöðinni. ,,Á þessum tíma sólar-
hrings?”
Það verður að segja veðurfólkinu til
hróss, að það er alltaf á vakt.
Vakthafandi veðurfræðingur varð
fyrir svörum. Ég skýrði mál mitt fyrir
honum.
,,Þetta hljóta að vera einhver
mistök, flugstjóri,” sagði hann.
,,Þetta getur ekki hafa verið ein af
okkar vélum. Við hættum að nota
Mosquito fyrir þrem mánuðum. Við
erum eingöngu með Canberra
núna.”
Ég starði með vantrú á símtólið.
Svo datt mér nokkuð I hug:
,,Hvað varð um Mosquitoana?”
spurði ég. Viðmælandi minn hlýtur
að hafa verið af gamla skólanum,
þjálfaður í kurteisi og þolinmæði, til
þess að umbera þessar kjánalegu
spurningar á þessum tíma sólarhrings
— og hátíðar.
,,Ég held þær hafí verið rifnar, eða
kannski líklegra að þær hafí verið
sendar á söfn.”
,,Geta einhverjar hafa verið seldar
einkaaðilum?”
,,Það getur svo sem vel verið,”
svaraði hann eftir litla umhugsun.
.. og gleðileg jól"
Ég lagði símann frá mér og hristi
höfuðið ruglaður. Hvílíkt kvöld, hví-
líkt undrakvöld. Fyrst missti ég tal-
stöðina og mælana. Svo villtist ég og
var að verða eldsneytislaus. Svo tekur
einhver sérvitringur mig í tog svo að
segja, einhver sem er með fornflug-