Læknaneminn - 01.04.2021, Side 24

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 24
22 Læknaneminn part). Taugaþræðir innhýðis innihalda bæði hreyfi- og skyntaugaþræði sem liggja til og frá hvelaheila. Djúphnoð og innhýði eru nærð af litlum slagæðagreinum frá fremri og miðhjarnaslagæðum ásamt fremri æðu- flækjuslagæð (anterior choroidal artery) og koma við sögu í ördrepum (lacunar infarct).12 Milliheili Milliheili samanstendur af stúku, undirstúku (hypothalamus) og heilaköngli (pineal gland). Stúkan er miðstöð fyrir boð sem ferðast til hvelaheila og samanstendur af sex kjörnum sem taka þátt í athygli, árvekni, minni, skynjun, heyrn, sjón og skipulagi og upphafi hreyfinga. Stúkan tengir saman ólík svæði heilans og á þátt í að samþætta hin ýmsu boð sem eiga leið í gegnum þessa kjarna.8 Heilastofn og litli heili Heilastofn samanstendur af miðheila (midbrain), brú og mænukylfu. Einkenni vegna slags í heila stofni geta verið afar $ölbreytt þar sem í honum er að finna kjarna heilatauganna og hreyfi- og skynbrautir sem bera boð til og frá hvelaheila, litla heila og mænu.6 Miðheili er mikilvægt svæði hvað varðar augnhreyfingar þar sem kjarnar þriðju og $órðu heilatauganna eru staðsettir þar. Brúin tekur auk þess þátt í að samhæfa augnhreyfingar og kemur einnig að andlitshreyfingum, andlitsskyni, heyrn og jafnvægi í gegnum kjarna fimmtu til áttundu heilatauganna. Kjarnar níundu til tólftu heilatauganna eru að lokum staðsettir í mænukylfunni.13 Mænukylfan stjórnar jafnframt sjálfvirkum (autonomic) þáttum eins og öndun, blóðþrýstingi og hjartslætti. Boðdreifakerfið (reticular activating system) er einnig staðsett í heilastofninum og teygir sig inn í stúku. Það hefur afar mikilvægu hlutverki að gegna við stjórnun meðvitundar. Litli heili samhæfir viljastýrðar hreyfingar, tekur þátt í fínhreyfingum og viðheldur jafnvægi og líkamsstöðu.8 Skilgreining slags Slag var skilgreint af Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni (World Health Organization, WHO) árið 1980 í rannsóknartilgangi. Í þeirri grein var slag skilgreint sem klínísk einkenni sem koma brátt fram og benda til staðbundinnar eða altækrar truflunar á heilastarfsemi. Einkennin þurfa að standa yfir í að minnsta kosti 24 klukkustundir eða leiða til dauða og engar aðrar orsakir en þær af æðatengdum uppruna (vascular origin) mega koma til greina.14 Þessi skilgreining nær augljóslega utan um flest tilfelli innanskúmsblæðinga (subarachnoid hemorrhage), heilablæðinga og blóðþurrðardrepa en nær ekki til skamm- vinnrar heilablóðþurrðar (transient ischemic attack, TIA). Altæk truflun á heilastarfsemi nær einungis til innanskúmsblæðinga án staðbundinna einkenna. Segja má að TIA skilgreiningin sé afleidd skilgreining slaga, en einkenni þeirra standa innan við 24 klukkustundir. Þessi skilgreining var síðar nefnd „time based definition of TIA“. Í grein frá 2009 var stungið upp á því að breyta þessu og greina TIA einungis ef ekki sjást merki um drep á segulómmynd. Þetta er nefnt „tissue based definition of TIA“.15 Þessi endurskilgreining er umdeild þar sem margt er óljóst í þessum efnum. Þar sem greinin $allar aðallega um blóðþurrðarslag verður ekki frekar $allað um TIA. Meinmyndun Algengasta orsök slaga er blóðþurrðarslag. Íslensk rannsókn á nýgengi slags árið 2013 leiddi í ljós að af 343 sjúklingum með fyrsta slag voru 81% með blóðþurrðarslag, 9% með heilablæðingu, 7% með innan- skúmsblæðingu og 3% með óþekkta orsök.16 Samræmist þetta niðurstöðum erlendra rann sókna.17 Blóðþurrðarslag verður vegna skerts blóðflæðis eða stöðvunar þess, en brottfallseinkenni ráðast af staðsetningu röskunar í heila. Á nokkrum mínútum getur orðið óafturkræfur ve$askaði á þeim stað sem blóðflæði er mest skert (kjarnadrep – core ischemia) en umhverfis það er svæði sem starfar ekki en er lífvænlegt (jaðar - penumbra). Bráðameðferð blóðþurrðarslags beinist að því að koma blóðflæði aftur á þannig að bjarga megi jaðrinum.18,19 Reynt er að flokka orsakir blóðþurrðar- slaga eftir TOAST flokkunarkerfi (the Trial of Org 10172 in Acute Stroke Treatment classification). TOAST flokkunin skiptir blóðþurrðarslögum niður í stóræðasjúkdóm (large-artery atherosclerosis), segarek frá hjarta (cardioembolism stroke), smáæðasjúkdóm (small-vessel occlusion), slag af annarri þekktri orsök eða slag af óþekktri orsök. Fyrrnefnd flokkun nýtist ágætlega í klínísku starfi og aðstoðar okkur við val rannsókna og meðferða. Það skiptir máli að greina rétta undirgerð slags þar sem það getur verið munur á bæði meðferð og horfum milli undirgerða.20 Út frá klínískum einkennum er erfitt að segja til um orsakir slags. Hins vegar er ágætt að reyna að flokka drep niður eftir því hvort að þau hafi áhrif á heilabörk eða ekki. Drep sem hafa áhrif á starfsemi heilabarkar geta verið vegna stóræðasjúkdóms eða sega reks frá hjarta. Við greiningu stóræða- sjúk dóms er stuðst við einkenni sjúklings og Næringarsvæði fremri hjarnaslagæðar (ACA) Næringarsvæði miðhjarnaslagæðar (MCA) Næringarsvæði aftari hjarnaslagæðar (PCA) Fremri hjarnaslagæð Innri hálsslagæð Miðhjarnaslagæð Aftari hjarnaslagæð Botnslagæð ACA Sagittal View MCA Three-Quarter View PCA Mynd 2: Næringarsvæði fremri, mið- og aftari hjarnaslagæða Hjar abotnsslagæð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.