Læknaneminn - 01.04.2021, Side 48

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 48
Læknaneminn46 breiða þekkingu á sýklaly$um, eiginleikum þeirra og tinktúrum. Fyrir þá sem eru að byrja í klíník, hvort sem það er innan eða utan spítala, er þessi þekking ómetanleg. Því verður hér farið stuttlega yfir almenn atriði varðandi sýklalyf og praktískar ráðleggingar þeim tengdum. Sýklalyf beinast þannig einvörðungu að bakteríum, með því markmiði að hefta vöxt þeirra (bakteríuhemjandi, bacteriostatic) eða drepa þær (bakteríudrepandi, bacter icidal). Til þess nýtum við okkur þá stað reynd að eiginleikar bakteríufrumna eru gjörólíkir því sem sést hjá heilkjörnungum. Ri$um aðeins upp hvernig bakteríu- frumur eru byggðar upp (mynd 1). Bakteríur Jón Magnús Jóhannesson Sérnámslæknir í lyflækningum eru drei. jörnungar (prokaryotes) og eru því ein frumungar án kjarna. Erfðaefni baktería má finna í umfrymi frumunnar, á svokölluðu kjarnasvæði (nucleoid region). Þannig eiga öll skref í myndun prótína úr kjarn sýrum sér stað í umfryminu. Ríbósóm baktería (70S) eru öðruvísi að gerð m.v. ríbósóm okkar (80S), sem skiptir máli þegar kemur að vissum sýklaly$um. Utan um umfrymið hafa allar bakteríur frumuhimnu sem er keimlík okkar frumuhimnu. Síðan eru flestar bakteríur (en ekki allar) með frumuvegg utan um frumuhimnuna. Þessi veggur mótar form bakteríunnar og tryggir stöðugleika hennar gagnvart ýmsum ytri öflum - án veggsins geta flestar bakteríur ekki verið. Margir heilkjörnungar (t.d. plöntufrumur og sveppafrumur) hafa einnig frumuvegg, en byggingarefnin eru þar mismunandi. Frumuveggur baktería er samansettur úr slím peptíðum sem kallast peptídóglýkan. Peptídó glýkan er keðja af sykrum sem er kross tengd við aðrar keðjur með aðstoð peptíða - þetta leiðir til myndunar á þéttu neti sem umlykur bakteríufrumuna. Til Sýklalyf eru ótrúlega $ölbreyttur og flókinn flokkur ly$a. Meira að segja flokkun sýklaly$a getur verið ruglingsleg. Þegar við notum orðið sýklalyf (antibiotics) erum við að vísa í lyf sem að beinast sérstaklega gegn bakteríum, þrátt fyrir að sýklar geti verið af öðrum gerðum. Þá er orðið sýkingalyf (anti- infectives) regnhlífarhugtak sem nær yfir öll lyf sem beinast gegn sýklum í hinu víða samhengi. Það eru fá lyf sem eru eins víða notuð og sýklalyf. Það má með sanni segja að allir læknar muni oftar en einu sinni ávísa sýklaly$um á sínum starfstíma, langflestir mun oftar. Því skiptir gífurlegu máli að hafa Sýklalyf fyrir byrjendur Klóramfeníkól, makrólíðar og linkósamíð - Bindast við 50S undireiningu ríbósóma - Hindra myndun peptíðtengja - Stöðva prótínmyndun 50S stór undireining Amínóglýkósíð - Bindast við 30S undireiningu ríbósóma - Trufla villuleit, sem leiðir til myndunar á gölluðum prótínum Tetrasýklín - Bindast við 30S undireiningu ríbósóma - Hindra bindingu tRNA sameinda, sem hindrar prótínmyndun Amínósýrur Vaxandi fjölpeptíð tRNA mRNA 30S lítil undireining Mynd 1: Helstu flokkar sýklalyfja sem hindra prótínmyndun. Mynd endurgerð af Martha Smith-CaldasChristopher Herren, General Microbiology BIOL 455. OpenStax CNX. Apr 30, 2018. Mynd sótt af https://cnx.org/contents/kxd8RhSc@1.9:M7QMeAxP@1/Mechanisms-of- Antibacterial-Drugs?(clid=IwAR0Qoab2OPxzuwlEgh0_bQcQEm5UMFsUr8Uoi8nRRx2YPNeam7-7V2Juk8Q
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.