Læknaneminn - 01.04.2021, Qupperneq 49
Sýklalyf fyrir byrjendur47
að flækja málin eru bakteríur með mis-
mikið af peptídóglýkani og mismunandi
upp byggingu frumuveggs; þessu má skipta
í tvennt eftir því hvernig þær litast í svo-
kallaðri Gram-litun:
• Gram-jákvæðar (Gram-positive, GP)
bakteríur hafa hnausþykkan frumuvegg
sem heldur í $ólubláan lit við Gram-litun.
Bakteríurnar verða þannig $ólubláar að lit
í smásjá eftir Gram-litun.
• Gram-neikvæðar (Gram-negative, GN)
bakteríur hafa örþunnan frumuvegg sem
er samlokaður á milli tveggja frumu-
himna: innri frumuhimnunnar og ytri
frumu himnunnar. Fjólublái liturinn við
Gram-litun hverfur við skolun þannig að
þessar bakteríur verða að lokum bleikar
eftir Gram-litun. Ytri himnan getur
stöðvað innkomu ýmissa sýklaly$a og
m.a.s. dælt þeim út með aðstoð vissra
pumpa.
Hægt er að flokka bakteríur niður í aðra
flokka, til dæmis eftir byggingu (staflaga,
kúlu laga o.s.frv.) eða efnaskiptum (t.d.
loftháðar (aerobic) eða loftfirrtar
(anaerobic)).
Nú höfum við grunnatriðin á hreinu til
að skilja betur hvernig sýklalyf virka. Fyrst
ber að nefna virknisvið sýklaly$a, sem nær
yfir þær bakteríur sem sýklalyf hafa áhrif
á. Sýklalyf geta verið með breitt virknisvið
(breiðvirk, broad-spectrum) eða þröngt
virknisvið (þröngvirk, narrow-spectrum).
Sum sýklalyf hafa m.a.s. áhrif á aðeins eina
bakteríutegund!
Virknisvið sýklaly$a fer að miklu leyti
eftir því hvaða kerfi þau trufla innan
baktería (mynd 2). Þau sýklalyf sem við
notum reglu lega í klíník beinast í raun að
mjög fáum eiginleikum baktería. Mikil-
vægasti eiginleikinn er nokkuð augljós:
frumu veggurinn. Hindrun á myndun og
kross tengingu frumuveggsins er algengasta
aðferð okkar til að sporna við bakteríum,
og flest lyf sem hafa hér áhrif eru bakteríu-
drepandi. Glýkópeptíð sýklalyf, þar fremst
í flokki vankómýsín, koma í veg fyrir upp-
byggingu frumuveggjar en hefur einungis
áhrif á GP bakteríur. Mest notuðu sýklalyf
heims, beta-laktam lyfin, hindra hins vegar
krosstengingu frumuveggjar með því að
bindast við og hindra penisillín-bindiprótín
á ytra borði baktería. Beta-laktam ly$um
má skipta niður í nokkra flokka en þeir
mikilvægustu eru penisillín, kefalósporín,
karba penem og beta-laktamasa hindrar.
Fyrstu beta-laktam lyfin virkuðu best gegn
GP bakteríum vegna þess að ytri himna GN
baktería virkaði vel í að hindra inngöngu
eða bakteríur voru með annars konar
varnar kerfi. Þetta leiddi til þróunar á seinni
kyn slóðum beta-laktam ly$a sem virkuðu
betur á GN bakteríur (þar á meðal illvígu
bakteríuna Pseudomonas aeruginosa).
Ótalmargar bakteríur búa yfir varnar-
kerfum sem koma í veg fyrir virkni
beta-laktam ly$a. Þar fremst í flokki eru
beta-laktamasar, ensím sem bakteríur geta
notað til að brjóta niður beta-laktam lyf og
trufla virkni þeirra. Með aukinni notkun
beta-laktam ly$a hefur orðið samhliða
þrýstingur á þróun baktería sem mynda
beta-laktamasa. Til að sporna gegn þessari
þróun voru búin til lyf sem hindra virkni
beta-laktamasa: beta-laktamasa hindrar.
Hérlendis notum við tvo slíka reglulega:
klavúlanik sýra (oftast með amoxisillíni) og
tazóbaktam (með piperasillíni). Því miður er
virkni þessara hindra ekki fullkomin fyrir
allar gerðir beta-laktamasa.
Frumuhimna
Pólýmyxín
- Pólýmyxín B
- Kólistín
Lípópeptíð
- Daptómýsín Ríbósóm
30S undireining
- Amínóglýkósíð
- Tetrasýklín
50S undireining
- Makrólíðar
- Linkósamíð
- Klóramfenikól
- Oxasólidínón
Efnaskiptaferlar
Myndun fólínsýru
- Súlfónamíð
- Súlfón
- Trímetóprím
Myndun mýkólik sýru
- Ísóníasíð
DNA myndun
Flúorókínólón
- Síprófloxasín
- Levófloxasín
- Moxífloxasín
RNA myndun
Rífamýsín
- Rífampin
Umfrymi
Frumuveggur
Beta-laktam sýklalyf
- Penisillín
- Kefalósporín
- Mónóbaktam
- Karbapenem
Glýkópeptíð
- Vankómýsín
Basitrasin
Mynd 2: Helstu verkunarstaðir sýklalyfja innan bakteríu. Mynd endurgerð af Martha Smith-CaldasChristopher Herren, General Microbiology
BIOL 455. OpenStax CNX. Apr 30, 2018. Mynd sótt af https://cnx.org/contents/kxd8RhSc@1.9:M7QMeAxP@1/Mechanisms-of-Antibacterial-Dr
ugs?(clid=IwAR0Qoab2OPxzuwlEgh0_bQcQEm5UMFsUr8Uoi8nRRx2YPNeam7-7V2Juk8Q