Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 8

Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 8
Það má með sanni segja að við í Lýðheilsu- félaginu höfum byrjað skólaárið bjartsýn og jákvæð, eftir óvenjulegt skólaár 2019-2020. Eitt af því fyrsta sem við gerðum var að hanna nýtt einkennismerki Lýðheilsu- félagsins, og vil ég þakka Önnu Karen Richardson fyrir sína listrænu hæfileika og önnur vel unnin störf. Við hófumst strax handa við skipu- lagningu Bangsaspítalans, sem haldinn er í september ár hvert eins og kunnugt er. Þar sem óvissa í samfélaginu vegna yfir standandi heimsfaraldurs jókst mjög á haust mánuðum síðasta árs ákváðum við að fresta Bangsaspítalanum fram á vor, með von um betri tíð. Við sátum þó ekki aðgerðar laus heldur fórum í mikla vinnu til að geta keypt frekari búnað fyrir framtíðarbangsalækna. Við fengum styrk til að geta $árfest í eyrnaskoðunartækjum sem munu klárlega nýtast vel þegar Bangsaspítalinn verður loksins haldinn. Þau eru á leið til landsins þegar þetta er skrifað og verða glæsileg, litrík viðbót við tækjabúnaðinn sem til er nú þegar. Eins og flestir fögnuðum við því þegar hið ótrúlega ár 2020 leið undir lok, og hófum við nýja árið af miklum krafti með hressandi $allgöngu í Mosfellssveit. Verkefnið Sjálfselsk hefur það að markmiði að efla og bæta geðheilsu læknanema, og var ferðin upp á Helgafell á vegum þess. Boðið var upp á hnetur, súkkulaði og orkustykki, á meðan veðurguðirnir buðu upp á hvassviðri og snjóbyl. Við létum það þó ekki á okkur fá og fór fríður tuttugu manna hópur ásamt þremur hundum alla leið upp á topp. Í marsmánuði var svo komið að virkilega áhugaverðum viðburði sem haldinn var á Zoom. Við fengum til liðs við okkur Unu Emilsdóttur, lækni og fyrirlesara, sem hefur brennandi áhuga á umhverfislæknisfræði og fræddi hún okkur um það málefni. Hátt í fimmtíu manns fylgdust með hennar kynningu á málefninu sem loks er að fá aðeins meira pláss í umræðunni. Nú í apríl töldum við í Lýðheilsufélaginu okkur vera komin með fullkomna lausn á Bangsaspítalamálinu mikla, og vorum við komin á lokasprettinn í skipulagningu Bangsaspítala með breyttu sniði. Í stað þess að halda viðburðinn á heilsugæslum eins og venjan er ætluðum við að senda bangsalækna á $ölmarga leikskóla höfuðborgarsvæðisins, og þannig koma í veg fyrir mikinn missi fyrsta árs nema að fá ekki að taka þátt í viðburðinum. Á síðustu stundu varð mikil aukning smita í leikskólum og skólum höfuðborgarsvæðisins og því töldum við öruggast að bíða með viðburðinn enn um sinn. Við stöndum hins vegar í þeirri trú að næsta haust, þegar þorri landsmanna verður bólusettur, getum við haldið Bangsaspítalann hátíðlegan á ný. Mikil endurnýjun varð í félaginu síðasta sumar, og voru sjö af níu meðlimum nýir og komu með ferskan hug og margar hugmyndir. Mig langar að þakka fyrsta árs fulltrúum okkar, Andreu Kolbeinsdóttur og Guðmundi Dagnýjarsyni fyrir vel unnin störf í öllu sem við kom skipulagningu Bangsaspítalans. Þriðja árs fulltrúar okkar, Margrét Kristín Kristjánsdóttir og Högna Ingunnardóttir Oddsdóttir eiga einnig hrós skilið fyrir vel unnin störf. Að lokum vil ég þakka fulltrúum okkar á klínísku árunum, Sif Snorradóttur, Örnu Ýr Karelsdóttur, og reynsluboltanum Gísla Gíslasyni fyrir frábært samstarf og skemmtilegt ár. 6 Eygló Dögg Ólafsdóttir Formaður Alþjóðanefndar 2020–2021 Freydís Halla Einarsdóttir Formaður Lýðheilsufélagsins 2020–2021 Alþjóðanefnd Lýðheilsufélagið Starfsárið 2020–2021 hófst með mikilli til hlökkun fyrir skipulagningu árangurs- ríkra nemenda skipta eftir að COVID setti strik í reikninginn árið áður. Þó varð fljótt ljóst að bólu setningar yrðu ekki svo almennar að skiptinám kæmist á fullt skrið. Annað sumarið í röð gat Landspítalinn Læknaneminn ekki tekið á móti erlendum skiptinemum og voru íslenskir lækna nemar hikandi að skipuleggja utan lands ferðir á óvissutímum. Það var því afar ánægju legt að geta sent íslenskan læknanema í skipti til Þýskalands í mars 2021, sá fyrsti sem fór út síðan sumarið 2019. Þegar þessi annáll er skrifaður er unnið að undirbúningi skiptináms fyrir tvo íslenska læknanema sem fara í sumar í skipti nám til Portúgal annars vegar og Rúmeníu hins vegar. Fyrir COVID fóru árlega um 15 íslenskir læknanemar í skiptinám og því nokkuð minni starfsemi sem fór fram í ár. Þó markar það ákveðin kaflaskil að senda þrjá nema út og er það mikil hvatning fyrir komandi starfsár. Stjórnarmeðlimir Alþjóðanefndar læknanema hafa nýtt starfsárið í fleiri verkefni. Í framhaldi af opnun nýrrar vefsíðu á síðasta starfsári, var síðastliðið haust opnaður Instagram reikningur Alþjóðanefndar læknanema. Hvoru tveggja með það hlutverk að gera upplýsingar um skipti nám aðgengilegar fyrir læknanema. Einnig var lagður grunnur að áfram- haldandi samstarfi við Landspítalann og Læknadeild Háskóla Íslands með drögum að endurnýjuðum stofnanasamningum. Á sumrin fer iðulega stór hluti af starfsemi nefndarinnar fram. Á þessum árstíma er tekið á móti erlendum skiptinemum sem koma hingað í skiptinám. Í ár gefst þess í stað loksins tækifæri til að halda bingó Alþjóðanefndar læknanema en því hefur ítrekað verið frestað vegna samkomutakmarkana. Bingó Alþjóðanefndar er ein helsta $áröflunarleið nefndarinnar. Vinningasöfnun gengur iðulega vel og hafa vinningslíkur því verið miklar. Alþjóðanefnd hlakkar til að aðstoða enn fleiri ævintýragjarna og námsfúsa læknanema að komast í skiptinám á komandi starfsári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.