Læknaneminn - 01.04.2021, Side 49

Læknaneminn - 01.04.2021, Side 49
Sýklalyf fyrir byrjendur47 að flækja málin eru bakteríur með mis- mikið af peptídóglýkani og mismunandi upp byggingu frumuveggs; þessu má skipta í tvennt eftir því hvernig þær litast í svo- kallaðri Gram-litun: • Gram-jákvæðar (Gram-positive, GP) bakteríur hafa hnausþykkan frumuvegg sem heldur í $ólubláan lit við Gram-litun. Bakteríurnar verða þannig $ólubláar að lit í smásjá eftir Gram-litun. • Gram-neikvæðar (Gram-negative, GN) bakteríur hafa örþunnan frumuvegg sem er samlokaður á milli tveggja frumu- himna: innri frumuhimnunnar og ytri frumu himnunnar. Fjólublái liturinn við Gram-litun hverfur við skolun þannig að þessar bakteríur verða að lokum bleikar eftir Gram-litun. Ytri himnan getur stöðvað innkomu ýmissa sýklaly$a og m.a.s. dælt þeim út með aðstoð vissra pumpa. Hægt er að flokka bakteríur niður í aðra flokka, til dæmis eftir byggingu (staflaga, kúlu laga o.s.frv.) eða efnaskiptum (t.d. loftháðar (aerobic) eða loftfirrtar (anaerobic)). Nú höfum við grunnatriðin á hreinu til að skilja betur hvernig sýklalyf virka. Fyrst ber að nefna virknisvið sýklaly$a, sem nær yfir þær bakteríur sem sýklalyf hafa áhrif á. Sýklalyf geta verið með breitt virknisvið (breiðvirk, broad-spectrum) eða þröngt virknisvið (þröngvirk, narrow-spectrum). Sum sýklalyf hafa m.a.s. áhrif á aðeins eina bakteríutegund! Virknisvið sýklaly$a fer að miklu leyti eftir því hvaða kerfi þau trufla innan baktería (mynd 2). Þau sýklalyf sem við notum reglu lega í klíník beinast í raun að mjög fáum eiginleikum baktería. Mikil- vægasti eiginleikinn er nokkuð augljós: frumu veggurinn. Hindrun á myndun og kross tengingu frumuveggsins er algengasta aðferð okkar til að sporna við bakteríum, og flest lyf sem hafa hér áhrif eru bakteríu- drepandi. Glýkópeptíð sýklalyf, þar fremst í flokki vankómýsín, koma í veg fyrir upp- byggingu frumuveggjar en hefur einungis áhrif á GP bakteríur. Mest notuðu sýklalyf heims, beta-laktam lyfin, hindra hins vegar krosstengingu frumuveggjar með því að bindast við og hindra penisillín-bindiprótín á ytra borði baktería. Beta-laktam ly$um má skipta niður í nokkra flokka en þeir mikilvægustu eru penisillín, kefalósporín, karba penem og beta-laktamasa hindrar. Fyrstu beta-laktam lyfin virkuðu best gegn GP bakteríum vegna þess að ytri himna GN baktería virkaði vel í að hindra inngöngu eða bakteríur voru með annars konar varnar kerfi. Þetta leiddi til þróunar á seinni kyn slóðum beta-laktam ly$a sem virkuðu betur á GN bakteríur (þar á meðal illvígu bakteríuna Pseudomonas aeruginosa). Ótalmargar bakteríur búa yfir varnar- kerfum sem koma í veg fyrir virkni beta-laktam ly$a. Þar fremst í flokki eru beta-laktamasar, ensím sem bakteríur geta notað til að brjóta niður beta-laktam lyf og trufla virkni þeirra. Með aukinni notkun beta-laktam ly$a hefur orðið samhliða þrýstingur á þróun baktería sem mynda beta-laktamasa. Til að sporna gegn þessari þróun voru búin til lyf sem hindra virkni beta-laktamasa: beta-laktamasa hindrar. Hérlendis notum við tvo slíka reglulega: klavúlanik sýra (oftast með amoxisillíni) og tazóbaktam (með piperasillíni). Því miður er virkni þessara hindra ekki fullkomin fyrir allar gerðir beta-laktamasa. Frumuhimna Pólýmyxín - Pólýmyxín B - Kólistín Lípópeptíð - Daptómýsín Ríbósóm 30S undireining - Amínóglýkósíð - Tetrasýklín 50S undireining - Makrólíðar - Linkósamíð - Klóramfenikól - Oxasólidínón Efnaskiptaferlar Myndun fólínsýru - Súlfónamíð - Súlfón - Trímetóprím Myndun mýkólik sýru - Ísóníasíð DNA myndun Flúorókínólón - Síprófloxasín - Levófloxasín - Moxífloxasín RNA myndun Rífamýsín - Rífampin Umfrymi Frumuveggur Beta-laktam sýklalyf - Penisillín - Kefalósporín - Mónóbaktam - Karbapenem Glýkópeptíð - Vankómýsín Basitrasin Mynd 2: Helstu verkunarstaðir sýklalyfja innan bakteríu. Mynd endurgerð af Martha Smith-CaldasChristopher Herren, General Microbiology BIOL 455. OpenStax CNX. Apr 30, 2018. Mynd sótt af https://cnx.org/contents/kxd8RhSc@1.9:M7QMeAxP@1/Mechanisms-of-Antibacterial-Dr ugs?(clid=IwAR0Qoab2OPxzuwlEgh0_bQcQEm5UMFsUr8Uoi8nRRx2YPNeam7-7V2Juk8Q
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.