Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 49

Úrval - 01.12.1979, Blaðsíða 49
VEISTU EF VIN ÁTT . 47 Kóku til að skýra hið raunverulega hlutverk hennar í lífi okkar. Tilvera okkar varð samkenndari og auðugri af því að hún var þarna. Börnin okkar, sérstaklega óframfæma stúlkan, átti í Kóku sínálægan vin til að hjúfra sig upp að og hvísla að leyndarmálum sínum. Það kom oft fyrir, að hún kom sér ekki að því að taka utan um mig eða mömmu sína eða trúa okkur fyrir hugsunum sínum, en þess háttar var aldrei til að dreifa gagnvart Kóku. Snerting, líkamlegur ylur, ástúð og endurgoldinn koss — allt mjög mikil- vægt — lét Kóka í té hvenær sem var. Þegar ég var lítill var alltaf allt fullt af ömmum og öfum og frænkum og frændum til að gera börnunum ljóst að þau bjuggu við kærleika. A sinn hátt kom Kóka börnunum mínum í staðinn fyrir allan þennan ættboga, sem var ekki lengur til að dreifa. Þar sem við fórum, var Kóka með okkur. Hún bjó með okkur í þremur íbúðum og var með okkur þegar við keyptum einbýlishús. Hún gekk með okkur um akrana og meðfram girðingunum þegar við keyptum býii. Hún fór með okkur á sjóbaðstaði og þúsund aðra staði. Hún stóð vörð um börnin okkar frá því að þau fæddust, fylgdist með þeim skríða og lét meira að segja yfir sig ganga að þau neyddu hana til að vera með þeim meðan þau æfðu sig í tónlistarnáminu. Kóka var fjörmikil megnið af sínum 15 árum. Hún synti og hljóp á eftir bílnum þegar ég ók yfir landar- eignina til að höggva við eða tína epli. Svo, fyrir um tveimur árum, varð hún heyrnarlaus. Hún sýndi engin önnur aldursmerki — var grönn og vöðvamikil, og hljóp mikið og feldurinn var glansandi. Við hjálp- uðum henni í heyrnarleysinu með því að kenna henni merkjakerfi. Þegar ég hleypti henni út á kvöldin var það henni merki um að koma inn aftur, þegar við blikkuðum með útiljósinu, En svo urðu afturlappirnar á henni stífar. Hún varð að hætta að stökkva gegnum bogann sem ég gerði með handleggjunum. Ég varð að lyfta henni upp í bílinn. Hrörnunin hélt áfram. Bráðum hafði hún ekki lengur stjórn á blöðrunni ef hún var skilin eftir til lengdar. Svo fór hún að eiga erfitt með stigana, þótt hún heimtaði enn að fá að koma upp á hverju kvöldi og sofa í sama herbergi og við. Ég varð að hjálpa henni. Þegar hún var svo komin upp, varð hún þyrst eða þurfti að komast út. Þetta endurtók sig æ ofan í æ. Ég missti svefn. Loks þegar okkur gat ekkert dottið í hug að gera fyrir hana fleira á kvöldin, hélt hún áfram að brölta á fætur og ýlfra. Hún varð í yfirbraði eins og hún væri smeyk. Var hana að dreyma? Var farið að slá út í fyrir henni? Sá hún sýnir? Loks var ekki hægt að loka augunum fyrir því lengur, hve illa var komið fyrir henni. Vinir voru farnir að hvísla í trúnaði: ,,Þú verður að láta svæfa hana.” Sú óumflýjanlega staðreynd var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.