Úrval - 01.12.1979, Side 56

Úrval - 01.12.1979, Side 56
54 ÚRVAL Voru þeir frá hinum þremur höfðum skrímslisins Khimera? * I sömu andrá renndi Pegasus sér hljóðládega niður og Bellerofon sá skrímslið í hellismunnanum. Það var ennþá ferlegra en hann hafði ímyndað sér. Hin þrjú höfuð þess voru vissulega ógnvekjandi og eldurinn í nasaholunum svo æðis- ganginn að Bellerofon skalf af ótta. Svo tók hann á öllu sínu hugrekki, lét hestinn lækka sig, og um leið og þeir þustu framhjá söng sverð hans í gegnum loftið og hjó geitarhöfuðið af. Pegasus og Bellerofon sluppu óskaddaðir upp í loftið og voru reiðu- búnir til næstu árásar. I næsta skipti var hann ekki eins heppinn, vegna þess að skrímslið var á verði og mjög reitt. Það hoppaði upp þegar hann kom þjótandi, meiddi Bellerofon á öxlinni og særði væng Pegasusar. En Bellerofon sá að hann hafði að minnsta kosti náð að særa ljónshöfuð skrímslisins. I þriðju árásinni réðist hann beint að skrímslinu, því þetta átti að vera síðasta árásin. I þetta sinn kastaði skrímslið sér æðisfengið á Pegasus og reyndi að sliga hann til jatðar. Töfra- hesturinn hækkaði flugið skelfingu lostinn með skrímslið hangandi utan á sér. Hitinn frá Iogunum sem skrímslið Khimera gaf frá sér var svo sterkur að Bellerofon varð að verja andlitið með skildinum sínum. En eitt andartak er skrímslið uggði ekki að sér reiddi hinn ungi maður sverðið til höggs og stakk því á kaf í háls skrímslisins og varð það þess bani. Hvæsandi og rymjandi missti Khimera takið á Pegasusi og féll til jarðar. Á sömu stundu og það lenti,. hafði eldurinn, sem bjó í skrokk þess, eytt því. Þar sem Bellerofon hafði nú tekist ætlunarverk sitt, bað hann um hönd prinsessunnar og eftir fleiri afrek fékk hann hana fyrir konu. I öllum ævintýrum hans var Pegasus hinn tryggi félagi hans. Því miður urðu þeissir tveir vinir að skilja og það var Bellerofons sök. Hann var svo hreykinn af sigrum sínum að hann gortaði yfir því að hann skyldi fljúga til Olympus og skora goðin á hólm. Það var nokkuð sem alls ekki gat gengið. Seifur sendi frá sér gadda- flugu sem átti að stinga Pegasus á fluginu. Hestinum brá svo við að hann snarstansaði og það svo snöggt að Bellerofon féll af honum og dó við fallið. En Pegasus, hinn fagri fljúgandi hestur hefur ekki gleymst, því hann varð að samstymi á himninum og er þar enn þann dag í dag. ★
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.