Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 88
ÚRVAL
86
*
A
s
*
NDARTAKSSTUND;
meðan ég beið eftir að fá
flugtaksheimild frá flug-
turninum, leit ég út úr
flugkiefanum yfxr lands-
lagið í kring. Þýskaland lá hvítt og
hreint undir sindrandi desember-
tungli.
Fram undan var flugbrautin sjálf,
breiður, svartur borði, með skínandi
ljósum beggja megin.
Þegar ég væri kominn á loft myndu
ljósin verða slökkt. Því í kvöld myndu
engir farandsveinar loftsins horfa
niður til að átta sig á því hvar þeir
væru; í kvöld var aðfangadagskvöld
það herrans ár 1957, og ég var ungur
hermaður að reyna að komast heim
um jólin.
,,Charlie Delta, flugtak er
heimilt.” Rödd flugumferðarstjórans
vakti mig upp af hugrenningunum
og hljómaði í heyrnartækjunum eins
og hann væri hjá mér í flugklefanum
og hrópaði í eyrað á mér.
Ég ýtti bensíngjöfinni fram með
vinstri hendi. Fyrir aftan mig varð
lágur hvinur hreyfílsins að öskri.
Þegar endi flugbrautarinnar nálgaðist
renndi ég Vampíruþotunni minni
mjúklega upp í vinstri beygju.
Undan mér og svolítið að aftan
heyrðist dumbur skellur þegar hjólin
lokuðust uppi og ég fann að þotan
tók stökk áfram þegar hún var laus
við þennan dragbít. Ég hélt áfram að
hækka flugið í hring og þrýsti á fjar-
skiptahnappinn með vinstri þumli.
,,Charlie Delta, farinn af flugvelli.
Hjól upp og læst,” sagði ég inn í
súrefnisgrímuna mína.
„Charlie Delta, ,,roger” og yfir á
rás Dé,” sagði flugumferðarstjórinn,
og svo, áður en ég gat skipt um rás,
bætti hann við: ,,Gleðileg jól.”
Þetta var vitaskuld þverbrot á fjar-
skiptareglunum. Ég var barnungur,
þegar þetta var, og mjög nákvæmur.
En ég svaraði: ,,Þakka þér fyrir, turn,
sömuleiðis.” Svo stillti ég yfir á rás