Úrval - 01.12.1979, Síða 17
ÞEGAR DRA UMARNIR FARA EKKI SAMAN
15
Með því að leggja saman höfðu þau
ráð á þriggja herbergja íbúð. Eitt her-
bergjanna gerðu þau að vinnustofú,
þótt alltaf lægi í loftinu að það yrði
barnaherbergi þegar þar að kæmi.
En Lucille fannst ekkert liggja á að
eignast barn. Hún var elst í
fjölmennri f)ölskyldu og hafði frá því
hún mundi fyrst eftir sér hjálpað til
að annast um yngri systkini sín;
henni fannst hún alveg eiga fyrir fríi
frá barnastússi í fáein ár. Bill var hins
vegar einbirni; hafði komið undir rétt
í þann mund sem foreldrar hans
höfðu gefið upp alla von um að
eignast börn. Þegar hann fæddist, var
pabbi hans 45 ára. Bill var einmana
sem barn og hafði alltaf fundist
pabbi hans vera gamall maður. Hann
hafði hugsað sér að eiga sín börn
meðan hann væri ennþá nógu ungur
til að eiga samleið með þeim. Framar
öllu öðru þráði hann að verða félagi
sona sinna.
Bill sagði Lucille ekkert um þessar
tilfinningar sínar — hann gerði sér
ekki einu sinni meðvitaða grein fyrir
þeim sjálfur, ekki öllum að minnsta
kosti. En ekki leið á löngu áður en
hann fór að fara utan að því að þau
eignuðust barn. Til að byrja með gat
Lucille tekið því léttilega og beint
talinu á aðrar brautir. En þegar Bill
varð ákveðnari fann hún að þetta var
honum hjartans mál, svo hún lét
undan. Henni þótti mjög vænt um
hann og langaði til að gera hann
hamingjusaman.
Lucille varð ófrísk næstum þegar í
stað. Barnið reyndist vera stúlkubarn
— og þótt Bill segði aldrei neitt í þá
áttina, varð hann fyrir miklum
vonbrigðum. Hann hafði verið hand-
viss um að hann myndi eignast son.
Eftir ár í viðbót stakk hann upp á að
þau eignuðust annað barn.
Lucille benti á að þau væru alltof
illa fjáð og íbúðin væri of lítil fyrir
fjögra manna fjölskyldu. Kannski
ættu þau að bíða þangað til hún
hefði haft tækifæri til að komast aftur
á vinnumarkaðinn í fáein ár . . . en
Bill vildi ekki heyra það nefnt. Hann
óttaðist að hann yrði orðinn gamall
faðir þegar honum loks yrði sonar
auðið. Hann kvaðst myndu byrja
þegar í stað að svipast um eftir betur
launuðu starfi. Það tókst, og svo
eignaðist hann soninn.
Nú eiga þau hjón hús í góðu
úthverfi, tvo bíla og em í fínum
klúbbi. Þau em til að sjá eins og
dæmigerð lukkuleg hjón, en þau em
það ekki, ekki líkt því eins hamingju-
söm og þau vom áður fyrr — raunar
bara alls ekki hamingjusöm. Þau
treysta sér hins vegar ekki til að
horfast í augu við þá staðreynd, svo
þau tala aldrei um hana. Hvort um
sig vonar að þetta skáni með
tímanum.
En það gerir það ekki. Það hefur
farið stöðugt versnandi og á eftir að
versna enn. Fyrr eða síðar verða þau
að viðurkenna að hjónaband þeirra sé
í vemlegum ógöngum, og þá — af
því að skilnaður er algert neyðar-
úrræði, taka þau líklega þá ákvörðun