Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 17

Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 17
ÞEGAR DRA UMARNIR FARA EKKI SAMAN 15 Með því að leggja saman höfðu þau ráð á þriggja herbergja íbúð. Eitt her- bergjanna gerðu þau að vinnustofú, þótt alltaf lægi í loftinu að það yrði barnaherbergi þegar þar að kæmi. En Lucille fannst ekkert liggja á að eignast barn. Hún var elst í fjölmennri f)ölskyldu og hafði frá því hún mundi fyrst eftir sér hjálpað til að annast um yngri systkini sín; henni fannst hún alveg eiga fyrir fríi frá barnastússi í fáein ár. Bill var hins vegar einbirni; hafði komið undir rétt í þann mund sem foreldrar hans höfðu gefið upp alla von um að eignast börn. Þegar hann fæddist, var pabbi hans 45 ára. Bill var einmana sem barn og hafði alltaf fundist pabbi hans vera gamall maður. Hann hafði hugsað sér að eiga sín börn meðan hann væri ennþá nógu ungur til að eiga samleið með þeim. Framar öllu öðru þráði hann að verða félagi sona sinna. Bill sagði Lucille ekkert um þessar tilfinningar sínar — hann gerði sér ekki einu sinni meðvitaða grein fyrir þeim sjálfur, ekki öllum að minnsta kosti. En ekki leið á löngu áður en hann fór að fara utan að því að þau eignuðust barn. Til að byrja með gat Lucille tekið því léttilega og beint talinu á aðrar brautir. En þegar Bill varð ákveðnari fann hún að þetta var honum hjartans mál, svo hún lét undan. Henni þótti mjög vænt um hann og langaði til að gera hann hamingjusaman. Lucille varð ófrísk næstum þegar í stað. Barnið reyndist vera stúlkubarn — og þótt Bill segði aldrei neitt í þá áttina, varð hann fyrir miklum vonbrigðum. Hann hafði verið hand- viss um að hann myndi eignast son. Eftir ár í viðbót stakk hann upp á að þau eignuðust annað barn. Lucille benti á að þau væru alltof illa fjáð og íbúðin væri of lítil fyrir fjögra manna fjölskyldu. Kannski ættu þau að bíða þangað til hún hefði haft tækifæri til að komast aftur á vinnumarkaðinn í fáein ár . . . en Bill vildi ekki heyra það nefnt. Hann óttaðist að hann yrði orðinn gamall faðir þegar honum loks yrði sonar auðið. Hann kvaðst myndu byrja þegar í stað að svipast um eftir betur launuðu starfi. Það tókst, og svo eignaðist hann soninn. Nú eiga þau hjón hús í góðu úthverfi, tvo bíla og em í fínum klúbbi. Þau em til að sjá eins og dæmigerð lukkuleg hjón, en þau em það ekki, ekki líkt því eins hamingju- söm og þau vom áður fyrr — raunar bara alls ekki hamingjusöm. Þau treysta sér hins vegar ekki til að horfast í augu við þá staðreynd, svo þau tala aldrei um hana. Hvort um sig vonar að þetta skáni með tímanum. En það gerir það ekki. Það hefur farið stöðugt versnandi og á eftir að versna enn. Fyrr eða síðar verða þau að viðurkenna að hjónaband þeirra sé í vemlegum ógöngum, og þá — af því að skilnaður er algert neyðar- úrræði, taka þau líklega þá ákvörðun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.