Úrval - 01.12.1979, Side 122
120
URVAL
þurrkað upp með svampi var hvítum
plastklemmum komið fyrir til að loka
æðaendunum. Þegar mótað hafði
verið fyrir skurðinum, var skorið
gegnum vefina undir. Svo var þeim
'lvft upp varlega, líkt og berki af
appelsínu, vafið utan um þá
netkenndu efni og þeir lagðir til
hliðar. „Kallið á bossinn,” sagði
Benny. „Segið honum að vera til eftir
réttan hálftíma. ’ ’
Þegar flegið hafði verið frá beininu
sjálfu, voru sex stórar holur boraðar í
það með craniotome (hauskúpubor),
sem er strokkur úr ryðfríu stáli og
lítur út eins og geimbyssa en hrín eins
og grís þegar hann er settur í gang.
Craniotomið er þannig úr garði gert
að borin stöðvast um leið og hann
kemurí gegnum beinið.
Benny varð að leggjast af öllum
þunga á borinn svo hann ynni á haus-
kúpunni. Hann hallaði sér fram
þangað til skrokkurinn á honum var
nærri 20 gráður frá lóðréttu. Samt var
farið að öllu með ítrustu gætni. Það
leyndi sér ekki, að allt var til þess gert
að heilinn skaddaðist ekkert. Þegar
búið var að bora, sagaði Benny á milli
gatanna. Það var varla hægt að greina
að sögin hreyíðist, en hún sendi upp
strók af beinsagi og gaf frá sér svo
mikinn hita, að blaðið og skurðurinn
varð að vera í stöðugri vatnskælingu.
Nú smeygði Benny mjög sveigjan-
legu áhaldi sem kallast heilahimnu-
vörn (dural protector) undir bein-
flipann og rendi henni fram og aftur
nokkrum sinnum til að losa beinið frá
heilanum. Svo velti hann höfinu í
hring eins og hann væri orðinn
þreyttur í hálsinum og leit á Millie:
„Meitlana.”
Hún rétti honum tvö áhöld úr
ryðfríu stáli með hárbeittum
þumlungs blöðum, sitt í hvora hönd,
milli þumal- og vísifingurs. Hann
renndi þeim varlega meðfram bein-
flipanum báðum megin og lyfti
varlega, þar til hann var viss um að
flipinn væri laus frá heilahimnunni.
Ná sást heilinn í Charlie í fyrsta sinn,
hjúpaður silkimjúkri heilahimnunni
eins og fóstur í líknarbelg.
Brockman hafði komið inn í skipti-
klefann í þann mund er Benny
kallaði á meitlana. Eins og venjulega
tók hann handburstann með sér inn
fyrir dyrnar inn í skurðstofuna og hélt
áfram að skrúbba sig þar svo löðrið
flökti um gólflð, meðan hann virti
fyrir sér handverk Bennys.
,,Þetta lítur vel út” sagði hann.
,, Þér fer stöðugt fram. ’ ’
Brockman virti fyrir sér röntgen-
myndirnar frá því um daginn meðan
Millie renndi á hann hönskunum.
Svo gekk hann nær og rak vísifingur-
inn rannsakandi I heilahimnuna. Svo
rauf hann hana af skyndingu. Hún
var sterk og mjög þanin svo hún
nánast small frá og heilinn þrýstist út
í opið eins og lítill hnefi. Klukkan var
9.35.
Bossinn gerði fyrst lítinn skurð, en
fór svo að skera frá hluta af heila-