Læknaneminn - 01.04.2021, Side 35

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 35
33 Mat á lungnastarfsemi fyrir skurðaðgerðir vanstarfsemi sem hefur klínísk áhrif og breytir sjúkdómsgangi eftir aðgerðina.2 Þeir fylgikvillar sem eru algengastir og eru taldir hafa mest áhrif á dánartíðni eru lungna hrun, lungna bólga, öndunar bilun í kjölfar aðgerðar og versnun á undir liggjandi lungna sjúkdómi.8 Aðrir algengir fylgi- kvillar eru lágur súrefnisþrýstingur í blóði (hypoxemia), aukinn slímuppgangur með hósta, óeðlileg lungnahlustun og óútskýrður hiti (tafla 1).1 Lungnahrun er algengt vandamál eftir aðgerðir þar sem truflun verður á starfsemi þindar, svo sem eftir brjóstholsaðgerðir og efri kviðarholsaðgerðir (mynd 2).8 Rannsókn sýndi að allt að 75% þeirra sem fá lyf sem hafa áhrif á tauga vöðvamót (neuromuscular blocking drug) fá lungna hrun.6 Þá spila verkir einnig hlutverk því þeir geta komið í veg fyrir að sjúklingar dragi djúpt andann og þá þenjast lungnablöðrur ekki nægilega út. Ef lungnahrunið er stórt má heyra minnkuð öndunarhljóð yfir þeim hluta lungans og jafnvel greina bankdeyfu. Notkun jákvæðs útöndunarþrýstings (PEEP) í öndunarvél á meðan á aðgerð stendur hjálpar til við að minnka lungnahrun.5 Hægt er að vinna gegn lungnahruni eftir aðgerðir með flautu sem er með jákvæðum útöndunar þrýstingi (positive expiratory pressure, PEP) (mynd 3). Einnig hjálpar að sjúklingur sé í uppréttri stöðu, svo sem við setu á rúmstokki eða stól og á göngu. PEP flautan eykur mótstöðu í lungum og losar þannig slím og opnar lungun. Aukinn slím uppgangur með hósta er fylgikvilli sem vert er að hafa í huga hjá sjúklingum eftir skurðaðgerð. Annar mikilvægur fylgi kvilli er lungnabólga sem greina má með sögu, skoðun og myndgreiningu ef þörf krefur. Í lungnabólgu er dæmigert að heyra brakhljóð við innöndun yfir lungna- stað og berkjuöndunarhljóð (bronchial breath sounds). Lungna bólga er meðal mismunagreininga sem þarf að hafa í huga þegar sjúklingur á fyrstu dögum eftir aðgerð fær hita. Til eru tvær Gupta reiknivélar sem annars vegar áætla líkur á lungnabólgu eftir aðgerð og hins vegar áætla líkur á öndunarbilun eftir aðgerð (sjá undirkafla: Hjálpartæki til að meta lungnaáhættu). Alvarlegur fylgikvilli skurð- aðgerða er öndunarbilun eftir aðgerð en skilgreiningin á því samkvæmt Arozullah er þörf á öndunarvél eftir aðgerð, nánar tiltekið öndunarvélar meðferð sem varir lengur en 48 klukkutíma eftir aðgerð, eða þörf á að sjúklingur fari aftur í öndunarvél innan 30 daga eftir að skurð aðgerð lýkur.8,9 Til er skimunartæki til að meta líkur á öndunar- bilun eftir aðgerð sem heitir Arozullah Respiratory Failure Index (sjá undirkafla: Hjálpartæki til að meta lungnaáhættu).9 Mikilvægur fylgikvilli sem vert er að hafa í huga er versnun á undirliggjandi lungna sjúkdómum, sérstaklega lang- vinnri lungnateppu og astma en einnig milli vefslungnasjúkdómum. Einnig má nefna lágan súrefnisþrýsting í blóði en súr- efnisskort má greina með blóð gasa sýni.1,8 Ef sjúklingur sem er á leið í skurð aðgerð hefur undirliggjandi lungna sjúkdóma getur þurft að gera viðbótar rannsóknir í mati fyrir aðgerð og ganga úr skugga um að sjúk dómurinn sé vel meðhöndlaður áður en sjúklingur fer í aðgerð. Áhættuþættir fylgikvilla Áhættuþáttum fylgikvilla má skipta í tvennt, annars vegar þætti sem tengjast sjúk lingnum sjálfum og hins vegar þætti sem tengjast skurðaðgerðinni. Áhættu- þættirnir eru $öldamargir en á marga þeirra má hafa áhrif fyrir aðgerðina. Sem dæmi um breytanlegan áhættuþátt eru reykingar og óbreytan legan er aldur. Mikilvægt er að heil brigðis starfsmenn sem sinna mati á sjúk lingum fyrir aðgerðir séu meðvitaðir um þessa þætti og að möguleiki sé á að draga úr líkum á fylgikvillum frá lungum eftir skurð aðgerðir með breytingum á venjum Mynd 2: Sjúklingur á þriðja degi eftir aðgerð á magálshaul (ventral hernia). a) Röntgenrannsókn af lungum sýnir nokkrar bandlaga þéttingar liggja frá lungnaporti í átt að fleiðru hliðlægt og neðan til í báðum lungum. Útlit samrýmist lungnahruni. b) Tölvusneiðmynd sama dag sýnir lungna- hrun með sömu dreifingu í miðhluta og neðri hluta lungna. Engar íferðir voru til staðar í lungnavef. Mynd 3: Dæmi um PEP flautu. Tafla 1: Helstu fylgikvillar frá lungum eftir skurðaðgerð *Öndunarvélarmeðferð lengur en 48 klukkutíma eftir aðgerð eða þörf á að fara aftur í öndunarvél ≤30 daga frá aðgerð. Helstu fylgikvillar frá lungum eftir skurðaðgerð Lungnahrun Lungnabólga Öndunarbilun í kjölfar aðgerðar* Versnun á undirliggjandi lungnasjúkdómi, svo sem LLT, astma eða millivefslungnasjúkdómum Lágur súrefnisþrýstingur í blóði Aukinn slímuppgangur með hósta Óeðlileg öndunarhljóð við lungnahlustun Óútskýrður hiti a) b)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.