Úrval - 01.12.1979, Side 69
EGG
6
því að hafa gerfiljðs hjá hænunum 22
stundir á dag — með tveggja stunda
„nótt” samtals á þannig „sólar-
hring’ ’, og með því að halda áfram að
rækta einungis bestu varpkynin. Því
vísindamennirnir hugsa alltaf fyrst
um hænuna, en síðan eggið.
Því er hins vegar öfugt farið í eggja-
bransanum. Þar kemur eggið á undan
hænunni. ★
Einu sinni í viku fer amma mín, sem stendur á níræðu, gangandi
út á hé'aðsbókasafnið, um tuttugu mínútna gang. I síðustu viku fór
ég með henni, og varð ekki um sel þegar ég stóð við hiið hennar við
afgreiðsluborðið og sá að hún hafði valið sér harla berorða skáldsögu,
sem mjög varí sviðsljósinu uin þessar mundir.
Ungu stúlkunni, sem afgrciddi á bókasafninu, brá sýnilega eins og
mér, þtgar hún sá bókina. Um leið og hún rétti ömmu bókina
stimplaða, sagði hún: ,,Ég hclt annars að þú læsir engar bækur nema
sögalegs eðlis.”
Amma roðnaði pínulítið, en stakk svo bókinni röggsamlega ofan í
skjóðu sína og sagði um lcið: „Elskan mín, á mínum aldri má
hiklaust tclja svona bækur sögulegs eðlis. ’ ’
M.L.
Karlmönnum þykir meira gaman að bröndurum en konum, er
niðurstaða könnunar, sem náði til 14.500 lesenda Psychology Today.
Tvíræðir brandarar eða hreinir klámbrandarar voru í mestum
metum hjá öllum, þó heldur fleiri karlmönnum hlutfallslega.
Meðal kvenna sem kenna sig við kvenfrelsishreyfinguna lýsti lægra
hlutfall sig hafa gaman af tvíræðum bröndurum heldur en meðal
þeirra, sem eru af „gamla” skólanum.
Næstir á vinsældalistanum voru brandarar, sem fólgnir voru í orða-
leikjum og þeir sem byggjast upp á meinfýsi eða heimsku.
Bandaríska öryggiseftirlitið segir, að konur séu öruggari ökumenn
en karlar og lendi sjaldnar í slysum. Nýjustu skýrslur fyrir heilt ár,
sem fyrir liggja (1977), sýna, að karlkyns ökumenn lentu 1 20,6
milljón slysum þar í landi það árið en kvenkyns 19,3 milljónum slysa.
Þetta segir ekki til um, hvors kyns sá var sem var aðalvaldurinn að
hverju slysi.
Aftur á móti segir 1 skýrslu öryggiseftirlitsins að karlmennirnir hafí
lent 1 209 slysum fyrir hverjar 10 milljón eknar mílur, en konur 193
slysum fyrir hverjar 10 milljón eknar mílur.
Úr National Anquirer