Læknaneminn - 01.04.2021, Side 41

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 41
39 HPV bólusetning óháð kyni á Íslandi veiruna sjálfa né hluta af erfðaefni hennar.21 Bólu efnin innihalda bæði L1 prótein sermis gerða HPV16/18 og hafa rannsóknir sýnt að bóluefnin koma í veg fyrir um 90% HPV sýkinga.23 Bóluefnin eru þó aðeins fyrirbyggjandi og hafa ekki áhrif á virkar sýkingar.21 Cervarix heldur virkni sinni í að minnsta kosti 10 ár, að öðru leyti er ekki vitað með vissu hvort þörf sé á endurbólusetningu seinna meir á Cervarix og Gardasil 9.24 Bóluefnin þarf að gefa eftir ákveðnum skammtaáætlunum þar sem börn á aldrinum 9-14 ára fá tvo skammta en einstaklingar 15 ára og eldri þurfa þrjá.22 Cervarix Cervarix er tvígilt bólefni sem ver gegn gerðum 16 og 18.21 Bóluefnið er framleitt af GlaxoSmithKline og var samþykkt árið 2007 af Ly$astofnun Evrópu og er Cervarix það bólefni sem hefur verið notað á Íslandi frá árinu 2011.1, 22 Helsti kosturinn sem Cervarix hefur fram yfir Gardasil 9 er að virkni þess er að öllum líkindum betri þar sem T-frumu svar líkamans verður sterkara við bólusetningu á Cervarix.25 Einnig er Cervarix ódýrara en Gardasil 9.22 Gardasil-9 Gardasil-9 er nígilt bóluefni gegn HPV sermis gerðum 6, 11, 16, 18, 31, 33, 45, 52 og 58 og er þar með það bóluefni sem ver gegn flestum HPV sermisgerðum.21 MSD er framleiðandi bóluefnisins og var það samþykkt af Ly$astofnun Evrópu árið 2015. Fyrsta kynslóð Gardasil var samþykkt árið 2006 og var þá fyrsta bóluefnið gegn HPV til þess að vera samþykkt af Ly$a- stofnun Evrópu.22 Stærsti kostur Gardasil bóluefnanna, sem þau hafa fram yfir Cervarix, er að þau verja gegn sermigerðum 6 og 11 og koma þannig í veg fyrir kynfæravörtur.21, 22 Staða HPV bólusetningar á heimsvísu Árið 2019 setti Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (World Health Organization, WHO) fram heimsmarkmið um útrýmingu legháls krabbameins og var einn þáttur mark miðsins að ná að fullbólusetja 90% af stúlkum í heiminum gegn HPV veirunni fyrir árið 2030.26 HPV bólusetning er hluti af almennum bólusetningum í 100 löndum en nær þó aðeins til 30% af mann- $ölda heimsins.27 Flest þessara landa eru hátekjuríki og því minna af bólu- setningum meðal fátækra ríkja þar sem dánar tíðnin vegna leghálskrabbameina er hærri.26 Nokkur lönd standa framarlega á sviði HPV bólusetninga óháð kyni, þar á meðal Ástralía, Bandaríkin, Bretland og Norðurlöndin.   Árið 2013 var drengjum bætt inn í bólu- setningaráætlunina í Ástralíu og 14-15 ára drengir fengu þá rétt á bólusetningu. Frá árinu 2018 hefur verið notast við Gardasil 9 en fyrir það var bólusett með Gardasil. Árið 2016 var bólusetningarþekja (vaccination coverage) meðal 15 ára barna talin vera 78,6% meðal stúlkna og 72,9% meðal drengja. Í rannsókn frá 2019 er áætlað að ef bólu- setningar þekjan haldi áfram að vera jafn góð næstu árin ásamt áframhaldandi legháls skimunum muni nýgengi legháls- krabbameina í Ástralíu lækka og fara úr sjö tilfellum á hverja 100 þúsund íbúa niður í $ögur tilfelli árið 2028.28 Allar þrjár gerðirnar af bóluefnunum gegn HPV veirum hafa verið samþykktar af Ly$astofnun Bandaríkjanna en aðeins Gardasil 9 er í dreifingu. Advisory Committee on Immunization Practices (ACIP), nefnd innan sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, mælir með að allir einstaklingar á aldrinum 9-26 ára, óháð kyni, séu bólusettir.29 Árið 2019 var drengjum bætt í bólu- setningaráætlunina í Bretlandi, 12-13 ára börn óháð kyni eru nú bólusett með Gardasil. Þeir hópar sem eiga rétt á gjald- frjálsri bólusetningu eru allir undir 25 ára, transkonur 45 ára og yngri ásamt körlum sem stunda kynlíf með körlum. Transmenn sem stunda kynlíf með körlum eiga einnig rétt á bólusetningunni.30 Öll Norðurlöndin eru með HPV bólu- setningu sem hluta af almennum bólu- setningum en Ísland er eina landið sem bólu setur ekki óháð kyni. Misjafnt er eftir löndunum hvaða bóluefni er notað. Flest nota Cervarix í almennum bólusetningunum nema Danmörk og Svíþjóð sem bólusetja með Gardasil 9.31-34 Hér á Íslandi hafa 12 ára stúlkur verið bólusettar með Cervarix frá árinu 2011.1 Ein helsta ástæða þess að Cervarix var bætt inn í almennu bólusetningarnar á Íslandi var að koma í veg fyrir leghálskrabbamein, enda eru um 88% leghálskrabbameina á Íslandi tengd við HPV gerðir 16 og 18.1, 35 Bólu setningin er hluti af almennum bólu- setningum fyrir stúlkur og er því greidd að fullu af sóttvarnalækni. Aðrir sem ekki tilheyra þessum hóp, meðal annars konur 18 ára og eldri og drengir/karlar, þurfa sjálfir að greiða fyrir bóluefnið. Þó Gardasil 9 sé líka á markaði á Íslandi er það ekki greitt af sóttvarnalækni, aðeins Cervarix.36 Ástæður HPV bólusetningar óháð kyni og mögulegar fyrirstöður þess Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar til að meta hjarðónæmi og sjúkdómsbyrði HPV. Hér verður gerð samantekt á nokkrum þeirra rannsókna. Þá verður farið yfir rann sóknir sem rökræða hagkvæmni HPV bólusetningar óháð kyni ásamt mögulegum áhrifum á heilsufarslegan ójöfnuð. 
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.