Úrval - 01.12.1979, Page 56
54
ÚRVAL
Voru þeir frá hinum þremur höfðum
skrímslisins Khimera?
*
I sömu andrá renndi Pegasus sér
hljóðládega niður og Bellerofon sá
skrímslið í hellismunnanum. Það var
ennþá ferlegra en hann hafði
ímyndað sér. Hin þrjú höfuð þess
voru vissulega ógnvekjandi og
eldurinn í nasaholunum svo æðis-
ganginn að Bellerofon skalf af ótta.
Svo tók hann á öllu sínu hugrekki, lét
hestinn lækka sig, og um leið og þeir
þustu framhjá söng sverð hans í
gegnum loftið og hjó geitarhöfuðið
af.
Pegasus og Bellerofon sluppu
óskaddaðir upp í loftið og voru reiðu-
búnir til næstu árásar. I næsta skipti
var hann ekki eins heppinn, vegna
þess að skrímslið var á verði og mjög
reitt. Það hoppaði upp þegar hann
kom þjótandi, meiddi Bellerofon á
öxlinni og særði væng Pegasusar. En
Bellerofon sá að hann hafði að
minnsta kosti náð að særa ljónshöfuð
skrímslisins.
I þriðju árásinni réðist hann beint
að skrímslinu, því þetta átti að vera
síðasta árásin. I þetta sinn kastaði
skrímslið sér æðisfengið á Pegasus og
reyndi að sliga hann til jatðar. Töfra-
hesturinn hækkaði flugið skelfingu
lostinn með skrímslið hangandi utan
á sér. Hitinn frá Iogunum sem
skrímslið Khimera gaf frá sér var svo
sterkur að Bellerofon varð að verja
andlitið með skildinum sínum. En
eitt andartak er skrímslið uggði ekki
að sér reiddi hinn ungi maður sverðið
til höggs og stakk því á kaf í háls
skrímslisins og varð það þess bani.
Hvæsandi og rymjandi missti
Khimera takið á Pegasusi og féll til
jarðar. Á sömu stundu og það lenti,.
hafði eldurinn, sem bjó í skrokk þess,
eytt því.
Þar sem Bellerofon hafði nú tekist
ætlunarverk sitt, bað hann um hönd
prinsessunnar og eftir fleiri afrek fékk
hann hana fyrir konu. I öllum
ævintýrum hans var Pegasus hinn
tryggi félagi hans.
Því miður urðu þeissir tveir vinir að
skilja og það var Bellerofons sök.
Hann var svo hreykinn af sigrum
sínum að hann gortaði yfir því að
hann skyldi fljúga til Olympus og
skora goðin á hólm.
Það var nokkuð sem alls ekki gat
gengið. Seifur sendi frá sér gadda-
flugu sem átti að stinga Pegasus á
fluginu. Hestinum brá svo við að
hann snarstansaði og það svo snöggt
að Bellerofon féll af honum og dó við
fallið.
En Pegasus, hinn fagri fljúgandi
hestur hefur ekki gleymst, því hann
varð að samstymi á himninum og er
þar enn þann dag í dag. ★