Úrval - 01.12.1979, Side 34

Úrval - 01.12.1979, Side 34
32 ÚRVAL kenndu hin börnin henni meira en nokkrum öðrum. Það frétti ég á dag- legum heimsóknum mínum til hans litla sonar míns — og þó raunar ekki bara til hans, því börnin voru öll félagar í örlögum sínum og deildu öllu með sér af stakri óeigingirni, líka foreldrunum. Elizabeth hafði orðið að undir- gangast röð af flóknum uppskurðum aftan við eyrun og var að verða heyrnarlaus. Heyrnarleysið bar mjög hratt að, og það var aðeins spurning um mánuði hvenær hún yrði alger- lega heyrnarlaus. Það var engin minnsta von um hjálp. En Elizabeth var stakur tónlistarunnandi. Sjálf hafði hún skæra og fallega söngrödd og fram undir það að hún veiktist hafði hún þótt sjaldgæflega efnilegur píanónemandi. Allt gerði þetta óumflýjanlegt heyrnarleysið ennþá sorglegra. Sjálf kvartaði hún aldrei. Stundum sást þó, ef hún var ein, að hljóðlátt tár myndaðist í augnakrók og rann hægt niður kinnina. Elizabeth unni sem sagt tónlist framar öllu öðru, og hún naut þess ekki síður að hlusta heldur en mynda tónlistina sjálf. Oft, þegar ég var búinn að stinga Adriani í bólið á kvöldin benti Elizabeth mér að koma fram í leikherbergið, sem nú var autt og hljótt. Þar settist hún sjálf í stóran leðursófa og lét mig setjast við hlið sér. Svo tók hún um hönd mína og sagði hljóðlega: „Syngdu fyrir mig” Vissulega er ég enginn Carúsó, en ég get haldið lagi. Það var engin leið að neita henni. Ég sneri mér að henni svo hún gæti fylgst með vörunum á mér og söng nokkur lög, með eins skýrum textaframburði og ég gat, í þessum sérstaka ,, óskalagaþætti. ’ ’ Hún hlustaði af ákefð og með augljósri ánægju, og þakkaði mér svo, alvarleg í bragði, með snöggum kossi á ennið. Eins og ég sagði vorkenndu hin börnin henni mjög og langaði að gera eitthvað til að gleðja hana. Svo tóku þá ákvörðun undir forystu Freddies, og fóru með erindi sitt til Hildu Kirby, deildarhjúkrunarkonu. Kirby — eins og allir kölluðu hana, háir og lágir — var gríðarhá og rengluleg ung kona, og fyrir hafði komið að fas hennar skaut ókunn- ugum skelk í bringu. En börnin létu ekki blekkjast af hrjúfu yfirbragði hennar. Þau vissu, að Kirby var ein- læg vinkona þeirra. Fyrst í stað féll Kirby allur ketill í eld við erindi barnanna. „Langar ykkur að halda söngskemmtun fyrir Elizabeth á afmælinu hennar, þegar hún verður 11 ára!” hrópaði hún. ,,Þið eruð ekki með öllum mjalla. Það eru ekki nema þrjár vikur þangað til.” Þegar hún sá vonbrigðin á litlu andlitunum bætti hún við: ,,Nei, þið eruð ekki með öllum mjalla. En ég skal hjálpa ykkur.” Og hún lét til skarar skríða þegar í stað. Hún flýtti sér í símann í setu- stofu hjúkrunarkvennanna og hringdi til tónlistarskóla ekki ýkja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.