Læknaneminn - 01.04.2021, Side 36

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 36
34 Læknaneminn eða betri meðhöndlun sjúkdóma.6 Algenga sjúklingatengda áhættuþætti má sjá í töflu 2. Þættir sem tengjast sjúklingi Aldur: Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að almennt aukast fylgikvillar tengdir lungum eftir skurðaðgerðir með vaxandi aldri. Kerfis bundin yfirferð gerð af American College of Physicians sýndi að aldur yfir 50 ára er mikilvægur sjálfstæður áhættuþáttur. Þegar sjúklingar yfir 50 ára voru bornir saman við sjúklinga undir 50 ára voru þeir allt að 5-6 sinnum líklegri til að fá fylgi kvilla frá lungum eftir skurðaðgerðir.8 Aðrar rann- sóknir hafa sýnt svipaðar niðurstöður.10 Með hækkandi meðalaldri fólks þarf að hafa þennan áhættuþátt sérstaklega í huga. Almennt heilsufar er mikilvægt að skoða til þess að meta áhættu fyrir lungna - fylgikvillum. Rannsókn sýndi að skerðing á athöfnum daglegs lífs (ADL) eykur áhættuna. Til mats á þessu hefur American Society of Anesthesiologists (ASA) búið til alþjóðlegt mat þar sem að sá sem er í ASA flokki 1 er heilbrigður og ASA 5 er alvar lega veikur sjúklingur sem er ekki talinn geta lifað án aðgerðar (tafla 3).11 Dæmi um sjúkdóm eða daglegar venjur fólks og áhrif þess á eðlilegt líf ein staklinga má sjá í sömu töflu. Sama rannsókn og sýndi aukna áhættu við lækkað ADL sýndi að ASA stig >2 eykur áhættuna á lungna fylgi kvillum tæplega fimmfalt miðað við hraustan einstakling í ASA flokki 1.10 Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúkraþjálfun fyrir skurðaðgerð getur haft jákvæð áhrif á lungna fylgikvilla eftir aðgerðir og stytt spítaladvöl.12 Reykingar auka mjög á áhættu á lungna- fylgikvillum. Almennt er talið mikilvægt að hætta reykingum í að minnsta kosti $órar vikur fyrir skurðaðgerðir. Því lengur sem reyk bindindi varir fyrir aðgerð, því minni líkur eru á lungnafylgikvillum. Rann- sóknir hafa sýnt að ef reykingum er hætt 6-8 vikum fyrir aðgerð getur sjúk dóms- byrði eftir aðgerð minnkað um 50%.12 Það fer eftir aðgerðum hve mikil hættan er. Í aðgerðum þar sem mest hætta er á lungna- fylgikvillum, svo sem í aðgerðum á hjarta- og æðakerfi, hafa reykingar mest áhrif. Sama rannsókn sýndi að áhættan hjá þeim sem ekki reyktu stuttu fyrir aðgerð en höfðu reykt áður um ævina var meiri en hjá þeim sem höfðu aldrei reykt. Áhættan var mest hjá þeim sem reyktu fram að aðgerð.13 Hvetja ætti alla sem fara í skurðaðgerð til að hætta reykingum alveg og bjóða þeim ly$a meðferð og aðra reykleysismeðferð. Offita og vannæring: Offita getur breytt lífeðlis fræðilegum þáttum lungna og meðal annars valdið minnkuðu lungnarúmmáli. Margar rannsóknir hafa sýnt að offita með líkams þyngdarstuðul (body mass index, BMI) milli 30 og 40 [kg/m2] er ekki talin sjálf- stæður áhættuþáttur fyrir fylgi kvillum frá lungum. Stór rannsókn frá 2015 sýndi að tíðni fylgikvilla frá lungum eftir aðgerðir var ekki aukin hjá þeim sem voru með BMI milli 30 og 40 borið saman við þá sem voru í kjör þyngd (18,5<BMI<24,9). Hins vegar voru einstaklingar með sjúklega offitu (morbid obesity) í aukinni áhættu. Þannig ætti offita með BMI undir 40 ekki að breyta sjúk linga vali fyrir aðgerðir. Sama rannsókn sýndi að þeir sem eru vannærðir með BMI undir 18,5 eru í aukinni áhættu að fá lungnafylgikvilla.14 Efnaskipta- og næringarþættir geta verið mikilvægir eins og lágt albúmín og blóð- leysi. Albúmín gildi undir 36 g/L fyrir aðgerð er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir lungna- fylgi kvillum. Kerfisbundin yfirferð sýndi fram á rúmlega tvöfaldan mun milli þeirra sem voru með lækkað albúmín fyrir aðgerð og þeirra sem voru innan viðmiðunar- marka.8 Blóðrauði (hemoglobin) undir 100 g/L fyrir aðgerð getur aukið hættu á lungnafylgikvillum allt að þrefalt.10 Langvinn lungnateppa (LLT) er mjög mikil- vægur áhættuþáttur fyrir fylgikvillum frá lungum eftir skurðaðgerðir. Ekki eru til nein ákveðin gildi á öndunarprófum sem segja að skurðaðgerð sé útilokuð vegna áhættu tengdri sjúkdómnum heldur þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig. Vega þarf mikil vægi aðgerðar á móti áhættunni sem fylgir því að svæfa sjúkling með langt gengna LLT. Í sumum tilfellum má íhuga að nota mænu- (spinal anesthesia) eða utanbastsdeyfingu (epidural anesthesia) í stað almennrar svæfingar (general anesthesia) til að komast hjá því að tengja sjúkling við öndunarstuðning sem gæti reynst erfitt að hætta með. Rannsóknir hafa sýnt að LLT hjá skurðsjúklingum eykur dánartíðni, sjúk- dóms byrði og lengir spítaladvöl. Þá er aukin hætta á því að erfitt væri að hætta öndunar- stuðningi eftir aðgerð og að sjúklingur Sjúklingatengdir áhættuþættir Aldur Almennt heilsufar Reykingar Offita og vannæring Næringar- og efnaskiptaþættir LLT Astmi Kæfisvefn Heilkenni offitu og vanöndunar Millivefslungnasjúkdómar Lungnaháþrýstingur Hjartabilun Sýking í efri öndunarvegum Flokkur og skilgreining Áhrif á líf Dæmi um sjúkdóm/venjur 1. Hraustur einstaklingur • Reykir ekki • Lítil eða engin áfengisdrykkja 2. Vægur sjúkdómur Truflar ekki eðlilegt líf • Reykir • Vel meðhöndlaður háþrýstingur • 30 < BMI < 40 3. Alvarlegur sjúkdómur Truflar eðlilegt líf • LLT • BMI ≥ 40 4. Alvarlegur sjúkdómur Ógnar stöðugt lífi • Illa meðhöndluð sykursýki eða háþrýstingur 5. Dauðvona sjúklingur sem ólíklegt er að lifi 24 klst. án aðgerðar Óháð því hvort hann fer í aðgerð eða ekki • Miklir áverkar • Rofinn ósæðargúll í brjóst- eða kviðarholi 6. Látinn Tafla 2: Sjúklingatengdir áhættuþættir Tafla 3: ASA flokkun: Upplýsingar eru fengnar frá: ASA Physical Status Classification System. Aðgengilegt á: https://www.asahq.org/standards-and-guidelines/asa-physical- status-classification-system.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.