Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 54

Læknaneminn - 01.04.2021, Síða 54
Læknaneminn52 Auk þess voru ábendingar fengnar frá hagsmunasamtökunum Intersex Ísland. Skilgreiningar Kyneinkenni: Líffræðilegir þættir sem tengjast kyni, svo sem kynlitningar, hormónastarfsemi, kynkirtlar og kynfæri.3 Ódæmigerð kyneinkenni: Kyneinkenni sem falla ekki undir viðteknar skilgreiningar á kyneinkennum sem karlkyns eða kvenkyns, meðal annars hvað varðar virkni eða útlit. Víðara hugtak og það hugtak sem notað er í lögum um kynrænt sjálfræði.3 Intersex: Fólk sem hefur fæðst með ódæmigerð kyneinkenni. Einkennin geta verið augljós við fæðingu eða hulin og koma þá ekki fram fyrr en síðar á lífsleiðinni. Intersex fólk fellur af þeim sökum ekki fyllilega að læknisfræðilegum stöðlum um karlkyn og kvenkyn.1 Talsverður breytileiki getur verið á kyneinkennum fólks þrátt fyrir að það falli að stöðlum um tvö kyn og því teljast ekki allir einstaklingar sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni til intersex hópsins. Misjafnt er hvernig intersex fólk upplifir kyn sitt og tengsl við hin stöðluðu tvö kyn. Þannig upplifa sum sig karlkyns, önnur kvenkyns og enn önnur af hvorugu kyni, það er frjálsgerva eða kynsegin. Áréttað skal að þessi tenging Oddný Rósa Ásgeirsdóttir Fyrsta árs læknanemi 2020–2021 Sigríður Óladóttir Fimmta árs læknanemi 2020–2021 við kynjaskilgreiningu tekur ekki til kynhneigðar.1 Hafa ber í huga að samtök intersex fólks notast við þá skilgreiningu að það að vera intersex sé hin lifaða upplifun af menningarlegum og félagslegum afleiðingum þess að hafa fæðst með líkama sem passar ekki inn í gildisstaðlaðar formgerðir karl- og kvenkyns.4 Það er margt fólk, til dæmis fólk með neðanrás (hypospadias) sem skilgreinir sig sem intersex vegna afleiðinga af menningarlegum inngripum sem framkvæmd voru á þeim sem börn.4 Breytileiki á kynþroska (disorders of sex development): Hugtak sem gjarnan er notað innan læknisfræðinnar um ódæmigerð kyneinkenni en hagsmunasamtök intersex fólks eru þeirrar skoðunar að þetta hugtak ýti undir fordóma og kjósa því frekar að nota hugtakið intersex.1 Birtingarmynd og greining Við skoðun á nýburum með ódæmigerð kyneinkenni má helst líta eftir hvort eistu hafi gengið niður í pung, vanvöxtur á typpi (micropenis) sé til staðar, þvagrás sé of stutt (hypospadias), snípur sé óvenjustór, samruni hafi orðið á aftari hluta skapabarma eða hvort hægt sé að þreifa fyrir kynkirtlum í labioscrotal fellingum.5 Greiningarferli ódæmigerðra einkenna felst í skoðun, litningagreiningu, sér- hæfðum prófum til að útiloka CAH (congenital adrenal hyperplasia) og óm skoðun af kviðar- og mjaðmar holi. Með þessu má flokka einstaklinga eftir litninga gerð og hor mónastarfsemi. Mikilvægt er að greina snemma orsök ódæmigerðra kyn einkenna vegna þess að ein algengasta orsök ódæmi- gerðra kyn einkenna er CAH, sem getur reynst börnum ban væn á fyrstu dögum lífs.5 Lagaleg staða í dag Í dag er staðan sú að þegar barn fæðist með ódæmigerð kyneinkenni er eingöngu heimilt að breyta varanlega kyn einkennum þess ef heilsufarslegar ástæður kre$ast. Fyrst þarf að fara fram ítarlegt mat á nauð- syn breytinganna og meta afleiðingar þeirra til skemmri og lengri tíma. Taka þarf rök studda afstöðu til þess hvort fresta megi hinum varanlegu breytingum þar til barnið getur gefið samþykki sitt og hvort bregðast megi við einkennunum með vægari hætti. Sér stak lega er tekið er fram í lögunum að félags legar, sálfélagslegar og útlitslegar ástæður teljist ekki heilsufarslegar. Til varan legra breytinga teljast meðal annars skurð aðgerðir, ly$ameðferðir og önnur óaftur kræf læknisfræðileg inngrip. Frá þessari meginreglu eru gerðar tvær undan- tekningar, en það er vegna of stuttrar þvagrásar og vanvaxtar á typpi.3 Inngangur Árið 2019 gengu í gildi lög hér á landi um kynrænt sjálfræði. Lögfestu þau rétt einstaklinga til þess að skilgreina kyn sitt og miða lögin þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Lögunum var sömuleiðis ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Í umræddum lögum var kveðið á um skipun starfshóps til að $alla um málefni barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, einkum heilbrigðisþjónustu við þau og gera tillögur um úrbætur í þeim efnum. Jafnframt var starfshópnum falið að semja frumvarp til laga um breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði svo að bæta mætti við lögin ákvæði sem $allar um breytingar á kyneinkennum barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Tíu einstaklingar áttu sæti í þessum starfshópi; tveir fulltrúar hagsmunasamtaka, tveir lögfræðingar, tveir barnalæknar, siðfræðingur, sálfræðingur, kynfræðingur og formaður starfshóps. Það er því greinilegt að innan starfshópsins mátti finna umfangsmikla þekkingu á viðfangsefninu.1 Þessar nýju breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði,2 sem kveða á um réttindi einstaklinga með ódæmigerð kyn einkenni, verða um$öllunarefni þessarar greinar, en skýrsla framangreinds starfshóps og frum- varp hans til breytinga á lögum um kynrænt sjálfræði voru undir staða greinarinnar. Ódæmigerð kyneinkenni: Ný lög um þekktan breytileika
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.