Læknaneminn - 01.04.2021, Side 9

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 9
Annálar7 Hugrún Lilja Ragnarsdóttir Formaður Ástráðs 2020–2021 Ástráður Sumarið 2020 var ljóst að starfsemi 21. starfs árs Ástráðs yrði töluvert frábrugðin hefðbundnu starfi. Eins og fyrri ár voru sett markmið nýrrar stjórnar og undirbúningur fyrir fræðslu annars árs nema hafinn. Ástráðsvikan var haldin í byrjun haustannar í samstarfi við Læknadeild Háskóla Íslands þar sem verðandi fræðarar fengu fræðslu frá hinum ýmsu fagaðilum um málefni er varða kynheilbrigði. Fresta þurfti Ástráðsferðinni umtöluðu og Kynhvatar viðburðunum um ókominn tíma. Fræðsla annars árs nema í framhalds- skólum hófst í byrjun september og fór að hluta til fram í gegnum $arfundabúnað. Um 140 fyrirlestrar voru haldnir í framhalds- skólum þetta starfsárið, þar af 52 í gegnum $arfunda búnað. Þar glímdu annars árs læknanemar og fræðarar við áður óþekktar áskoranir í kynfræðslu. Við í stjórn Ástráðs getum ekki annað en verið stolt af því hvernig allir sem komið hafa að fræðslunni stóðu sig í að aðlaga starfsemi félagsins að samfélaginu á tímum heimsfaraldurs. Fyrirlestrar Ástráðs í grunnskólum og félagsmiðstöðvum sem þriðja árs lækna- nemar sinna voru í færri kantinum þetta starfsárið, eða fimm talsins. Þrátt fyrir auknar auglýsingar á sam félags- miðlum skilaði það sér ekki í auknum fyrir lestrum sem má rekja til lokana grunn skóla og félagsmiðstöðva vegna samkomutakmarkana. Burtséð frá miklum takmörkunum í starfi Ástráðs þetta skólaárið kom það ekki í veg fyrir innviðavinnu hjá stjórninni. Hafist var handa við umfangsmikla styrktar- umsókna vinnu sem skilaði sér í styrkjum frá hinum ýmsu sjóðum, en þessir styrkir gera Ástráði kleift að halda starfinu áfram. Einnig hóf Ástráður samstarf við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem veitti Ástráði veglegan styrk sem tryggir starf næstkomandi starfsár. Helstu nýjungar hjá Ástráði voru stofnun Ástblæs, hinsegin félags læknanema, að auka aðgengi háskólanema að túrvörum með Túrvaktinni, aukið samstarf við Barna- vernd, notkun $arfundabúnaðar í fræðslu og aukið samstarf við samskipta fræðina innan Læknadeildar. Ástráður er nú orðið sér námskeið á Uglunni en það auðveldar utanumhald annars árs læknanema sem fá í kjölfarið umbun innan samskiptafræðinnar. Það má því segja að nóg hafi verið að gera hjá Ástráði í vetur þrátt fyrir töluvert frá brugðin verkefni. Tíminn sem hefði farið í að skipuleggja þá viðburði sem ekki var hægt að halda fór í eflingu Ástráðs á öllum helstu samfélagsmiðlum. Eitt af markmiðum stjórnarinnar var að auka athygli Ástráðs út á við sem hafði í för með sér viðtal á Vísi, pistil í Læknablaðið, viðtal um getnaðarvarnir í hlaðvarpsþættinum Klukkan Sex á Rúv og viðtal um starfsemina í útvarpsþættinum Samfélagið á Rás 1. Þegar ég lít til baka yfir liðið skólaár get ég ekki annað en verið stolt og þakklát. Stjórn Ástráðs þetta starfsárið var einstak- lega öflug, samheldin og skemmtileg. Takk fyrir að gera starfsemina og félagið að því sem það er. Það er búið að vera sannur heiður að vinna með ykkur og öllum þeim sem komu að starfsemi félagsins. Starf Ástráðs er gríðarlega mikilvægt. Það sýnir öll sú umræða sem á sér stað í samfélaginu um bætta kynfræðslu í skólum. Því er brýnt að halda áfram starfseminni af miklum krafti!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.