Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 40
38 Læknaneminn
þeirra há-áhættu stofnar sem tengjast
myndun á krabbameini.1, 3
Sjúkdómar af völdum HPV
HPV sermisgerðum er skipt í hágráðu og
lággráðu stofna eftir tilhneigingu sýktra
fruma til að valda leghálskrabbameini. Til
dæmis finnst hágráðu HPV16 stofninn í
einu af hverjum tveimur tilfellum ífarandi
flögufrumukrabbameins (invasive squamous
cell cancer, SCC), en lággráðu HPV6 stofninn
í 1 af 932 tilfella.5 HPV sýking er til staðar í
nánast 100% tilfella leghálskrabbameins,
90% tilfella endaþarmsopskrabbameins,
33% tilfella krabbameins í ytri kynfærum
karla, 22% tilfella krabbameins í munnholi
og 4% tilfella krabbameins í munnkoki og
barkakýli meðal kvenna og karla.6 Tíðni
HPV tengdra krabbameina annarra en
leghálskrabbameina virðist vera að aukast,
sérstaklega munnhols-, munnkoks- og
endaþarmsopskrabbameina.7 Algengi
HPV smits er áætlað 11,7% á heimsvísu
þó talsverður munur sé á milli ríkja og
rannsókna, þar af er HPV16 sermisgerðin
algengust.8
HPV sýkingar í endaþarmsopi og kynfærum
Hlutverk HPV sem orsök forstigsbreytinga
og síðar krabbameina í endaþarmsopi
og kynfærum (anogenital) hefur verið
staðfest með sameindalíffræðilegum og
faraldsfræðilegum rannsóknum.3, 5 Hlutverk
HPV sem orsök annarra krabbameina
tengdum kynfærum hafa ekki verið
jafn vel rannsökuð þar sem algengi HPV
sýkinga virðist vera lægra í þeim krabba-
meinum en í leghálsinum.5 Þá hafa rann-
sóknir sýnt fram á samband stöðugs hás
Hugrún Lilja Ragnarsdóttir
Þriðja árs læknanemi 2020–2021
Snædís Inga Rúnarsdóttir
Fjórða árs læknanemi 2020–2021
Brynja Ármannsdóttir
Sérfræðilæknir í sýkla- og veirufræði
gildis HPV og annarra krabbameina en
leghálskrabbameina.9, 10 Takmarkaður
$öldi HPV sermisgerða hefur verið tengdur
beint sem áhrifaþáttur við myndun
þeirra krabbameina, en einna helst hefur
HPV sýking verið tengd við myndun
innanflöguþekjuskemmda (squamous
intraepithelial lesions, SILs) í leghálsi, leg-
göngum, skapabörmum, getnaðarlim og
enda þarmsopi.3, 5 Algengi HPV smits á
enda þarmsops- og kynfærasvæði er ekki vel
skilgreint, en á heimsvísu virðist algengið
vera hærra meðal karla.3, 8 HPV sýking í
kynfærum er algeng meðal karla og ýmsar
rann sóknir sem byggja á PCR hafa sýnt fram
á algengi upp á 3,5% - 46,4%. 11, 12
Sýkingar af völdum tveggja lággráðu
sermis gerðanna HPV6 og HPV11 valda
kynfæra vörtum (condyloma acuminata).13
Kynfæra vörtur koma á slímhúð og húð á ytri
kynfærum og við endaþarmsop.3 Vís bend-
ingar eru um að kynfæravörtur séu einn
algengasti kynsjúkdómurinn á Vestur-
löndum.1 Umfang og kostnaður sam félagsins
vegna kynfæravarta er ekki þekkt hér á
landi en myndi eflaust vega þungt í um-
ræðunni um hvort þörf sé á bólusetningu
gegn HPV óháð kyni.
HPV sýkingar í munnholi og koki
Fjöldi krabbameina á höfuð- og hálssvæði
af völdum HPV sýkinga, sérstaklega
sermis gerðum 16 og 18, hefur aukist.14, 15
Krabba mein í munnholi og koki virðast
sérstaklega tengd HPV sýkingu en síður
krabba mein í barkakýli.16 Mesta aukningin
sést í munnkokskrabbameinum, en á Íslandi
fóru tilfellin úr 3 tilfellum árið 2009 í 15
til felli árið 2016.17 Rannsóknir hafa sýnt
fram á að hlutfall þeirra sem greindust
með HPV-jákvætt munnkokskrabbamein
jókst úr 40,5% árið 2000 í 72,2% árið 2005 í
Evrópu og Norður-Ameríku.18 Þriggja ára
lifun þeirra sem greinast með krabbamein
af völdum HPV er betri (82%) en þeirra
sem greinast með munnkokskrabbamein
sem er ekki af völdum HPV (57%).19 Þrátt
fyrir að bólusetningu gegn HPV sé ætlað
að koma í veg fyrir leghálskrabbamein af
völdum veirunnar, mætti færa rök fyrir
því að drengir ættu einnig að fá þessa
bólu setningu til að fyrirbyggja munn koks-
krabbamein og krabbamein í getnaðarlim af
völdum HPV.20
Bóluefni gegn HPV
Til eru þrjú bóluefni gegn HPV, Cervarix,
Gardasil og Gardasil 9.21 Árið 2021 eru tvö
bóluefni á markaði á Íslandi gegn HPV
veirum: Cervarix og Gardasil 9.22 Bæði þessi
bóluefni innihalda L1 prótein sem hylki
veiranna er myndað úr. Þessi prótein eru
í formi veirulíkra agna (virus-like particles,
VLPa) og innihalda því bóluefnin hvorki
Inngangur
Human papillomavirus (HPV) er veira sem
smitast við kynmök. Veiran er einkum
algeng hjá ungu fólki sem stundar kynlíf.1-3
Tíðni veirunnar hefur farið vaxandi
víða um heim á undanförnum áratugum
af óþekktum orsökum.1, 2 Sýkingar af
völdum veirunnar geta verið þrálátar en
ónæmiskerfið eyðir veirunni oftast innan
fárra mánaða án afleiðinga. Viðvarandi
sýking eykur líkur á forstigsbreytingum
og síðar krabbameini.1, 2 HPV sýkingar hafa
verið tengdar við krabbamein í leghálsi,
endaþarmsopi, munnholi, munnkoki, ytri
kynfærum og við kynfæravörtur.4 Á markaði
hér á landi eru tvö bóluefni gegn HPV en það
eru Cervarix og Gardasil 9. Frá árinu 2011 hafa
heilbrigðisyfirvöld á Íslandi boðið 12 ára
stúlkum bólusetningu.1 Hér verður $allað
um hvort ástæða sé til að he$a bólusetningu
gegn HPV á Íslandi óháð kyni og mögulegar
fyrirstöður þess.
Human papillomavirus (HPV)
Papillomaveirur eru hópur lítilla DNA veira
sem hafa tilhneigingu til að örva $ölgun
flöguþekjufrumna. Veiruagnirnar eru án
veiruhjúps (nonenveloped), hafa tvítugs-
flötungs veiruhylki (icosahedral capsid)
utan um tvístrendings hringlaga 7,9kB
erfða mengi (DNA). Megin stoðprótein
veiruhylkisins er prótein sem kallast L1.
Þrátt fyrir mikla frumusértækni HPV
sýkinga, geta þær bundist og sýkt $öldan
allan af mismunandi frumum. Erfðamengi
yfir 100 HPV sermisgerða (serotype) hafa
verið skilgreind.3, 5 Um 40 þeirra geta valdið
sýkingum í húð og slímhúðum á kyn færa-
svæði, munni og koki. Þar af eru um 15-17
HPV bólusetning
óháð kyni á
Íslandi