Læknaneminn - 01.04.2021, Side 38

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 38
36 Læknaneminn Almennt gildir að nákvæm saga og skoðun séu bestu þættir á mati fyrir skurð- aðgerð. Þannig er mikilvægt að ná fram sögu um áhættuþætti sem lýst er hér að ofan. Þannig skal taka ítarlega heilsu- fars sögu, $ölskyldusögu með tilliti með lungnasjúkdóma, ly$asögu, reykingasögu og gera hnitmiðaða kerfakönnun þar sem spurt er út í mæði, hvort sem áreynslutengda eða í hvíld, hósta, hrotur og dagsy$u.30 Einnig er mikilvægt að spyrja hvort sjúklingur hafi áður farið í skurðaðgerð og hvort einhver vanda mál hafi komið upp þá, svo sem við svæfingu eða á fyrstu dögunum eftir aðgerð.29 Gera ætti almenna lungnaskoðun þar sem er horft, þreifað, bankað og hlustað. Horfa ætti eftir hvort sjúklingur erfiði við öndun, noti aðstoðaröndunarvöðva eða mæðist við hreyfingu og hvort aflögun sé á brjóstkassa. Dæmi um slíkt væri tunnu- brjóst við LLT. Líkamsskoðun ætti að beinast sérstaklega að því að greina teppusjúkdóma í lungum. Þannig gætu atriði eins og minnkuð öndunarhljóð, önghljóð eða lengd út öndun komið fram við lungnahlustun.30 Ef upp koma þættir í sögu eða skoðun sem gætu haft áhrif á skurðaðgerðina og legu eftir aðgerð þá skal kafa dýpra í það og gera viðeigandi ráðstafanir. Próf til mats á lungnastarfsemi eru mörg talsins en þær öndunarmælingar sem verður rætt um hér eru fráblásturspróf og áreynslu próf. Slík próf eru ekki nauðsynleg á öllum sjúklingum sem fara í aðgerðir utan brjóst hols. Allir sem fara í aðgerð á brjóstholi ættu hins vegar að fara í öndunarmælingar. Niður stöður öndunarmælinga ættu ekki að vera aðalþátturinn til þess að taka ákvörðun um skurðaðgerð nema um sé að ræða aðgerð þar sem $arlægja á hluta af lunga.30,31 Sérstaklega mikilvægt er að allir sem eru með LLT og astma fari í fráblástursmælingu fyrir aðgerð. Einnig ætti að gera frá- blásturs mælingar hjá sjúklingum sem við kerfakönnun lýsa mæði eða skertri áreynslu getu.3 Fráblásturspróf er víðast hvar aðgengilegt og fljótlegt og auðvelt í framkvæmd fyrir þann sem kann til verka. Prófið metur rúmmál lofts í lítrum og flæðis- hraða í lítrum á sekúndu. Þau blásturs- prófsgildi sem eru talin auka áhættu á lungnafylgikvillum eftir aðgerð eru FEV1 (forced expiratory volume in one second) < 80% af spáðu gildi og hlutfall FEV1 á móti FVC (forced vital capacity) < 70% af eigin gildi (mynd 1).6 Áreynslupróf eru gagnleg hjá sjúklingum með óútskýrða mæði eða einkenni sem eru ekki í samræmi við niður- stöður fráblástursmælinga. Einnig eru þau sér staklega mikilvæg til þess að kanna hvort sjúklingur þoli að missa hluta af lunga með skurðaðgerð, til dæmis blaðnámi (lobectomy). Hægt er að gera hjarta- og lungnaálagspróf (cardiopulmonary exercise testing) og sex mínútna göngupróf. Síðara prófið er auðvelt í framkvæmd en hið fyrra krefst sérstaks tækjabúnaðar og menntunar þeirra sem fram kvæma.32 Ef slík áreynslupróf eru ekki fáanleg er hægt að láta sjúkling ganga upp stiga á milli hæða til að meta áreynslu- getu. Það að sjúklingur geti gengið upp tvær hæðir er talið gefa vísbendingu um að hann þoli skurðaðgerð.33 Oft koma stoðkerfisvandamál í veg fyrir að stigaganga sé möguleg. Í útvöldum tilvikum geta blóðgös verið hjálp leg. Almennt á blóðgasamæling ekki að vera hluti af áhættumati fyrir skurðaðgerð. Ábendingar fyrir þeim hafa verið tilgreindar eftir farandi: súrefnismettun lægri en 93% í hvíld, óeðlileg gildi kolsýru í blóði og mikil skerðing á fráblástursmælingu, til dæmis að FEV1 sé undir 1 lítra. Þetta eru atriði sem eiga gjarnan við um sjúklinga með langt gengna LLT. Rannsókn sýndi aukna hættu á lungnafylgikvillum í kjölfar aðgerða hjá sjúklingum sem voru með hlut þrýsting koltvísýrings í slagæðablóði hærri en 45 mmHg.34 Einnig getur mæling á bíkarbónati í bláæðablóði gefið til kynna lang vinna hækkun á koltvísýringi. Það gerist sem hluti af sýru basa jafnvægi líkamans en bíkarbónat hækkar í hlutfalli við magn koltvísýrings. Á þetta einkum við í langvinnum lungnasjúkdómum, frekar en bráðri versnun.35 Flestir sem fara í skurðaðgerðir þurfa ekki á röntgenmynd af lungum að halda. Íhuga ætti slíka myndgreiningu hjá sjúklingum með hjarta- og/eða lungna- sjúkdóma, sem eru eldri en 50 ára og á leið í aðgerðir á efra kviðarholi, vélinda, brjóst- holi eða ósæð.8 Flestir sjúklingar sem fara í slíkar aðgerðir eru þó búnir að fara í tölvu- sneiðmyndir sem ná til brjósthols og/eða kviðarhols og veita því yfirsýn yfir ástand líffæra í brjóstholi. Hjálpartæki sem meta lungnaáhættu Til eru ýmis hjálpartæki til þess að meta áhættu á lungnafylgikvillum tengdum skurð aðgerðum. Þau eru hjálpleg til þess að gefa sjúklingum ráð og einnig til þess að meta fyrirhugaða meðferð, til dæmis hversu mikið eftirlit þarf að vera eftir aðgerð. Þannig geta þeir sem eru í mikilli áhættu farið á gjörgæsludeild eftir skurðaðgerð frekar en á almenna legudeild. Til eru ýmis slík hjálpartæki eins og ARISCAT (Assess Respiratory Risk in Surgical Patients in Catalonia) Risk Index og Arozullah Respiratory Failure Index. ARISCAT áhættuvísirinn metur heildar áhættu sjúklings á að fá fylgikvilla frá lungum eftir skurðaðgerð. Horft er til eftir farandi sjö þátta: aldurs, súrefnismettunar fyrir aðgerð, öndunarfærasýkingar síðastliðinn mánuð, blóðleysis fyrir aðgerð, aðgerðar á efra kviðarholi eða brjóstholsaðgerð, aðgerðartíma og hvort um bráðaaðgerð er að ræða.10 Arozullah áhættu vísirinn metur hættu á þörf á öndunarstuðningi eftir aðgerð, svo sem öndunarvélarmeðferð sem varir lengur en 48 klukkutíma eftir aðgerð eða að þörf sé á að sjúklingur fari aftur í öndunarvél innan 30 daga eftir að skurðaðgerð lýkur. Þeir þættir sem horft er til eru tegund aðgerðar, hvort um bráðaaðgerð er að ræða, niðurstöður blóð- rannsókna, hvort skerðing sé á ADL, saga um LLT og aldur.9 Nota má Gupta reikni- vélar til þess annars vegar að meta hættu á öndunarbilun eftir aðgerð og hins vegar til að meta hættu á lungnabólgu eftir aðgerð. Gupta reiknivélarnar horfa báðar til svipaðra þátta þó aðeins sé munur á. Þættirnir eru aldur, saga um LLT, skerðing á ADL, ASA flokkur, blóðsýking (sepsis) fyrir aðgerð, hvort um bráðaaðgerð er að ræða, tegund aðgerðar og reykingar síðastliðið ár.36 Flest þessara hjálpartækja er hægt að nálgast á alnetinu (www.mdcalc.com, www.mdapp.co) eða sem smáforrit í snjallsíma. Lokaorð Fylgikvillar frá lungum tengdir aðgerðum eru algengir og auka sjúkdómsbyrði, dánar- tíðni og lengja sjúkrahúsdvöl. Mikil vægt er að áhættuþættir séu skipulega kannaðir og reynt að draga úr þeim eins og hægt er til að minnka fylgikvilla. Þannig er hægt að seinka aðgerð meðan blóðleysi er með höndlað, nýleg öndunarfærasýking gengur yfir með eða án meðferðar, illa með höndlaður undirliggjandi sjúk dómur er greindur og meðhöndlaður betur eða meðferð er hafin á undirliggjandi sjúkdómi sem kemur í ljós við uppvinnslu fyrir skurðaðgerð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.