Úrval - 01.12.1979, Síða 122

Úrval - 01.12.1979, Síða 122
120 URVAL þurrkað upp með svampi var hvítum plastklemmum komið fyrir til að loka æðaendunum. Þegar mótað hafði verið fyrir skurðinum, var skorið gegnum vefina undir. Svo var þeim 'lvft upp varlega, líkt og berki af appelsínu, vafið utan um þá netkenndu efni og þeir lagðir til hliðar. „Kallið á bossinn,” sagði Benny. „Segið honum að vera til eftir réttan hálftíma. ’ ’ Þegar flegið hafði verið frá beininu sjálfu, voru sex stórar holur boraðar í það með craniotome (hauskúpubor), sem er strokkur úr ryðfríu stáli og lítur út eins og geimbyssa en hrín eins og grís þegar hann er settur í gang. Craniotomið er þannig úr garði gert að borin stöðvast um leið og hann kemurí gegnum beinið. Benny varð að leggjast af öllum þunga á borinn svo hann ynni á haus- kúpunni. Hann hallaði sér fram þangað til skrokkurinn á honum var nærri 20 gráður frá lóðréttu. Samt var farið að öllu með ítrustu gætni. Það leyndi sér ekki, að allt var til þess gert að heilinn skaddaðist ekkert. Þegar búið var að bora, sagaði Benny á milli gatanna. Það var varla hægt að greina að sögin hreyíðist, en hún sendi upp strók af beinsagi og gaf frá sér svo mikinn hita, að blaðið og skurðurinn varð að vera í stöðugri vatnskælingu. Nú smeygði Benny mjög sveigjan- legu áhaldi sem kallast heilahimnu- vörn (dural protector) undir bein- flipann og rendi henni fram og aftur nokkrum sinnum til að losa beinið frá heilanum. Svo velti hann höfinu í hring eins og hann væri orðinn þreyttur í hálsinum og leit á Millie: „Meitlana.” Hún rétti honum tvö áhöld úr ryðfríu stáli með hárbeittum þumlungs blöðum, sitt í hvora hönd, milli þumal- og vísifingurs. Hann renndi þeim varlega meðfram bein- flipanum báðum megin og lyfti varlega, þar til hann var viss um að flipinn væri laus frá heilahimnunni. Ná sást heilinn í Charlie í fyrsta sinn, hjúpaður silkimjúkri heilahimnunni eins og fóstur í líknarbelg. Brockman hafði komið inn í skipti- klefann í þann mund er Benny kallaði á meitlana. Eins og venjulega tók hann handburstann með sér inn fyrir dyrnar inn í skurðstofuna og hélt áfram að skrúbba sig þar svo löðrið flökti um gólflð, meðan hann virti fyrir sér handverk Bennys. ,,Þetta lítur vel út” sagði hann. ,, Þér fer stöðugt fram. ’ ’ Brockman virti fyrir sér röntgen- myndirnar frá því um daginn meðan Millie renndi á hann hönskunum. Svo gekk hann nær og rak vísifingur- inn rannsakandi I heilahimnuna. Svo rauf hann hana af skyndingu. Hún var sterk og mjög þanin svo hún nánast small frá og heilinn þrýstist út í opið eins og lítill hnefi. Klukkan var 9.35. Bossinn gerði fyrst lítinn skurð, en fór svo að skera frá hluta af heila-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.