Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 30

Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 30
28 Læknaneminn Tafla 3: Slagheilkenni Slag í fremri blóðveitu Fremri hjarnaslagæð Máttminnkun og skyntruflun í gagnstæðum neðri útlim og hegðunarbreytingar. Miðhjarnaslagæð Máttminnkun og skyntruflun í gagnstæðum líkamshelming sem er meira áberandi í andliti og efri útlim. Ef drepið teygir sig framarlega getur sést augnhliðrun til sömu áttar (conjugate eye deviation). Málstol kemur fram ef skaði verður á ríkjandi heilahveli en gaumstol ef skaði verður á víkjandi heilahveli. Sjónsviðsskerðing kemur fram ef lokun verður á neðri grein (inferior division) miðhjarnaslagæðar og fer eftir því hvaða hluti sjónskúfsins (optic radiation) verður fyrir skaða: • Superior quatrantanopsia – sjónskúfur í gagnaugablaði • Inferior quatrantanopsia – sjónskúfur í hvirfilblaði Slag í aftari blóðveitu Aftari hjarnaslagæð Samhliða helftarblinda gagnstæðu megin (controlateral homonymous hemianopsia). Ef skaði verður á ríkjandi heilahveli þá getur komið fram heilkenni lesblindu án ritstols (alexia without agraphia). Barkarblinda (cortical blindness) getur komið fram ef skaði verður á hnakkablaði beggja vegna. The thalamic syndrome of Dejerine and Roussy Lokun á greinum frá aftari hjarnarslagæð Skyntap og verkur í gagnstæðum líkamshelming. Locked-in syndrome Lokun á hjarnabotnsslagæð Eðlilegar lóðréttar augnhreyfingar, framsagnarstol (anarthria) og ferlömun (quadriplegia) vegna skaða beggja vegna í brú. Weber syndrome Lokun á greinum frá aftari hjarnarslagæð í miðheila Lömun á þriðju heilataug sömu megin og máttminnkun gagnstæðu megin. Claude syndrome Lokun á greinum frá aftari hjarnarslagæð í miðheila Lömun á þriðju heilataug sömu megin og óregluhreyfing í efri og neðri útlim gagnstæðu megin. Benedikt's syndrome Lokun á greinum frá aftari hjarnarslagæð í miðheila Lömun á þriðju heilataug sömu megin og óregluhreyfing og rykkjabrettur (chorea) gagnstæðu megin. Bandarísku slagsamtakanna um bráða- meðferð við blóðþurrðarslagi ætti að stefna að því að gefa segaleysandi meðferð eins fljótt og hægt er frá komu sjúklings á spítala.21 Gjöf segaleysandi meðferðar utan tíma- marka hefur verið að ryðja sér til rúms vegna aukinnar notkunar á myndgreiningu sem sýnir umfang kjarnadreps og jaðars (penumbra). Við hentugar aðstæður á kjarna drep að vera lítið en jaðar stór. Slíkar mynd greiningar eru tölvusneiðmynd með heilave$argegnumflæðisrannókn (cerebral perfusion) eða flæðisvigtuð (diffusion- weighted imaging, DWI) segulómrannsókn. Þó æskilegast væri að gefa rt-PA sem fyrst eftir upphaf einkenna þá mæla nýlegar leið beiningar Evrópsku slagsamtakanna með gjöf segaleysandi meðferðar utan tíma- marka ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Á það einna helst við um sjúklinga sem vakna með einkenni og voru síðast einkennalaus fyrir meira en $órum og hálfri klukkustund en hafa merki um lífvænlegan vef á fyrr- nefndum rannsóknum.50 Fara þarf vel yfir ábendingar og frá- bendingar þegar gefa á rt-PA. Helstu frá bendingar við segaleysandi meðferð, þegar búið er að útiloka heilablæðingu, er blóð þynning, innvortis blæðing, saga um slag æðarstungu (<7 daga), stóra aðgerð (<3 vikur) eða fyrra slag (<3 mánuði). Ekki má gefa segaleysandi meðferð ef blóðþrýstingur mælist yfir 185 í slagbilsþrýsting eða 110 í hlé bils þrýsting. Í slíkum tilfellum þarf að lækka blóðþrýstinginn með ly$um fyrir gjöf rt-PA.51 Ef blóðtappi í nærlægum (proximal) æðum heilans sést við myndgreiningu ber að íhuga segabrottnám. HERMES rann- sóknin var safngreining sem kannaði árangur segabrottnáms með því að sameina gögn fimm slembiraðaðra rannsókna.52-56 Rannsóknirnar báru saman segabrottnám innan tólf tíma frá upphafi einkenna við hefð bundna meðferð hjá fólki með nærlæga lokun í fremri hringrás. Megin niðurstaða rannsóknarinnar var betri færni sjúklinga 90 dögum eftir inngrip samkvæmt endurbætta Rankin-kvarðanum (modified Rankin scale, m-RS). Flestir sjúklingar voru með lokun á M1 grein miðhjarnaslagæðar og næstflestir með lokun á innri hálsslagæð. Niðurstaða HERMES var að sá $öldi sem þyrfti að með höndla (number needed to treat) til draga úr fötlun um eitt stig á endurbætta- Rankin kvarðanum væri 2,6. Segabrottnám hefur því í för með sér mikinn ávinning fyrir flesta sjúklinga með nærlæga lokun í fremri blóð veitu heilans. Af 100 sjúklingum sem fara í segabrottnám munu 38 fá vægari fötlun og 20 til viðbótar verða sjál(jarga.57 Bandar ísku hjarta- og slagsamtökin ráð- leggja að gefa öllum segaleysandi meðferð sem hafa ábendingu fyrir henni jafnvel þótt að segabrottnám komi til greina.58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.