Úrval - 01.12.1979, Qupperneq 15
13
þessum kvilla. Nú standa vonir til að
vísindamönnum við Pennsylvaníu-
háskóla hafí tekist það.
í The Journal of the American
Medical Association segja læknarnir
Herbert Blogh og Robert Giuntoli frá
því, að þeir hafí prófað krem með
sykurefninu 2-deoxy-D-glucose á 36
konur með herpes simplex á kynfær-
um. Það varð til þess að einkennin
hurfu gersamlega hjá 90% kvenn-
anna á fjórum dögum við fyrstu
sýkingu, og við aðra sýkingu varð
árangurinn svo að segja jafngóður.
Nú er verið að prófa hvort þetta
kraftaverkakrem verkar jafn ákjósan-
lega á karlmenn.
Endursagt úr Time
SJALDGÆF SORGARSAGA
Penny Vantine er aðeins fimm ára
gömul, en læknarnir hennar á Barna-
spítalanum í San Diego í Kaliforníu
segja, að hún geti allt eins látist af
hárri elli innan árs. Hún er fjögur og
hálft kíló og 7 3,5 sem á hæð. Að öðru
leyti lítur hún út eins og háöldruð
kona. Andlitið er innfallið og
hrukkótt, hárið Ijómalaust og gisið.
Hún er nærri því heyrnariaus, með
gláku og ský á báðum augum, trega
blóðrás, háan blóðþrýsting og liða-
gigt-
Penny þjáist af veikindum, sem
kallast Cockayne’s einkennaflækjan
(C.-’s syndrome) — sem er svo sjald-
ægfur sjúkdómur (sem betur fer) að
aðeins er vitað um 40 tiifelli allt í allt
í lækningasögunni. Þetta hefur orðið
til þess að læknar, hjúkrunar-
fræðingar, sjúkraliðar og annað
atvinnufólk í lækningagreinum hefur
komið hvaðanæva að tii að sjá Penny
með eigin augum. Engin veit um
orsökina að Cockayne’s einkenna-
flækjunni, en talið er líklegast að hún
stafí af ruglingi í efnaskiptum eða
hómónakerfinu, sem verði þess
valdandi að fórnariambið eldist um
sem svarar 15-20 ára öldrun venjulegs
manns á hverju ári.
— UPI
Við stórveislu sem haldin var Carl Sandburg til heiðurs á 75 ára
afmælisdaginn, sagði ijósmyndarinn Edward Steichen í ræðu um
afmælisbarnið: ,,Daginn, sem guð skapaði Carl, gerði hann ekkert
annað og var ánægður með sig. ”
Ur New York Times
Hjónaband verður alltaf vinsælt, þótt ýmsir hafí nú af
vanþekkingu hom í síðu þess. Það er eina leiðin til þess að fullorðin
mannvera geti reitt sig á að einhver hafí áhyggjur af henni og óski
henni alls hins besta, þótt sá hinn sami sé bálvondur út í hana.
Interocean Press