Úrval - 01.12.1979, Síða 48
46
ÚRVAL
eftir dálitlum skerfí af hamingju
þessarar fjölskyldu fyrir milligöngu
hvolpsins.
Ég kallaði litlu tíkina mína líka
Kóku. Hún Kóka mín var súkku-
laðibrún og feldurinn ofurlítið
bylgjaður. Þegar sólin skein á hana
brá fyrir öllum litbrigðum frá silfur-
litu yfir í rautt, svo hún var endalaust
áhugaverð og falleg á að horfa. Hvort
Kóka varð til þess að róa mig og gera
mig félagshæfari skal ég ekki segja.
En hvernig sem á því stóð liðu ekki
nema fáeinar vikur frá því ég
eignaðist hana, þangað til ég stofnaði
til sambands við konuna sem nú er
konan mín.
Kóka varð óvenjulegur hundur.
Við vorum tvö, sem dekruðum við
hana, svo hún varð líkt og vel gefið
dekurbarn. Hún var í nánum
tengslum við fólkið, skynjaði hver
svipbrigði — raddblæ, og handar-
hreyfingu. Þegar ég stóð upp til þess
að fara í kæliskápinn eða til að fara
út, stökk hún á fætur um leið. Ef
eitthvað annað en þetta tvennt vakti
fyrir mér þegar ég stóð upp, lá hún
kyrr. Hvernig vissi hún hvað ég ætlaði
að fara að gera? Ef ég yggldi mig eða
gerðist höstugur, vék hún strax
undan. Þegar hún var ekki viss um
hvað mér leið, skein kvíðinn úr
augum hennar.
í leik átti Kóka engan sinn líka. Ég
bjó til hring úr handleggjunum og
hún fékk ekki matinn sinn nema
stökkva þar í gegn. Hún var fljót að
læra það. Jafnfljót var hún að læra
hvenær hún átti að sitja, leggjast eða
velta sér á bakið. Væri lófa haldið
upp fyrir framan hana, fór hún ekki
lengra fyrr en ákveðið leyfi til þess var
gefíð, það þótt kúfaður matardiskur-
inn hennar væri annars vegar. Úti á
götu fór hún aldrei út af gangstétt
fyrr en ég sagði ,,núna”. Hún
greindi hvert minnsta blístur eða
hljóðustu skipun frá öðrum hávaða í
borginni og hlýddi þegar í stað.
Engin vera hefúr nokkurn tíma treyst
mér jafnblint og hún. Ast Kóku var
hrein og skilyrðislaus.
Ég var ekki einn um að dá hana
sem félaga. Þegar við fórum á strönd-
ina eða í almenningsgarð elti hún
bolta, lék sér við krakkana og leyfði
smábörnum að hárreyta sig, allt jafn
góðlátlega, og varð ævinlega til þess
að efna til samræðna og velvildar.
Nærvera hennar og tryggð var okk-
ur hjónunum mikil stoð. I fímm ár
urðum við að búa í íbúð á efstu hæð í
verksmiðjuhúsi í New York. Engir
aðrir áttu heima í þessu húsi. Á
kvöldin var slökkt á lyftunni og við
urðum að ganga upp og ofan átta
hæðir. Það mátti heita að reglulega
væri brotist inn í fyrirtækin í þesso
húsi og við vorum í stöðugum ótta
um að rekast á misyndismenn í
stigunum. Okkur þótti svo ósegjan-
lega miklu betra að hafa Kóku með,
sem hentist rétt á undan okkur. Þegar
ég þurfti að fara frá á kvöldin, var
bæði mér og konu minni rórra að vita
Kóku heima til verndar.
Út af fyrir sig duga engar sögur af