Úrval - 01.12.1979, Side 120
118
koma öllum vélum á sinn stað og
leggja fram áhöldin — alls 150
talsins, vafin í bláar þurrkur á stand-
inum yfir skurðborðinu.
Svo kom rúmið inn um dyrnar með
Charlie og stöðvaðist við hliðina á
skurðborðinu. Millie spurði Charlie
hvort hann gæti sjálfur rennt sér yfir á
skurðborðið. ,,Ædi það ekki,”
svaraði hann, og bætti svo við, eins og
honum hefði verið gerður stakur
greiði: ,,Þakka ykkur kærlega fyrir.”
Hjúkrunarkonurnar og skurð-
læknirinn José Rivera færðu hann úr
innisloppnum, lögðu yfir hann lak og
spenntu ólar um bringu hans og læri.
Charlic var fölur og um varir hans lék
eins konar bros, hann var hræddur og
fannst hann ósjálfbjarga og allslaus.
Allt gekk nú hraðara í stofunni.
Benny Richmond og Lisa King
hjúkrunarkona voru komin, og nú
voru þau fimm um að setja hann í
samband við vélar ot tæki, hagræða á
honum fótunum, halla borðinu,
legga þræði fyrir hjartalínurit á bring-
una á honum og blóðþrýstimæla á
handleggina á honum.
Það var engin leið að finna ekki vel
á sér hvað til stóð og samt engin leið,
meðan sjúklingurinn var vakandi, að
minnast á það. Þess vegna skiptist
starfsliðið aðeins á einhverjum al-
gildum og einskisverðum orðum, en
þetta breyttist, þegar svæfingar-
læknirinn kom, Terry Schreiber. Með
tilkomu hans var eins og hættu-
spenna færðist yfir stofuna, eins og
eitthvað væti í þann veginn að
ÚRVAL
hefjast, sem enginn gæti haft stjórn
á.
„Hvernig liður þér?” spurði Terry
Schreiber.
„Ágætlega, hugsa ég,” svaraði
Charlie.
Screiber fyllti sprautu og var fljótur.
að finna æðina, sem hann leitaði að,
á úlnliðnum á Charlie. ,,Nú fellurþú
í ljúfasta svefn, sem þú hefur
nokkurn tíma vitað,” sagði hann.
„Góða nótt.” Áður en sprautan var
hálf tæmd, féll höfuð Charlies
máttlaust til hægri.
Þegar hann var ekki lengur með
meðvitund, breyttist hraðinn í skurð-
stofunni. Nú þurfti ekki lengur að
sýnast, nú var óþarfi að fela ofbeldið.
Benny tók rauðan merkipenna, ákvað
sér línu með því að setja litla fingur-
inn á nefið á Charlie en þumalfingur-
inn á hvirfilinn. Svo dró hann þessa
línu þvert aftur yfir höfuðið og síðan
aðra þvers á hana eyrna á milli.
Línurnar skárust uppi á háhöfðinu.
Schreiber gaf nótróoxíð og súr-
efni gegnum grímu og loks haloþan,
aðal svæfingarefnið. Carla
Dredericks, hjúkrunarkona,
aðstoðarmaður Schreiber, stakk
löngum tunguspaða upp í Charlie
með annarri hendi en stakk gríðar-
langri nál ofan í kokið á honum með
hinni og gaf honum gegnum hana
sprautu af lidocaine til að deyfa radd-
böndin svo þau fengju ekki krampa
af svæfingunni. Þegar hún hafði lokið
því, setti hún bitvarnarklampa utan
um tunguna á honum og opnaði fyrir