Læknaneminn - 01.04.2021, Blaðsíða 20
18 Læknaneminn
réttingu og innri festingu og gipsmeðferð
því á vissan hátt óþörf. Henni er þó oft beitt
fyrstu dagana því það dregur úr verkjum.
Verkjameðferð
Gera má ráð fyrir verkjum í úlnliðnum
fyrstu dagana eftir brotið en mesti
verkurinn hverfur á fyrstu 7-14 dögunum.
Oftast er þörf á verkjaly$um á meðan mestu
verkirnir eru, en verkjatöflur eins og para-
setamól og parkódín virka alla jafna vel
á verkina sem fylgja einfaldari brotum.8
Við há orkuáverka og eins eftir aðgerðir
getur verið þörf á sterkari verkjaly$um um
tíma. Nauðsynlegt er að sjúklingur sé það
vel verkjastilltur að viðkomandi geti gert
ráð lagðar æfingar til að draga úr bjúg og
bólgu. Við mikla bjúgsöfnun getur verið
nauð synlegt að létta á umbúðum með því að
klippa þær upp og ve$a á ný.
Fylgikvillar
Taugaklemma á miðtaug í úlnliðsgöngum
(carpal tunnel heilkenni)
Miðtaugin (n. medianus) liggur gegnum
úlnliðsgöngin (carpal tunnel). Þrýstingur á
hana vegna bólgu, blæðingar eða skekkju í
broti getur verið afleiðing úlnliðsbrota en
það leiðir til dofa, verkja og jafnvel skyntaps
á ítaugunar svæði hennar. Við mikinn
þrýsting geta líka orðið truflanir á vöðvum
sem hún ítaugar. Við væg einkenni í kjölfar
úlnliðsbrots þarf að huga að þáttum sem
draga úr bjúg og bólgu eins og að hafa hönd
í hálegu og hreyfa fingur. Einnig þarf að
gæta þess að umbúðir séu ekki of þröngar.
Við alvarlegri einkenni getur þurft að losa
um taugina í aðgerð (carpal tunnel release).
Hætta er á bráðri taugaklemmu (acute carpal
tunnel syndrome) eftir áverka með svæsnum
verkjum út í fingur og skyntapi frekar en
dofa. Við slíkt ástand geta orðið óafturkræfar
skemmdir á stuttum tíma og því brátt að
gera að slíku.
Ranggróning (malunion) eða vangróning
(nonunion) beinhluta
Ranggróning eða van gróning beinhluta
getur orðið í kjölfar beinbrota óháð
meðferð. Meiri hætta er á slíku ef
upphafsmeðferð er ábótavant. Þegar brot
grær skakkt (ranggróning) og það leiðir til
færnisskerðingar eða verkja þarf að rétta
það í aðgerð (correction osteotomy). Þá er bein
tekið í sundur nálægt brotastað, skekkjan
rétt og oftast fest með plötu og skrúfum.
Oftast nær þarf þá beinflutning til að fylla
í gap sem myndast en algengt er að nota
beingraft frá crista iliaca. Þegar brot grær
ekki (vangróning) þarf að gera opna réttingu
með innri festingu ásamt beinflutningi til
að hvetja gróanda.
Slitgigt í kjölfar áverka (post-traumatic
arthrosis)
Slitgigt getur verið langtíma fylgi kvilli
úlnliðsbrota, sérstaklega ef brotið gengur
inn í liði. Slitgigt getur einnig verið fylgi-
kvilli eftir aðgerð með plötu og skrúfum þar
sem skrúfan gengur inn í liðinn. Því þarf að
gæta þess að slíkt eigi sér ekki stað við innri
festingu eftir úlnliðsbrot.
Stífleiki í fingrum, úlnlið og olnboga
Bjúgur, bólga og verkir eftir áverkann leiða
til minni hreyfingar í liðum handleggsins.
Þetta ásamt hreyfingarleysi vegna gips með-
ferðar og skortur á þjálfun til langs tíma
getur leitt til stífleika í liðum. Þetta endur-
speglar mikilvægi þess að hreyfa fingurliði,
oln bogalið og axlarlið á meðan meðferð
stendur. Auk þess er mikilvægt að he$a
sjúkraþjálfun að lokinni gipsmeðferð.
Samantekt og lokaorð
Tilfellið lýsir 76 ára konu sem leitaði á BMT
í Fossvogi eftir fall í hálku. Uppvinnsla á
BMT leiddi í ljós brot á neðri enda sveifar
vinstra megin. Brotið var rétt og gipsað
en ekki fékkst ásættanleg lega á brotinu.
Brotið var einnig óstöðugt og var konan
því tekin í skurðaðgerð þar sem gerð var
opin rétting og innri festing með plötu og
skrúfum. Aðgerðin gekk vel og sömu leiðis
endur hæfingin eftir hana. Vonast er til að
eftir lestur þessa tilfellis geti lesandi tekið
ákvarðanir varðandi næstu skref í með-
ferð brota í neðri enda sveifar og einnig
með höndlað einföld brot með góðri gips-
lagningu. Hafa ber í huga að tilfelli eru
sjaldnast háklassísk eins og áverkasaga hér
að ofan segir til um. Þar var ekki um að ræða
fall á útrétta hendi heldur ódæmigerðan
áverkahátt sem leiddi til klassísks
Colles brots.
Heimildir
1. Handbook of Fractures. Publication Year:
2019. Edition: 6th Ed. Authors/Editor:
Egol, Kenneth A.; Koval, Kenneth J.;
Zuckerman, Joseph. Publisher: Lippincott
Williams & Wilkins (LWW)
2. Corsino CB, Reeves RA, Sieg RN. Distal
Radius Fractures. [Updated 2020 Aug 11].
In: StatPearls [Internet]. Treasure Island
(FL): StatPearls Publishing; 2021 Jan-.
Available from: https://www.ncbi.nlm.nih.
gov/books/NBK536916/
3. Sigurdardottir, Kristbjörg & Halldorsson,
S & Robertsson, Johann. (2011).
Epidemiology and treatment of distal
radius fractures in Reykjavik, Iceland,
in 2004. Comparison with an Icelandic
study from 1985. Acta orthopaedica. 82.
494-8. 10.3109/17453674.2011.606074.
4. Orthobullets.com. 2021. Distal Radius
Fractures - Trauma - Orthobullets.
[online] Available at: <https://www.
orthobullets.com/trauma/1027/distal-
radius-fractures> [Accessed 10 March
2021].
5. Gutow AP. Avoidance and treatment of
complications of distal radius fractures.
Hand Clin. 2005 Aug;21(3):295-305.
doi: 10.1016/j.hcl.2005.04.004. PMID:
16039441.
6. Andersen DJ, Blair WF, Steyers CM Jr,
Adams BD, el-Khouri GY, Brandser EA.
Classification of distal radius fractures:
an analysis of interobserver reliability
and intraobserver reproducibility. J Hand
Surg Am. 1996 Jul;21(4):574-82. doi:
10.1016/s0363-5023(96)80006-2. PMID:
8842946.
7. Medoff RJ. Essential radiographic
evaluation for distal radius fractures.
Hand Clin. 2005 Aug;21(3):279-88.
doi: 10.1016/j.hcl.2005.02.008. PMID:
16039439.
8. Úlnliðsbrot. Published by:
Heilbrigðisstofnun Suðurlands DOI:
https://www.hsu.is/fraedsla/fraedsla-
fyrir-almenning/stodkerfisvandamal/
ulnlidsbrot/
9. Úlnliðsbrot tilfært. Almennar upplýsingar.
Deildarstjóri og yfirlæknir bráða- og
göngudeild G3 Landspítali 2018
Reykjavík: Landspítali
10. Meðhöndlun brota með gipsi. Hjörtur
Brynjólfsson. Landspítali. https://
notendur.hi.is/eih14/baeklun/Gipsun.pdf
11. Gifs. Almennar upplýsingar. Deildarstjóri
og yfirlæknir bráða- og göngudeild G3
Landspítali 2018 Reykjavík: Landspítali
12. Bæklunarskurðaðgerð - gifs. Útskriftar-
fræðsla. Landspítali Reykjavík: Land-
spítali. https://www.landspitali.is/
library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/
Sjuklingar-og-adstandendur/
Sjuklingafraedsla---Upplysingarit/
Skurdlaekningasvid/Ùtskriftarfræðsla-
gifs.pdf