Læknaneminn - 01.04.2021, Side 14
12 Læknaneminn
Skoðun
Sjúklingur er áberandi úteygð (exopthalmos)
og með hliðartilfærslu á vinstra auga (mynd
1a). Við mat á heilataugum III, IV og VI
kemur fram að sjúklingur á erfitt með að
horfa upp og tvísýni versnar þegar hún
horfir upp og til hægri. Lífsmörk eru innan
viðmiðunarmarka og önnur líkamsskoðun
ómarkverð.
Sunna Rún Heiðarsdóttir
Fjórða árs læknanemi 2020–2021
Þórir Auðólfsson
Sérfræðingur í lýtalækningum
Meðferð og aðgerðarlýsing
Fyrir aðgerðina var hannað módel með
þrívíddarprentara (mynd 1b). Teknar voru
tölvus neiðmyndir og segulsneiðmyndir sem
stuðst var við í tölvustýrðri myndleiðsögn
meðan á aðgerðinni stóð. Til að tryggja þétta
lokun milli ne'ols og heila og tilfærslu
æða ríks ve$ar á svæðið var notaður frír flipi.
Sjúk lingur fékk fræðslu um fyrirhugaða
aðgerð og hugsanlega fylgikvilla.
Gerður var skurður frá eyra til eyra
(bicoronal) og húðinni af enni flett fram,
niður að augntótt og superior orbital taugin
frílögð. Beinplata yfir ennisblaði og augntótt
var söguð frá og heila himna losuð til að
bæta aðgengi. Bak veggur ennisholu var
$arlægður og öll slímhúð beggja vegna
hreinsuð burt. Beinþakið á augntóttinni
var sagað laust og losað frá. Beinið, sem var
afmyndað, var þynnt með demantsbor, sárið
skolað og öll slímhúð á svæðinu $arlægð.
Í kjölfarið var augntóttin endurgerð með
beingröftum. Skorinn var upp fremri
lærisflipi (anterolateral thigh flap) samsettur
úr vöðvafelli og litlum vöðvabita frá vastus
lateralis og tengdur á sameiginlegum
æðastilk frá circumflex femoralis æðinni
(mynd 2). Flipinn var síðan staðsettur ofan
við endurgerða augntóttina og vöðvabitinn
lagður inn í ne'olið. Í gegnum holu
í ennisbeininu var æðastilkurinn frá
flipanum þræddur út. Með aðstoð smásjár
var gagnaugaæðin (temporal artery) saumuð
saman með Ethylon 9.0 og bláæðin tengd
með 2,5 mm hring áföstum doppler til að
hægt væri að fylgjast með blóðflæði til og
frá flipanum fyrstu dagana eftir aðgerð.
Beinplatan frá ennisblaði var síðan fest
aftur með þunnum járnplötum og skrúfum,
húðinni flett yfir svæðið, sinafell saumað
og húð heftuð saman. Á mynd 3 má sjá sárið
fyrir og eftir ígræðslu flipans. Aðgerðartími
var um 6 klukkustundir.
Útkoma
Bataferlið gekk vel og sjúklingur losnaði við
tvísýni og höfuðverkjaköst. Á mynd 4 sést
hvernig úteygða og tilfærsla á vinstra auga
gekk nánast alveg til baka. Líðan og lífsgæði
sjúklings bötnuðu til muna.
Fræðileg umræða
Meingerð og einkenni
Slímblaðra í nefskútum er uppsöfnun
slíms (mucus) og þekjufrumna, oftast vegna
einhvers konar hindrunar á frárennsli um
skútana.3 Þó slímblöðrur séu að jafnaði
taldar góðkynja, líkja þær gjarnan eftir
hegðun illkynja meins og geta vaxið inn
í aðlæga vefi, valdið bein- og mjúk vefs-
eyðingu eða tilfærslu. Slímblöðrur myndast
gjarnan í kjölfar langvarandi bólgu, æxlis
eða áverka til dæmis eftir fyrri aðgerðir
á nefskútum.4 Einkenni slímblöðru í
Inngangur
Slímblöðrur (mucocele) í nefskútum eru til-
tölulega sjaldgæfar.1 Þrátt fyrir að þær séu í
eðli sínu góðkynja fyrirbæri geta þær vaxið
ífarandi, valdið aflögun á aðliggjandi ve$um
og haft alvarlegar afleiðingar.2 Hér verður
$allað um sjúkling með þekkta slímblöðru í
vinstri ennisholu (frontal sinus) sem ítrekað
hefur verið reynt að $arlægja. Í kjölfar
versnunar á einkennum var ákveðið að
framkvæma umfangsmikla skurðaðgerð þar
sem blaðran, ásamt slímhúð og aðliggjandi
beinvef, var $arlægð og útlitsgalli lagfærður
með flipaaðgerð. Aðgerðin var flókin í
framkvæmd og krafðist samvinnu ólíkra
sérgreina en að henni komu meðal annars
lýtaskurðlæknir, háls-, nef- og eyrnalæknir
og heila- og taugaskurðlæknir.
Tilfelli
Sjúkrasaga
66 ára kona með 20 ára sögu um endurtekna
myndun slímblöðru í vinstri ennisholu.
Hún hefur gengist undir sex aðgerðir sökum
þessa, þar af fimm með speglunartækni
um ne'ol og eina opna skurðaðgerð.
Mikil aflögun hefur orðið á vef umhverfis
blöðruna vegna ífarandi vaxtar í augntótt og
fyrri aðgerða. Hún leitar nú til læknis vegna
vaxandi verkja í vinstra auga, tvísýni og
tíðra höfuðverkjakasta.
a) MRI mynd af höfði sjúklings fyrir aðgerð.
Vinstra auga er útstætt vegna fyrirferðar
slímblöðrunnar.
b) Þrívíddarmódel af höfuðkúpu sjúklings.
Hér má sjá hvernig slímblaðran er vaxin í
augntótt.
Afleiðingar
slímblöðru:
Tilfelli af
lýtaskurðdeild
Mynd 1: Rannsóknir fyrir aðgerð
ba