Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 91
HIRÐIRINN
89
flugmanninn eru sex, að áttavitanum
meðtöldum. Hinir eru lofthraða-
mælirinn, hæðarmælirinn, lóðrétti
hraðamælirinn, hallamælirinn og
skriðmælirinn (sem segir
flugmanninum ef hann skríður út á
hlið í fluginu). Tveir þessara mæla
eru rafknúnir, og það var eins komið
fyrir þeim og áttavitanum mínum.
Með öðrum orðum: Ég vissi hve hratt
ég fór, hve hátt ég var og hvort ég
hækkaði flugið eða lækkaði.
Það er vel gerlegt að lenda flugvél
með aðeins þessi þrjú tæki og meta
afganginn með augunum. Gerlegt —
það er að segja — í ákjósanlegasta
veðri, í dagsbirtu með alheiðan
himinn. Að nóttu er það óhugsandi.
Það eina, sem þekkja má á jörðu að
nóttu til, jafnvel í bjartasta
tunglsljósi, eru ljósin. Ef ég gæti
þekkt ávala strandlínuna í Norfolk frá
Lowestoft, yfír Great Yarmouth til
Cromer, gæti ég fundið Norwich,
eina meiri háttar ljósaklasann 20
mílur inni í landi frá þessari
viðmiðun á ströndinni. Ég vissi að
fímm mílum norðan við Norwich var
herflugvöllurinn í Merriam St.
George, þar sem rauði flugvitinn
myndi senda morsemerki sín út í
nóttina. Þar gæti ég lent heilu og
höldnu, ef þeir bara hefðu vit á að
kveikja á flugbrautarljósunum þegar
þeir heyrðu mig gera aðflug að
vellinum.
Ég tók að lækka flugið móti strönd-
inni, sem ég var að nálgast. Einmana-
leikinn greip mig æ fastari tökum.
Það sem mér hafði þótt svo fallegt
þegar ég var að hækka flugið frá Celle
var nú minn versti fjandi Stjörn-
urnar voru ekki lengur hrífandi
bjartar. Mér fannst þær óvinveittar,
þar sem þær giitruðu í eyðilegum óra-
fjarska óendanleikans. Næturhiminn-
inn, með óbreytanlegu froststigi
stratósferunnar, 56 gráður jafnt dag
sem nótt, varð í huga mínum sem
endalaus dýflissa marrandi af kulda.