Læknaneminn - 01.04.2021, Side 26

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 26
24 Læknaneminn konum.16 Breytanlegir áhættuþættir eru svo flokkaðir enn frekar í vel þekkta og minna þekkta þætti út frá því hversu sterk tengsl þeir hafa við tilurð blóðþurrðarslags. Vel þekktir áhættuþættir eru háþrýstingur, reykingar, sykursýki, blóðfituröskun, háls slagæðarþrenging, sigðkornablóðleysi, hormóna meðferð eftir tíðahvörf, óhollt matar æði, hreyfingarleysi, ofþyngd, gátta tif og aðrir hjartasjúkdómar. Minna þekktir áhættuþættir eru meðal annars efna- skiptakvilli (metabolic syndrome), óhófl eg áfengisneysla, vímuefnanotkun, hor- móna getnaðarvörn, kæfisvefn, mígreni og blóðstorkutruflun.25 Áhættuþættir slags eru $öldamargir en ljóst er að þeir hafa mismikið vægi. INTERSTROKE var tilfellaviðmiðarannsókn sem kortlagði áhættuþætti slags og mikil vægi hvers og eins þeirra. Rann- sak endur báru saman 3000 tilfelli með fyrsta slag, annað hvort blóðþurrðarslag eða heilablæðingu, við 3000 viðmið og komust að þeirri niðurstöðu að tíu breytan- legir áhættuþættir liggja að baki um 90% af slagáhættunni. Fyrstu fimm eru háþrýstingur, reykingar, kviðfita, mataræði og hreyfingarleysi sem skýra um 80% af áhættu á slagi. Seinni fimm eru sykursýki, áfengis notkun, félagslegir þættir, hjarta- sjúkdómar og apólípóprótín.26 Slag er því að miklu leyti lífsstílstengdur sjúk dómur. Besta leiðin til þess að draga úr byrði slaga á heimsvísu væri að leggja áherslu á fyrsta stigs forvarnir eins og hollt mataræði, reglulega hreyfingu og reyk- leysi.25 Fyrrnefndir þættir fyrirbyggja enn fremur að fólk þrói með sér aðra áhættuþætti slags á borð við háþrýsting og sykursýki. Í INTERSTROKE rannsókninni kom fram að matar æði ríkt af fiski og ávöxtum, til að mynda Miðjarðarhafsmataræðið, sé verndandi gegn slagi en að mataræði ríkt af meðal annars rauðu kjöti og salti hefði tengsl við aukna áhættu.26 Óhófleg salt- inntaka stuðlar að slagi, að miklu en ekki að öllu leyti, með því að hækka blóðþrýsting. Banda rísku slagsamtökin ráðleggja fólki því að draga úr inntöku salts og auka inntöku á kalíum til þess að lækka blóðþrýsting. Í leið beiningum er sérstaklega ráðlagt að fylgja DASH-style mataræðinu sem er ríkt af ávöxtum, grænmeti og lágfitu mjólkur vörum og inniheldur einnig lítið af mett aðri fitu.25 DASH stendur fyrir Dietary Approaches to Stop Hypertension og var heitið á klínískri rannsókn sem kannaði áhrif matar æðis á blóðþrýsting. Niðurstaðan var að fæðusamsetning DASH-style matar- æðisins væri hugsanlega áhrifarík í að fyrir byggja háþrýsting og gæti dregið úr þörf á notkun blóðþrýstingslækkandi ly$a.27 Mikil athygli hefur einnig beinst að áhrifum Miðjarðarhafsmataræðisins sem hefur tengsl við minnkaða áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.28,29 Miðjarðar- hafs mataræðið er ríkt af ólífuolíu, hnetum, ávöxtum, grænmeti og tre$um. Einnig inniheldur það meðalmikið af fiski og alifugla kjöti en lítið af rauðu og unnu kjöti sem og sætindum. Niðurstöður ný- legrar safngreiningar (meta-analysis) um matar æði og slag voru að bæði DASH-style matar æðið og Miðjarðarhafsmataræðið hefðu tengsl við minnkaða áhættu á slagi og dánartíðni.30 Vísbendingar eru um að Miðjarðarhafsmataræðið dragi úr nýgengi blóðþurrðarslags en ekki heilablæðingar.31 Mikilvægasti breytanlegi áhættuþáttur slags er háþrýstingur. The Framingham Heart Study hefur gert garðinn frægan í gegnum tíðina fyrir innsýn þess í faraldsfræði og áhættu þætti hjarta- og æðasjúkdóma, þar á meðal háþrýstings.32 Fyrrnefnd rannsókn er framsýn langsniðsrannsókn sem hófst árið 1949 og gerði rannsakendum kleift að fylgja eftir 5.209 körlum og konum á aldrinum 30 til 62 ára í 14 ár og kanna tengsl háþrýstings við slag. Hún leiddi í ljós að greinileg tengsl væru þar á milli. Niðurstaðan var að það væri lítill vafi um að háþrýstingur væri undanfari og öflugur áhættuþáttur slags.33 Góð blóðþrýstingsstjórnun ætti því að vera forgangsatriði sem fyrsta forvörn gegn slagi. Ráðlagt er að halda blóðþrýstingsmörkum undir 140 í slagsbilsþrýsting og 90 í hlébils- þrýsting með lífsstílsbreytingum og ly$ameðferð eftir því sem við á.25 Gáttatif, hvort sem um er að ræða kvikult (paroxysmal) eða viðvarandi, er vel þekktur áhættuþáttur slags. Mikilvægt er að greina fólk með gáttatif, en meðhöndlun þess dregur úr nýgengi slaga. Af 320 sjúklingum með blóðþurrðarslag árið 2013 á Íslandi voru 29% með gáttatif. Gáttatifið var þekkt hjá 18%, greindist á hjartalínuriti við komu hjá 6% og kom í ljós við uppvinnslu hjá hinum.16 Til þess að draga úr nýgengi slags ráðleggja Bandarísku slagsamtökin að sjúklingar í hárri áhættu á slagi, og í sumum til- vikum meðalmikilli, he$i meðferð með blóð þynningu. Almennt er miðað við að he$a eigi blóðþynningu hjá sjúklingum Sjónsviðsskerðing L R 1 2 3 4 5 6 7 8 Temporal Nasal Sjónskúfur Nasal Temporal L RSjónbrautir 1 2 3 4 5 6 7 8 Sjónbörkur Mynd 4: Sjónsviðsskerðing eftir staðsetningu skaðans (táknað með svörtu)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.